Þægileg og grípandi lög Trausti Júlíusson skrifar 10. ágúst 2011 13:00 Jón Jónsson. Mjög hæfileikaríkur tónlistarmaður. Tónlist. Wait For Fate. Jón Jónsson. Wait for Fate er fyrsta plata Hafnfirðingsins Jóns Jónssonar, en hann er eldri bróðir Friðriks Dórs sem vakti mikla athygli fyrir sína frumsmíð á síðasta ári. Jón semur sjálfur flest lög og texta á plötunni og syngur og spilar á kassagítar. Hægri hönd hans er upptökustjórinn og hljómborðsleikarinn Kristján Sturla Bjarnason. Auk þeirra spila nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar á Wait for Fate og Anna María Björnsdóttir syngur bakraddir. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er hvað þetta er allt faglega unnið. Jón kann greinilega að semja melódísk og grípandi lög. Hann er ágætis söngvari. Hljómurinn er góður og útsetningar og hljóðfæraleikur eru vel af hendi leyst. Það er ekkert skrítið að a.m.k. fjögur laganna á Wait for Fate hafi notið vinsælda á öldum ljósvakans. Það fer ekkert á milli mála að Jón Jónsson er mjög hæfileikaríkur og Wait for Fate er að mörgu leyti vel heppnaður frumburður. Þetta er ekki bara einhver Jón Jónsson úti í bæ. Tónlistin er þægilegt popp sem minnir stundum á poppljúflinga eins og Jack Johnson eða John Mayer. Og það er einmitt þar sem veikleiki Wait for Fate liggur. Tónlistin er of lík svo mörgu sem maður hefur heyrt áður. Þó að hann sé efnilegur þá vantar Jón Jónsson meiri karakter. Niðurstaða: Grípandi og þægileg frumsmíð. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Wait For Fate. Jón Jónsson. Wait for Fate er fyrsta plata Hafnfirðingsins Jóns Jónssonar, en hann er eldri bróðir Friðriks Dórs sem vakti mikla athygli fyrir sína frumsmíð á síðasta ári. Jón semur sjálfur flest lög og texta á plötunni og syngur og spilar á kassagítar. Hægri hönd hans er upptökustjórinn og hljómborðsleikarinn Kristján Sturla Bjarnason. Auk þeirra spila nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar á Wait for Fate og Anna María Björnsdóttir syngur bakraddir. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er hvað þetta er allt faglega unnið. Jón kann greinilega að semja melódísk og grípandi lög. Hann er ágætis söngvari. Hljómurinn er góður og útsetningar og hljóðfæraleikur eru vel af hendi leyst. Það er ekkert skrítið að a.m.k. fjögur laganna á Wait for Fate hafi notið vinsælda á öldum ljósvakans. Það fer ekkert á milli mála að Jón Jónsson er mjög hæfileikaríkur og Wait for Fate er að mörgu leyti vel heppnaður frumburður. Þetta er ekki bara einhver Jón Jónsson úti í bæ. Tónlistin er þægilegt popp sem minnir stundum á poppljúflinga eins og Jack Johnson eða John Mayer. Og það er einmitt þar sem veikleiki Wait for Fate liggur. Tónlistin er of lík svo mörgu sem maður hefur heyrt áður. Þó að hann sé efnilegur þá vantar Jón Jónsson meiri karakter. Niðurstaða: Grípandi og þægileg frumsmíð.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira