Fúskarar í sviðsljósinu 20. júlí 2011 00:01 Það eru átök milli manna og hins yfirnáttúrulega. Seiðkarla og -konur drífur að til að stilla til friðar. Í hrjóstrugum hlíðum er sungið, kyrjað, dansað og heitið á æðri máttarvöld undir þungri skýjabreiðu. Nei, þetta er ekki sena úr nýjustu Harry Potter myndinni sem frumsýnd var um helgina. Um er að ræða viðbrögð við framkvæmdum í grjótnámu í Traðarhyrnu við Bolungarvík þar sem grunlausir verktakar uggðu ekki að sér og með jarðýtum sínum og sprengiefni grófu upp alla mestu vitleysinga landsins. Mánuður er síðan grjóti rigndi yfir efri byggðir Bolungarvíkur svo göt komu á þök og rúður brotnuðu þegar sprenging fyrir snjóflóðagarði fór úrskeiðis. Fyrstu viðbrögð voru rökrétt. Verktakarnir litu málið alvarlegum augum og kváðust ætla að kanna hvað klikkaði. Nefndu þeir að ef til vill hefði mátt nota sprengimottur til að varna gegn óhappinu en sögðu þó að við sprengingar af þessu tagi væru motturnar iðulega ekki notaðar. Sú fullyrðing stangaðast hins vegar á við orð fulltrúa Vinnueftirlitsins sem sagði að alltaf ætti að nota mottur. Það sem gerðist næst hefði PR-deild verktakanna ekki getað skipulagt þótt hún hefði reynt. Hópur sem hvorki hefur reynslu af verklegum framkvæmdum né dínamíti blandaði sér í málið og sagði sig vera með skýringu á reiðum höndum. Mennirnir hefðu reitt álfa til reiði með jarðraski og steinregnið hefði verið hefndaraðgerð. Í einum kór tóku fjölmiðlar andköf og beindu myndavélum, hljóðnemum og óskertri athygli að álfaspekingum sem böðuðu sig í sviðsljósinu eins og álfar í tunglsljósi á þrettándanótt. Með stóryrtum yfirlýsingum spekinganna um meiðsl sem mennirnir hefðu valdið saklausum álfabörnum og dulrænum athöfnum sem tryggja áttu fyrirgefningu þeirra var alvarleiki óhappsins, sem hefði getað endað með skelfingu og ábyrgð verktakanna, galdraður burt. Verktakarnir fóru að sögn yfir vinnureglur sínar í samvinnu við bæjaryfirvöld og Vinnueftirlitið. Ekki var það þrýstingi fjölmiðla að þakka en sumir þeirra virtust áhugasamari um að grilla bæjarstjóra Bolungarvíkur fyrir að vilja ekki biðja álfana afsökunar heldur en að krefja verktakana um svör. Sumum þykir heimska og húmbúkk ekkert tiltökumál; að láta eins og álfar séu til sé saklaus iðja. Svo er hins vegar ekki. Það að fúskarar fái að beina athyglinni frá því að raunverulegra skýringa sé leitað á mannlegum mistökum svo hægt sé að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig getur orðið til þess að uppspunnin álfanna börn verði mannanna börnum að fjörtjóni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Það eru átök milli manna og hins yfirnáttúrulega. Seiðkarla og -konur drífur að til að stilla til friðar. Í hrjóstrugum hlíðum er sungið, kyrjað, dansað og heitið á æðri máttarvöld undir þungri skýjabreiðu. Nei, þetta er ekki sena úr nýjustu Harry Potter myndinni sem frumsýnd var um helgina. Um er að ræða viðbrögð við framkvæmdum í grjótnámu í Traðarhyrnu við Bolungarvík þar sem grunlausir verktakar uggðu ekki að sér og með jarðýtum sínum og sprengiefni grófu upp alla mestu vitleysinga landsins. Mánuður er síðan grjóti rigndi yfir efri byggðir Bolungarvíkur svo göt komu á þök og rúður brotnuðu þegar sprenging fyrir snjóflóðagarði fór úrskeiðis. Fyrstu viðbrögð voru rökrétt. Verktakarnir litu málið alvarlegum augum og kváðust ætla að kanna hvað klikkaði. Nefndu þeir að ef til vill hefði mátt nota sprengimottur til að varna gegn óhappinu en sögðu þó að við sprengingar af þessu tagi væru motturnar iðulega ekki notaðar. Sú fullyrðing stangaðast hins vegar á við orð fulltrúa Vinnueftirlitsins sem sagði að alltaf ætti að nota mottur. Það sem gerðist næst hefði PR-deild verktakanna ekki getað skipulagt þótt hún hefði reynt. Hópur sem hvorki hefur reynslu af verklegum framkvæmdum né dínamíti blandaði sér í málið og sagði sig vera með skýringu á reiðum höndum. Mennirnir hefðu reitt álfa til reiði með jarðraski og steinregnið hefði verið hefndaraðgerð. Í einum kór tóku fjölmiðlar andköf og beindu myndavélum, hljóðnemum og óskertri athygli að álfaspekingum sem böðuðu sig í sviðsljósinu eins og álfar í tunglsljósi á þrettándanótt. Með stóryrtum yfirlýsingum spekinganna um meiðsl sem mennirnir hefðu valdið saklausum álfabörnum og dulrænum athöfnum sem tryggja áttu fyrirgefningu þeirra var alvarleiki óhappsins, sem hefði getað endað með skelfingu og ábyrgð verktakanna, galdraður burt. Verktakarnir fóru að sögn yfir vinnureglur sínar í samvinnu við bæjaryfirvöld og Vinnueftirlitið. Ekki var það þrýstingi fjölmiðla að þakka en sumir þeirra virtust áhugasamari um að grilla bæjarstjóra Bolungarvíkur fyrir að vilja ekki biðja álfana afsökunar heldur en að krefja verktakana um svör. Sumum þykir heimska og húmbúkk ekkert tiltökumál; að láta eins og álfar séu til sé saklaus iðja. Svo er hins vegar ekki. Það að fúskarar fái að beina athyglinni frá því að raunverulegra skýringa sé leitað á mannlegum mistökum svo hægt sé að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig getur orðið til þess að uppspunnin álfanna börn verði mannanna börnum að fjörtjóni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun