Nick Heidfeld staðfestur hjá Lotus Renault í stað Kubica 16. febrúar 2011 19:30 Nick Heidfeld er 33 ára gamall. Mynd: Andrew Ferraro/LAT Photographic Þjóðverjinn Nick Heidfeld var staðfestur sem ökumaður Lotus Renault í dag, en hann stóð sig vel á æfingum með liðinu á Jerez brautinni á laugardaginn. Náði besta tíma í brautinni. Heidfeld verður staðgengill Robert Kubica, sem er frá vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins er samkvæmt dagskrá í Barein 13. mars. Heidfeld er 33 ára gamall og einn af reynslumestu ökumönnunum og hefur ræst af stað í 172 mótum síðustu 11 ár. Heidfeld mun aka með Vitaly Petrov hjá Lotus Renault. "Ég hefði viljað koma aftur í Formúlu 1 við aðrar aðstæður, en er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri. Það hefur allt gengið fljótt fyrir sig og ég hef hrifist af því sem ég hef séð varðandi aðbúnað liðsins og starfsandann", sagði Heidfeld í frétt frá Lotus Renault. "Ég naut mín vel á Jerez brautinni í síðustu viku og hef náð góðu sambandi við strákanna sem starfa á brautinni (hjá Lotus Renault). Ég hef góða tilfinningu fyrir bílnum, sem er nýstárlegur. Ég er einbeittur og get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist", sagði Heidfeld. Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Nick Heidfeld var staðfestur sem ökumaður Lotus Renault í dag, en hann stóð sig vel á æfingum með liðinu á Jerez brautinni á laugardaginn. Náði besta tíma í brautinni. Heidfeld verður staðgengill Robert Kubica, sem er frá vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins er samkvæmt dagskrá í Barein 13. mars. Heidfeld er 33 ára gamall og einn af reynslumestu ökumönnunum og hefur ræst af stað í 172 mótum síðustu 11 ár. Heidfeld mun aka með Vitaly Petrov hjá Lotus Renault. "Ég hefði viljað koma aftur í Formúlu 1 við aðrar aðstæður, en er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri. Það hefur allt gengið fljótt fyrir sig og ég hef hrifist af því sem ég hef séð varðandi aðbúnað liðsins og starfsandann", sagði Heidfeld í frétt frá Lotus Renault. "Ég naut mín vel á Jerez brautinni í síðustu viku og hef náð góðu sambandi við strákanna sem starfa á brautinni (hjá Lotus Renault). Ég hef góða tilfinningu fyrir bílnum, sem er nýstárlegur. Ég er einbeittur og get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist", sagði Heidfeld.
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira