Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi 3. ágúst 2011 08:30 Jens Stoltenberg var meðal þeirra sem mættu í útför Monu Abdinur, sem lést í Útey. Mörg fórnarlambanna hafa verið jörðuð undanfarna daga. Nordicphotos/afp Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira