Mikið afrek að slá út þetta lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2011 07:30 KR-ingar eru komnir áfram í Evrópukeppninni en það þurfti sameinað átak að slá út hið geysisterka Zilina-lið í Slóvakíu í gær. Mynd/Stefán KR-ingar slógu slóvakíska liðið Zilina úr undankeppni Evrópudeildarinnar í gær þrátt fyrir 0-2 tap út í Slóvakíu. KR vann fyrri leikinn 3-0 og vann því 3-2 samanlagt. KR mætir georgíska liðinu Dinamo Tbilisi í næstu umferð en Dinamo Tbilisi vann 5-0 sigur í síðari leik sínum á móti velska liðinu Llanelli. Tomas Majtán kom Zilina í 1-0 á 29. mínútu leiksins en það var varamaðurinn Momodou Ceesay sem skoraði seinna markið á 70. mínútu leiksins. KR-ingar voru í vandræðum síðustu tuttugu mínúturnar eftir að Zilina komst í 2-0 og oft skall hurð nærri hælum. KR-liðið hélt hins vegar út og fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta tók vel á taugarnar síðustu fimmtán mínúturnar en að öðru leiti var maður alveg rólegur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þegar þeir gerðu annað markið þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Þeir voru farnir að vera þreyttir og mér fannst við vera nær því að jafna leikinn en þeir að skora annað markið. Svo gerum við smá mistök í varnarleiknum og fáum á okkur mark. Í framhaldinu er gríðarleg pressa á okkur,“ sagði Rúnar. „Þeir tóku mikla áhættu, spiluðu 4-4-2 og kantmennirnir þeirra voru mjög hátt á vellinum. Stundum var þetta 4-2-4 og bakverðirnir fóru vel með upp. Þeir voru með marga í sókninni og þvinguðu okkur aftar á völlinn. Þegar við unnum boltann þá náðum við ekki að nýta það nógu vel að sækja hratt á þá en það vantaði stundum lítið upp á. Eitt mark hjá okkur hefði algjörlega eyðilagt þennan leik fyrir þá og gert þetta auðveldara fyrir okkur. Við áttum möguleika á því strax eftir fimm mínútur þegar Guðjón sleppur einn í gegn,“ sagði Rúnar en KR-ingar fengu heldur betur ástæðu til að fagna í leikslok þrátt fyrir fyrsta tap sumarsins. „Við lítum á þetta sem 3-2 sigur og þetta er ekkert tap. Þetta eru tveir leikir og við stöndum uppi sem sigurvegarar eftir þá. Ég er gríðarlega ánægður með strákana og framlag þeirra þrátt fyrir að maður hefði stundum viljað sjá meiri ró á boltanum og betra spil. Þetta var gríðarlega erfitt og menn þurftu að leggja mikið á sig. Menn uppskáru líka mikla gleði og ánægju í restina,“ segir Rúnar. „Það er algjör snilld að vera áfram í öllum þremur keppnum. Þetta er frábær árangur hjá okkur og það er mikið afrek að slá út þetta sterka lið,“ sagði Rúnar en Zilina hafði komist langt í Evrópukeppninni síðustu tvö tímabil, í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 2009-10 og svo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. „Nú bíður okkar lið sem er ekki eins hátt skrifað og þetta lið sem við vorum að slá út núna. Möguleikarnir eru til staðar en maður þekkir það af eigin reynslu og lið frá Georgíu eru mjög sterk líka,“ segir Rúnar en það er nóg af öðrum leikjum á næstunni. „Nú er það fyrst Breiðablik, svo eigum við heimaleikinn á móti Dinamo Tbilisi og svo förum við á Ísafjörð um verslunarmannahelgina og gleðjum Ísfirðinga. Ég reikna ekki með að leikmenn Bí/Bolungarvíkur séu sáttir með þessi úrslit en því miður fyrir þá þá þurfum við að spila við þá um verslunarmannahelgina,“ sagði Rúnar sem viðurkennir að þetta gríðarlega leikjaálag reyni á hópinn. „Við erum búnir að spila sunnudag-fimmtudag í þrjár til fjórar vikur og það heldur bara næstu þrjár til fjórar vikurnar. Þetta verður erfitt og strembið fyrir okkur en við ræddum um það í dag að okkur langar að spila sem flesta leiki. Okkur langar að ná árangri og það kostar bara þessa vinnu. Menn eru tilbúnir að leggja það á sig en vonandi kemur þetta ekki niður á okkur í deild og bikar því þar viljum við líka ná árangri,“ sagði Rúnar. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
KR-ingar slógu slóvakíska liðið Zilina úr undankeppni Evrópudeildarinnar í gær þrátt fyrir 0-2 tap út í Slóvakíu. KR vann fyrri leikinn 3-0 og vann því 3-2 samanlagt. KR mætir georgíska liðinu Dinamo Tbilisi í næstu umferð en Dinamo Tbilisi vann 5-0 sigur í síðari leik sínum á móti velska liðinu Llanelli. Tomas Majtán kom Zilina í 1-0 á 29. mínútu leiksins en það var varamaðurinn Momodou Ceesay sem skoraði seinna markið á 70. mínútu leiksins. KR-ingar voru í vandræðum síðustu tuttugu mínúturnar eftir að Zilina komst í 2-0 og oft skall hurð nærri hælum. KR-liðið hélt hins vegar út og fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta tók vel á taugarnar síðustu fimmtán mínúturnar en að öðru leiti var maður alveg rólegur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þegar þeir gerðu annað markið þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Þeir voru farnir að vera þreyttir og mér fannst við vera nær því að jafna leikinn en þeir að skora annað markið. Svo gerum við smá mistök í varnarleiknum og fáum á okkur mark. Í framhaldinu er gríðarleg pressa á okkur,“ sagði Rúnar. „Þeir tóku mikla áhættu, spiluðu 4-4-2 og kantmennirnir þeirra voru mjög hátt á vellinum. Stundum var þetta 4-2-4 og bakverðirnir fóru vel með upp. Þeir voru með marga í sókninni og þvinguðu okkur aftar á völlinn. Þegar við unnum boltann þá náðum við ekki að nýta það nógu vel að sækja hratt á þá en það vantaði stundum lítið upp á. Eitt mark hjá okkur hefði algjörlega eyðilagt þennan leik fyrir þá og gert þetta auðveldara fyrir okkur. Við áttum möguleika á því strax eftir fimm mínútur þegar Guðjón sleppur einn í gegn,“ sagði Rúnar en KR-ingar fengu heldur betur ástæðu til að fagna í leikslok þrátt fyrir fyrsta tap sumarsins. „Við lítum á þetta sem 3-2 sigur og þetta er ekkert tap. Þetta eru tveir leikir og við stöndum uppi sem sigurvegarar eftir þá. Ég er gríðarlega ánægður með strákana og framlag þeirra þrátt fyrir að maður hefði stundum viljað sjá meiri ró á boltanum og betra spil. Þetta var gríðarlega erfitt og menn þurftu að leggja mikið á sig. Menn uppskáru líka mikla gleði og ánægju í restina,“ segir Rúnar. „Það er algjör snilld að vera áfram í öllum þremur keppnum. Þetta er frábær árangur hjá okkur og það er mikið afrek að slá út þetta sterka lið,“ sagði Rúnar en Zilina hafði komist langt í Evrópukeppninni síðustu tvö tímabil, í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 2009-10 og svo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. „Nú bíður okkar lið sem er ekki eins hátt skrifað og þetta lið sem við vorum að slá út núna. Möguleikarnir eru til staðar en maður þekkir það af eigin reynslu og lið frá Georgíu eru mjög sterk líka,“ segir Rúnar en það er nóg af öðrum leikjum á næstunni. „Nú er það fyrst Breiðablik, svo eigum við heimaleikinn á móti Dinamo Tbilisi og svo förum við á Ísafjörð um verslunarmannahelgina og gleðjum Ísfirðinga. Ég reikna ekki með að leikmenn Bí/Bolungarvíkur séu sáttir með þessi úrslit en því miður fyrir þá þá þurfum við að spila við þá um verslunarmannahelgina,“ sagði Rúnar sem viðurkennir að þetta gríðarlega leikjaálag reyni á hópinn. „Við erum búnir að spila sunnudag-fimmtudag í þrjár til fjórar vikur og það heldur bara næstu þrjár til fjórar vikurnar. Þetta verður erfitt og strembið fyrir okkur en við ræddum um það í dag að okkur langar að spila sem flesta leiki. Okkur langar að ná árangri og það kostar bara þessa vinnu. Menn eru tilbúnir að leggja það á sig en vonandi kemur þetta ekki niður á okkur í deild og bikar því þar viljum við líka ná árangri,“ sagði Rúnar.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira