Helga Margrét: Fer bara í réttirnar í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana. „Ég býst við því að ég keppi ekkert meira í sumar. Maður tekur þá pásuna aðeins fyrr og byrjar bara undirbúningstímabilið aftur. Maður verður bara að taka þessu," segir Helga Margrét og bætir við: „Þetta er svolítið sem ég hef glímt við lengi. Ég get hlaupið upp að 80 prósentum en um leið og maður ætlar að fara að taka eitthvað meira á en það þá segir allt bara stopp," lýsir Helga Margrét en hún varð að hætta keppni á EM 22 ára á dögunum. „Ég er ekki verri núna en ég var fyrir þrautina á Evrópumeistaramótinu. Ég get æft og ég get keppt upp að vissu marki. Ég hef engan áhuga á því að halda þannig áfram og ég ætla bara að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég þarf að vera mjög dugleg í öllum þessum endurhæfingaræfingum og í því að styrkja vöðvana í kring. Ég vona að ég geti byrjað hægt og rólega og reynt að fara svo alltaf hraðar og hraðar," segir Helga en hún segir ómögulegt að setja einhver tímamörk á það hvenær hún verður orðin hundrað prósent. „Það jákvæðasta sem ég sé við þetta er að ég geti farið í réttirnar í sveitinni í staðinn fyrir að vera í Kóreu þó að það sé ekki óskastaða. Ég var alveg búin að búa mig undir það að missa af réttunum þetta árið og fannst það bara fínt svo lengi sem ég væri í Kóreu," segir Helga. „Það kemur HM eftir þetta HM og það tekur mörg ár að byggja upp. Þó að það gangi ekki upp á næsta ári eða þarnæsta ári þá gildir bara að halda ótrauð áfram og láta engan bilbug á sér finna." Innlendar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana. „Ég býst við því að ég keppi ekkert meira í sumar. Maður tekur þá pásuna aðeins fyrr og byrjar bara undirbúningstímabilið aftur. Maður verður bara að taka þessu," segir Helga Margrét og bætir við: „Þetta er svolítið sem ég hef glímt við lengi. Ég get hlaupið upp að 80 prósentum en um leið og maður ætlar að fara að taka eitthvað meira á en það þá segir allt bara stopp," lýsir Helga Margrét en hún varð að hætta keppni á EM 22 ára á dögunum. „Ég er ekki verri núna en ég var fyrir þrautina á Evrópumeistaramótinu. Ég get æft og ég get keppt upp að vissu marki. Ég hef engan áhuga á því að halda þannig áfram og ég ætla bara að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég þarf að vera mjög dugleg í öllum þessum endurhæfingaræfingum og í því að styrkja vöðvana í kring. Ég vona að ég geti byrjað hægt og rólega og reynt að fara svo alltaf hraðar og hraðar," segir Helga en hún segir ómögulegt að setja einhver tímamörk á það hvenær hún verður orðin hundrað prósent. „Það jákvæðasta sem ég sé við þetta er að ég geti farið í réttirnar í sveitinni í staðinn fyrir að vera í Kóreu þó að það sé ekki óskastaða. Ég var alveg búin að búa mig undir það að missa af réttunum þetta árið og fannst það bara fínt svo lengi sem ég væri í Kóreu," segir Helga. „Það kemur HM eftir þetta HM og það tekur mörg ár að byggja upp. Þó að það gangi ekki upp á næsta ári eða þarnæsta ári þá gildir bara að halda ótrauð áfram og láta engan bilbug á sér finna."
Innlendar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira