Gylfi Þór: Líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2011 10:00 Gylfi Þór er að jafna sig á hnémeiðslum þessa dagana. Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“ Þýski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“
Þýski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira