Pistillinn: Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona skrifar 23. júlí 2011 18:41 Edda Garðarsdóttir ásamt landsliðkonunum Katrínu Jónsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni. Innlendar Pistillinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira