Logi yfir þúsund stiga múrinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2011 07:00 Logi Gunnarsson í miðbæ Sundvall í gær. Mynd/Kristinn Geir Pálsson Logi Gunnarsson var aðalmaðurinn á bak við góðan sigur á Dönum á Norðurlandamótinu á mánudagskvöldið og það var vel við hæfi að hann næði stórum tímamótum á landsliðsferlinum í þessum fyrsta sigri íslenska liðsins undir stjórn Svíans Peters Öqvist. Logi skoraði nefnilega sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið þegar hann gulltryggði sigur Íslands með körfu fjórum sekúndum fyrir leikslok sem kom eftir stoðsendingu frá hinum unga Hauki Helga Pálssyni sem er að spila sína fyrstu landsleiki á NM. Þarna unnu elsti og yngsti leikmaður liðsins vel saman. „Það var mjög mikilvægt að vinna Danina. Þeir hafa oft verið erfiðir og við töpuðum til dæmis fyrir þeim á síðasta Norðurlandamóti í Finnlandi fyrir nokkrum árum. Þeir voru með alla sína bestu menn og þetta var hörkuleikur allan tímann," segir Logi og hann fagnar nýju hlutverki sínu í liðinu. „Ég er ekki orðinn þrítugur en er bæði elstur og leikjahæstur í liðinu. Maður er því kominn í öðruvísi hlutverk og reynir að miðla af reynslunni til yngri leikmanna," sagði Logi sem fannst það góðar fréttir að hann væri búinn að brjóta þúsund stiga múrinn. „Það er gaman að heyra það og það eru víst komin tíu ár sem maður byrjaði. Maður er búinn að vera svolítinn tíma í þessu og vonandi á ég mörg ár eftir," segir Logi í léttum tón. „Maður reynir alltaf að gera allt sem maður getur til þess að spila fyrir Ísland. Ég hef haft mikla ánægju af þessum tíu árum í landsliðinu," segir Logi. Logi lék sína fyrstu landsleiki á Norðurlandamótinu á Íslandi í ágúst 2000 og það var einmitt í sínum þriðja landsleik á móti Dönum sem hann braut fyrst tíu stiga múrinn. Logi skoraði þá 11 stig í sigri á Dönum. Logi hefur mest skorað 30 stig í einum landsleik en það gerði hann í sigri í vináttulandsleik á móti Norðmönnum í DHL-höllinni í maí 2003. Hann hefur tvisvar náð að skora 29 stig í keppnislandsleik, fyrst á móti Slóveníu á EM í Laugardalshöllinni 29. nóvember 2000 og svo í sigri á San Marínó á Smáþjóðaleikunum 1. júní 2001. Logi braut 20 stiga múrinn í fjórtánda sinn á móti Dönum en það var frábær frammistaða hans í lokaleikhlutanum (11 af 24 stigum íslenska liðsins) sem lagði grunninn að sigri íslenska liðsins. Logi tók af skarið á móti Dönum í forföllum Jóns Arnórs Stefánssonar en hann segir að liðið sakni Jóns. „Það var svolítil synd að í eitt af fáu skiptunum sem allir gefa kost á sér þá missum við Jón Arnór í fyrsta leikhluta í fyrsta leik. Við höfum ekki oft átt svona góðan möguleika á að vinna Svíana eins og við áttum núna. Við vorum í jöfnum leik fram í seinni hálfleik og ég held að það sé ekki spurning að ef hann hefði verið með okkur þá hefðum við átt góða möguleika á að vinna Svíana," segir Logi. Logi er ánægður með nýjan þjálfara, Svíann Peter Öqvist. „Mér líst mjög vel á nýja þjálfarann. Hann er mjög skipulagður og við erum að venjast því að vinna eftir hans skipulagi. Það er að verða betra og betra með hverjum leiknum. Þetta lofar mjög góðu," segir Logi og hann talar um að hraður leikstíll liðsins undir hans stjórn henti sér vel en að auðvitað þurfi hann tíma eins og aðrir að venjast nýjum stíl.Nýtt hlutverk Logi er nú elstur og leikreyndasti leikmaður landsliðsins. Fréttablaðið/Kristinn Geir Pálsson„Það er mjög mikilvægt fyrir yngri strákana og fyrir okkur sem lið að fá þetta Norðurlandamót til þess að fá tækifæri til að spila saman. Við erum að taka fyrstu skrefin í undirbúningi fyrir undankeppni Evrópumótsins næsta haust. Svo verður gaman að sjá í framtíðinni hvernig þessi kjarni helst og vonandi helst hann lengi. Við erum samstilltir og þetta er góður hópur," segir Logi en hann er einnig þakklátur þeim Friðriki Inga Rúnarssyni og Sigurði Ingimundarsyni, forverum Peter. „Þeir voru mínir þjálfarar í landsliðinu í tíu ár og hafa hjálpað mér mjög mikið á mínum ferli af því að ég hef fengið að spila svo mikið með landsliðinu. Ég hef komist í atvinnumennskuna í gegnum landsleikina sem ég hef spilað. Ég er þeim því mjög þakklátur að hafa komið mér á framfæri. Það hefur gefið mér mikið í gegnum tíðina að spila með landsliðinu og þess vegna hef ég alltaf gefið kost á mér," segir Logi en það hefur oft haft sín áhrif á atvinnumannsferilinn. „Ég hef í einhver skipti þurft að súpa seyðið af því að vera ekki með í undirbúningstímabilinu hjá mínum liðum en það er ákveðin fórn hjá manni. Það er rosalega gaman að vera í þessum félagsskap og maður er stoltur af því að spila fyrir Ísland. Ég viðurkenni það alveg að það hefur stundum ekki hentað vel að sleppa undirbúningstímabilinu með liðinu til þess að fara að spila landsleiki en ég hef alltaf gert það," segir Logi. Íslenska landsliðið mætir Noregi í lokaleik sínum í dag og tryggir sér bronsið með sigri. „Það verður ekki auðveldur leikur á móti Norðmönnum. Svíarnir voru í erfiðleikum með þá framan af og það má ekkert slaka á. Við verðum að vera mjög vel undirbúnir fyrir þann leik og vinna þá á morgun." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Logi Gunnarsson var aðalmaðurinn á bak við góðan sigur á Dönum á Norðurlandamótinu á mánudagskvöldið og það var vel við hæfi að hann næði stórum tímamótum á landsliðsferlinum í þessum fyrsta sigri íslenska liðsins undir stjórn Svíans Peters Öqvist. Logi skoraði nefnilega sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið þegar hann gulltryggði sigur Íslands með körfu fjórum sekúndum fyrir leikslok sem kom eftir stoðsendingu frá hinum unga Hauki Helga Pálssyni sem er að spila sína fyrstu landsleiki á NM. Þarna unnu elsti og yngsti leikmaður liðsins vel saman. „Það var mjög mikilvægt að vinna Danina. Þeir hafa oft verið erfiðir og við töpuðum til dæmis fyrir þeim á síðasta Norðurlandamóti í Finnlandi fyrir nokkrum árum. Þeir voru með alla sína bestu menn og þetta var hörkuleikur allan tímann," segir Logi og hann fagnar nýju hlutverki sínu í liðinu. „Ég er ekki orðinn þrítugur en er bæði elstur og leikjahæstur í liðinu. Maður er því kominn í öðruvísi hlutverk og reynir að miðla af reynslunni til yngri leikmanna," sagði Logi sem fannst það góðar fréttir að hann væri búinn að brjóta þúsund stiga múrinn. „Það er gaman að heyra það og það eru víst komin tíu ár sem maður byrjaði. Maður er búinn að vera svolítinn tíma í þessu og vonandi á ég mörg ár eftir," segir Logi í léttum tón. „Maður reynir alltaf að gera allt sem maður getur til þess að spila fyrir Ísland. Ég hef haft mikla ánægju af þessum tíu árum í landsliðinu," segir Logi. Logi lék sína fyrstu landsleiki á Norðurlandamótinu á Íslandi í ágúst 2000 og það var einmitt í sínum þriðja landsleik á móti Dönum sem hann braut fyrst tíu stiga múrinn. Logi skoraði þá 11 stig í sigri á Dönum. Logi hefur mest skorað 30 stig í einum landsleik en það gerði hann í sigri í vináttulandsleik á móti Norðmönnum í DHL-höllinni í maí 2003. Hann hefur tvisvar náð að skora 29 stig í keppnislandsleik, fyrst á móti Slóveníu á EM í Laugardalshöllinni 29. nóvember 2000 og svo í sigri á San Marínó á Smáþjóðaleikunum 1. júní 2001. Logi braut 20 stiga múrinn í fjórtánda sinn á móti Dönum en það var frábær frammistaða hans í lokaleikhlutanum (11 af 24 stigum íslenska liðsins) sem lagði grunninn að sigri íslenska liðsins. Logi tók af skarið á móti Dönum í forföllum Jóns Arnórs Stefánssonar en hann segir að liðið sakni Jóns. „Það var svolítil synd að í eitt af fáu skiptunum sem allir gefa kost á sér þá missum við Jón Arnór í fyrsta leikhluta í fyrsta leik. Við höfum ekki oft átt svona góðan möguleika á að vinna Svíana eins og við áttum núna. Við vorum í jöfnum leik fram í seinni hálfleik og ég held að það sé ekki spurning að ef hann hefði verið með okkur þá hefðum við átt góða möguleika á að vinna Svíana," segir Logi. Logi er ánægður með nýjan þjálfara, Svíann Peter Öqvist. „Mér líst mjög vel á nýja þjálfarann. Hann er mjög skipulagður og við erum að venjast því að vinna eftir hans skipulagi. Það er að verða betra og betra með hverjum leiknum. Þetta lofar mjög góðu," segir Logi og hann talar um að hraður leikstíll liðsins undir hans stjórn henti sér vel en að auðvitað þurfi hann tíma eins og aðrir að venjast nýjum stíl.Nýtt hlutverk Logi er nú elstur og leikreyndasti leikmaður landsliðsins. Fréttablaðið/Kristinn Geir Pálsson„Það er mjög mikilvægt fyrir yngri strákana og fyrir okkur sem lið að fá þetta Norðurlandamót til þess að fá tækifæri til að spila saman. Við erum að taka fyrstu skrefin í undirbúningi fyrir undankeppni Evrópumótsins næsta haust. Svo verður gaman að sjá í framtíðinni hvernig þessi kjarni helst og vonandi helst hann lengi. Við erum samstilltir og þetta er góður hópur," segir Logi en hann er einnig þakklátur þeim Friðriki Inga Rúnarssyni og Sigurði Ingimundarsyni, forverum Peter. „Þeir voru mínir þjálfarar í landsliðinu í tíu ár og hafa hjálpað mér mjög mikið á mínum ferli af því að ég hef fengið að spila svo mikið með landsliðinu. Ég hef komist í atvinnumennskuna í gegnum landsleikina sem ég hef spilað. Ég er þeim því mjög þakklátur að hafa komið mér á framfæri. Það hefur gefið mér mikið í gegnum tíðina að spila með landsliðinu og þess vegna hef ég alltaf gefið kost á mér," segir Logi en það hefur oft haft sín áhrif á atvinnumannsferilinn. „Ég hef í einhver skipti þurft að súpa seyðið af því að vera ekki með í undirbúningstímabilinu hjá mínum liðum en það er ákveðin fórn hjá manni. Það er rosalega gaman að vera í þessum félagsskap og maður er stoltur af því að spila fyrir Ísland. Ég viðurkenni það alveg að það hefur stundum ekki hentað vel að sleppa undirbúningstímabilinu með liðinu til þess að fara að spila landsleiki en ég hef alltaf gert það," segir Logi. Íslenska landsliðið mætir Noregi í lokaleik sínum í dag og tryggir sér bronsið með sigri. „Það verður ekki auðveldur leikur á móti Norðmönnum. Svíarnir voru í erfiðleikum með þá framan af og það má ekkert slaka á. Við verðum að vera mjög vel undirbúnir fyrir þann leik og vinna þá á morgun."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira