Efnilegir síðrokkarar Trausti Júlíusson skrifar 9. júlí 2011 18:00 Ólgusjór með Lockerbie. Lockerbie er fjögurra manna sveit úr Reykjavík og Hafnarfirði sem var stofnuð árið 2008 og vakti strax þá nokkra athygli fyrir frammstöðu sína á tónleikum með hljómsveitunum For a Minor Reflection og Soundspell. Í fyrrasumar sigraði Lockerbie í sumarlagakeppni Rásar 2 og Sýrlands með laginu Snjóljón og síðan hefur sveitin verið dugleg að koma sér á framfæri úti í hinum stóra heimi, gaf meðal annars út smáskífu hjá Bad Panda Records í upphafi ársins 2011. Og nú er fyrsta stóra platan, Ólgusjór, komin út á vegum Record Records. Tónlist Lockerbie má flokka með tónlist síðrokksveita eins og For a Minor Reflection, en lagasmíðar þeirra Lockerbie-drengja eru sérstaklega melódískar og yfirbragðið léttara en hjá mörgum sveitum í þessum geira. Textarnir eru líka á íslensku, sem færir þessa alþjóðlegu tónlist nær okkur. Útsetningarnar eru mjög vel úr garði gerðar. Auk fjórmenninganna kemur fjöldi aukahljóðfæraleikara við sögu, blásarar og strengjaleikarar. Það sem setur hvað sterkastan svip á útkomuna er annars vegar góður söngur Þórðar Páls Pálssonar og hins vegar píanóleikur Davíðs Arnars Sigurðssonar. Ólgusjór er fyrirtaks frumsmíð. Lögin eru öll góð og vinnsla á plötunni er fyrsta flokks. Nafnið Ólgusjór á kannski ekkert sérstaklega vel við þessa tónlist, hún er í grunninn bæði ljúf og hljómfögur. Inn á milli stigmagnast hún samt og meiri kraftur leysist úr læðingi. Niðurstaða: Melódísk og vel útfærð tónlist frá mjög efnilegri hljómsveit. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Lockerbie er fjögurra manna sveit úr Reykjavík og Hafnarfirði sem var stofnuð árið 2008 og vakti strax þá nokkra athygli fyrir frammstöðu sína á tónleikum með hljómsveitunum For a Minor Reflection og Soundspell. Í fyrrasumar sigraði Lockerbie í sumarlagakeppni Rásar 2 og Sýrlands með laginu Snjóljón og síðan hefur sveitin verið dugleg að koma sér á framfæri úti í hinum stóra heimi, gaf meðal annars út smáskífu hjá Bad Panda Records í upphafi ársins 2011. Og nú er fyrsta stóra platan, Ólgusjór, komin út á vegum Record Records. Tónlist Lockerbie má flokka með tónlist síðrokksveita eins og For a Minor Reflection, en lagasmíðar þeirra Lockerbie-drengja eru sérstaklega melódískar og yfirbragðið léttara en hjá mörgum sveitum í þessum geira. Textarnir eru líka á íslensku, sem færir þessa alþjóðlegu tónlist nær okkur. Útsetningarnar eru mjög vel úr garði gerðar. Auk fjórmenninganna kemur fjöldi aukahljóðfæraleikara við sögu, blásarar og strengjaleikarar. Það sem setur hvað sterkastan svip á útkomuna er annars vegar góður söngur Þórðar Páls Pálssonar og hins vegar píanóleikur Davíðs Arnars Sigurðssonar. Ólgusjór er fyrirtaks frumsmíð. Lögin eru öll góð og vinnsla á plötunni er fyrsta flokks. Nafnið Ólgusjór á kannski ekkert sérstaklega vel við þessa tónlist, hún er í grunninn bæði ljúf og hljómfögur. Inn á milli stigmagnast hún samt og meiri kraftur leysist úr læðingi. Niðurstaða: Melódísk og vel útfærð tónlist frá mjög efnilegri hljómsveit.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira