Húsnæðisskortur ríkir á Tálknafirði 3. ágúst 2011 09:30 Tálknfirðingar þurfa nú að grípa til einhverra aðgerða svo að þeir komi vinnuafli sínu undir þak. Svo eru þeir að vinna að því að koma sér upp heitavatnskyndingu í stað rafmagnskyndingar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. Að sögn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur oddvita hyggst hreppurinn bregðast við þessu með því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa íbúðir fyrir aldraða á Tálknafirði. „Við teljum að ef eldra fólk geti hugsað sér að flytja í slíkar íbúðir þá sé sú leið betri fyrir okkur til að létta á þessu, frekar en að fara að byggja íbúðarhús,“ segir hún. Aðeins eitt íbúðarhús hefur verið reist á Tálknafirði frá aldamótum. Hún segir enn fremur að mest sé eftirspurnin eftir leiguhúsnæði enda vilji fólk fyrst leigja áður en það festi kaup á húsnæði. Næg atvinna er á Tálknafirði en Eyrún Ingibjörg segist þó undrast, í ljósi þess atvinnuleysis sem ríkir í landinu, að Íslendingar skuli ekki hafa sótt um né spurst fyrir um vinnu í fiskvinnslu á staðnum. „Það er eins og það hvarfli ekki að Íslendingum að fara að vinna í fiski en ég er nú þeirrar skoðunar að það sé alltaf betra fyrir sálartetrið að hafa atvinnu en að sitja heima við,“ segir hún. Það kemur þó ekki að sök fyrir fiskvinnslu á staðnum því Pólverjar sækjast eftir þessum störfum. Eins hefur orðið mikil ásókn í sjóstangveiði á Tálknafirði og sagði Finnur Jónsson, stjórnarformaður Sumarbyggðar, í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að um helmings aukning hefði orðið á komu ferðamanna þangað miðað við árið í fyrra. Eyrún Ingibjörg segir að stundum hafi verið erfitt að koma öllu ferðamönnunum á svæðið. „Það sem háir okkur hér á sunnanverðum Vestfjörðum er að okkur vantar lengri flugbraut en Fokkerinn getur ekki lent á flugbrautinni á Bíldudal fulllestaður. Við höfum því þurft að leita til Flugfélagsins Ernis til að koma öllum ferðamönnunum á svæðið en það hafa reynst okkur mjög vel í gegnum tíðina,“ segir hún. Þar að auki stendur fyrir dyrum að bora eftir heitu vatni á Tálknafirði nú á haustdögum en eins og gengur á Vestfjörðum verða Tálknafirðingar að láta sér nægja rafmagnskyndingu. Eyrún segir það því mikið hagræði ef hægt verði að leysa hana af hólmi með heitavatnskyndingu. jse@frettabladid.is Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. Að sögn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur oddvita hyggst hreppurinn bregðast við þessu með því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa íbúðir fyrir aldraða á Tálknafirði. „Við teljum að ef eldra fólk geti hugsað sér að flytja í slíkar íbúðir þá sé sú leið betri fyrir okkur til að létta á þessu, frekar en að fara að byggja íbúðarhús,“ segir hún. Aðeins eitt íbúðarhús hefur verið reist á Tálknafirði frá aldamótum. Hún segir enn fremur að mest sé eftirspurnin eftir leiguhúsnæði enda vilji fólk fyrst leigja áður en það festi kaup á húsnæði. Næg atvinna er á Tálknafirði en Eyrún Ingibjörg segist þó undrast, í ljósi þess atvinnuleysis sem ríkir í landinu, að Íslendingar skuli ekki hafa sótt um né spurst fyrir um vinnu í fiskvinnslu á staðnum. „Það er eins og það hvarfli ekki að Íslendingum að fara að vinna í fiski en ég er nú þeirrar skoðunar að það sé alltaf betra fyrir sálartetrið að hafa atvinnu en að sitja heima við,“ segir hún. Það kemur þó ekki að sök fyrir fiskvinnslu á staðnum því Pólverjar sækjast eftir þessum störfum. Eins hefur orðið mikil ásókn í sjóstangveiði á Tálknafirði og sagði Finnur Jónsson, stjórnarformaður Sumarbyggðar, í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að um helmings aukning hefði orðið á komu ferðamanna þangað miðað við árið í fyrra. Eyrún Ingibjörg segir að stundum hafi verið erfitt að koma öllu ferðamönnunum á svæðið. „Það sem háir okkur hér á sunnanverðum Vestfjörðum er að okkur vantar lengri flugbraut en Fokkerinn getur ekki lent á flugbrautinni á Bíldudal fulllestaður. Við höfum því þurft að leita til Flugfélagsins Ernis til að koma öllum ferðamönnunum á svæðið en það hafa reynst okkur mjög vel í gegnum tíðina,“ segir hún. Þar að auki stendur fyrir dyrum að bora eftir heitu vatni á Tálknafirði nú á haustdögum en eins og gengur á Vestfjörðum verða Tálknafirðingar að láta sér nægja rafmagnskyndingu. Eyrún segir það því mikið hagræði ef hægt verði að leysa hana af hólmi með heitavatnskyndingu. jse@frettabladid.is
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda