Hugmyndafræðileg forsjárhyggja Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2011 13:30 Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og Fords. Hann var refur og talinn mun valdameiri en almennt gengur um utanríkisráðherra. Forsetarnir hunsuðu sjaldan tillögur Kissingers en það var ekki endilega vegna þess hve þær voru skynsamlegar. Áður en forsetinn tók ákvörðun skilaði Kissinger til hans minnisblaði þar sem mögulegar aðgerðir voru tíundaðar. Kissinger sleppti hins vegar ákveðnum staðreyndum úr minnisblöðunum sem gerði það að verkum að ein aðgerð leit yfirleitt betur út en hinar. Aðgerðin sem Kissinger mælti síðar með. Það var ekki augljóst, enda Kissinger lúmskur, en með því að velja þær staðreyndir sem komu inn á borð til forsetans gat Kissinger í raun ráðið ákvörðun hans. Það er gömul saga og ný að það sem ekki er sagt skiptir jafn miklu máli og það sem er sagt. Þegar færð eru rök fyrir afstöðu til að sannfæra er nefnilega yfirleitt sniðugt að nefna kostina við afstöðuna en sleppa göllunum. Vandinn er að slíkur málflutningur er í eðli sínu óheiðarlegur. Skákborð lífsins er ekki svart og hvítt. Það er til að mynda óþolandi þegar stjórnmálamenn eða álitsgjafar halda lof- eða skammarræðu um nokkuð jafn flókið og fyrirkomulag peningamála án þess að minnast orði á mótrökin. Um flesta hluti gildir að bera þarf saman kosti og galla áður en hægt er að komast að niðurstöðu. Vegna gildismats geta tveir einstaklingar þar að auki komist að gjörólíkri niðurstöðu út frá sömu forsendum. Með því að hylja aðra hliðina er sá sem talar í raun að móta afstöðu þeirra sem hlusta með falsi. Hægt er að kalla slíka hegðun hugmyndafræðilega forsjárhyggju því sá sem talar þykist þess umkominn að taka ákvörðun fyrir alla hina. Hugmyndafræðileg forsjárhyggja leynist því miður víða í íslenskri stjórnmálaumræðu. Nærtækasta dæmið er sennilega sú algenga skoðun að fráleitt sé að eiga í aðildarviðræðum við ESB enda ekkert þangað að sækja. Það er vitaskuld fráleitt að gefa landsmönnum tækifæri til að segja sitt um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu með skýrum valkostum. Hvatning mín er því þessi: Leyfum þeim sem svona tala ekki að komast upp með það. Bendum á hina huldu hlið þegar hún kemur ekki fram. Biðjum um kostina þegar einungis gallarnir eru taldir upp og öfugt. Treystum fólki til að ákveða sig sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og Fords. Hann var refur og talinn mun valdameiri en almennt gengur um utanríkisráðherra. Forsetarnir hunsuðu sjaldan tillögur Kissingers en það var ekki endilega vegna þess hve þær voru skynsamlegar. Áður en forsetinn tók ákvörðun skilaði Kissinger til hans minnisblaði þar sem mögulegar aðgerðir voru tíundaðar. Kissinger sleppti hins vegar ákveðnum staðreyndum úr minnisblöðunum sem gerði það að verkum að ein aðgerð leit yfirleitt betur út en hinar. Aðgerðin sem Kissinger mælti síðar með. Það var ekki augljóst, enda Kissinger lúmskur, en með því að velja þær staðreyndir sem komu inn á borð til forsetans gat Kissinger í raun ráðið ákvörðun hans. Það er gömul saga og ný að það sem ekki er sagt skiptir jafn miklu máli og það sem er sagt. Þegar færð eru rök fyrir afstöðu til að sannfæra er nefnilega yfirleitt sniðugt að nefna kostina við afstöðuna en sleppa göllunum. Vandinn er að slíkur málflutningur er í eðli sínu óheiðarlegur. Skákborð lífsins er ekki svart og hvítt. Það er til að mynda óþolandi þegar stjórnmálamenn eða álitsgjafar halda lof- eða skammarræðu um nokkuð jafn flókið og fyrirkomulag peningamála án þess að minnast orði á mótrökin. Um flesta hluti gildir að bera þarf saman kosti og galla áður en hægt er að komast að niðurstöðu. Vegna gildismats geta tveir einstaklingar þar að auki komist að gjörólíkri niðurstöðu út frá sömu forsendum. Með því að hylja aðra hliðina er sá sem talar í raun að móta afstöðu þeirra sem hlusta með falsi. Hægt er að kalla slíka hegðun hugmyndafræðilega forsjárhyggju því sá sem talar þykist þess umkominn að taka ákvörðun fyrir alla hina. Hugmyndafræðileg forsjárhyggja leynist því miður víða í íslenskri stjórnmálaumræðu. Nærtækasta dæmið er sennilega sú algenga skoðun að fráleitt sé að eiga í aðildarviðræðum við ESB enda ekkert þangað að sækja. Það er vitaskuld fráleitt að gefa landsmönnum tækifæri til að segja sitt um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu með skýrum valkostum. Hvatning mín er því þessi: Leyfum þeim sem svona tala ekki að komast upp með það. Bendum á hina huldu hlið þegar hún kemur ekki fram. Biðjum um kostina þegar einungis gallarnir eru taldir upp og öfugt. Treystum fólki til að ákveða sig sjálft.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun