Börnin njóta myndanna 5. júlí 2011 13:00 Bergrún segir að heimasíða Innlits/útlits, innlitutlit.is, verði virk í sumar. Þar er ýmis ráð að finna. Fréttablaðið/GVA „Ég málaði herbergi fyrir son minn sem part af hreiðurgerðinni þegar ég var ólétt," segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og annar stjórnanda sjónvarpsþáttarins Innlit/útlit á Skjá einum. Verkefnið vatt upp á sig og hún hefur gert barnaherbergi víðar. Bergrún gefur sér tíma til að líta upp úr verkefni dagsins og segja blaðamanni frá. „Núna er ég að mála herbergi barns sem á foreldra sem báðir eru tónlistarmenn. Það eru þau Gunnar Ben í Skálmöld og Þóra Marteinsdóttir tónskáld sem báðu mig um að kíkja á herbergið. Það lá beinast við að gera líflegt herbergi með hljóðfærum." Bergrún segir að hún hafi í byrjun ákveðið að hafa formin sem hún málar einföld. „Það var upprunalega hugmyndin. Mér finnst veggfóður og borðar óþarflega flóknir fyrir lítil börn, þessi allra yngstu. Ég vil að börnin geti notið myndanna," segir Bergrún og bætir við að barnaleikföng séu nógu litrík til þess að lífga upp á herbergið. „Sonur minn er tuttugu mánaða núna og elskar dýrin á veggnum. Hann vaknar á morgnana og byrjar að gera apahljóð og fílahljóð því dýrin eru við rúmið. Það er mjög gaman að vakna við það," upplýsir Bergrún brosandi. Innt eftir því hvernig Bergrún málar herbergin segir hún: „Þegar ég málaði vegginn hjá syni mínum þá gerði ég það fríhendis. Núna hef ég verið að prufa mig áfram með að búa til stensla," útskýrir Bergrún sem segir það spara tíma. „Hvert herbergi á að vera einstakt. Ég nýti kannski sömu dýr nokkrum sinnum, en bæti þá einhverju öðru við."En hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég er að fara að gera rosa flott víkingaherbergi í næstu viku. Ég er mjög spennt fyrir því," segir Bergrún og heldur áfram: „Foreldrarnir eru víkingar og sonur þeirra tekur þátt í því með þeim. Herbergið hans er samt enn þá á hugmyndastigi." Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni bergruniris.com. martaf@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
„Ég málaði herbergi fyrir son minn sem part af hreiðurgerðinni þegar ég var ólétt," segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og annar stjórnanda sjónvarpsþáttarins Innlit/útlit á Skjá einum. Verkefnið vatt upp á sig og hún hefur gert barnaherbergi víðar. Bergrún gefur sér tíma til að líta upp úr verkefni dagsins og segja blaðamanni frá. „Núna er ég að mála herbergi barns sem á foreldra sem báðir eru tónlistarmenn. Það eru þau Gunnar Ben í Skálmöld og Þóra Marteinsdóttir tónskáld sem báðu mig um að kíkja á herbergið. Það lá beinast við að gera líflegt herbergi með hljóðfærum." Bergrún segir að hún hafi í byrjun ákveðið að hafa formin sem hún málar einföld. „Það var upprunalega hugmyndin. Mér finnst veggfóður og borðar óþarflega flóknir fyrir lítil börn, þessi allra yngstu. Ég vil að börnin geti notið myndanna," segir Bergrún og bætir við að barnaleikföng séu nógu litrík til þess að lífga upp á herbergið. „Sonur minn er tuttugu mánaða núna og elskar dýrin á veggnum. Hann vaknar á morgnana og byrjar að gera apahljóð og fílahljóð því dýrin eru við rúmið. Það er mjög gaman að vakna við það," upplýsir Bergrún brosandi. Innt eftir því hvernig Bergrún málar herbergin segir hún: „Þegar ég málaði vegginn hjá syni mínum þá gerði ég það fríhendis. Núna hef ég verið að prufa mig áfram með að búa til stensla," útskýrir Bergrún sem segir það spara tíma. „Hvert herbergi á að vera einstakt. Ég nýti kannski sömu dýr nokkrum sinnum, en bæti þá einhverju öðru við."En hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég er að fara að gera rosa flott víkingaherbergi í næstu viku. Ég er mjög spennt fyrir því," segir Bergrún og heldur áfram: „Foreldrarnir eru víkingar og sonur þeirra tekur þátt í því með þeim. Herbergið hans er samt enn þá á hugmyndastigi." Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni bergruniris.com. martaf@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira