Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara.
Helgi Magnús er 46 ára og hefur veitt efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra forstöðu frá árinu 2007 en hefur verið í leyfi frá þeim störfum síðan haustið 2010, þegar hann var kosinn varasaksóknari Alþingis í málarekstrinum gegn Geir H. Haarde.
- sh