Skemmtilegur textahöfundur Trausti Júlíusson skrifar 15. ágúst 2011 11:00 Skúli mennski - Búgí! Tónlist. Búgí! Skúli mennski. Skúli mennski er listamannsnafn Ísfirðingsins Skúla Þórðarsonar. Búgí! er önnur platan hans, en sú fyrsta kom út í fyrra. Það er hljómsveitin Grjót sem sér um undirleikinn með hjálp blásara og bakraddasöngvara, en Skúli sjálfur syngur ásamt Þórunni Önnu Kristjánsdóttur. Aðal styrkur Búgí felst í skemmtilegum textum. Skúli deilir með okkur mjög húmorískri sýn á tilveruna. Ástin er oft viðfangsefnið, séð með karlkyns augum, en ekki alltaf. Einn besti textinn er Ég hlusta (á vínylplöturnar hans pabba) sem dregur upp skemmtilega mynd af fráskildum pabba sem er fluttur með gömlu plöturnar sínar í pínu kompu úti í bæ þar sem hann „situr stjarfur í eina stólnum sem hann á og drekkur af stút" á meðan sonurinn hlustar á vínylplötunar hans. Þessi lína kom manni til að brosa: „Ég hlusta á Bubba og Bó/og HLH…" Skúli er ekkert stórskáld, en þó að textarnir séu frekar einfaldir þá eru þeir vel skrifaðir og fullir af lúmskum húmor. Tónlistin er skemmtilega útfærð. Lögin eru að mestu byggð á margnotuðum slögurum, gömlu rokki, búgí og ryþmablús. Lagahöfunda er ekki getið (einhvern tímann voru það nú lágmarksupplýsingar!), en maður hefur oft áður heyrt lög eins og Leggir, Ball, Sökudólgabúgí og Aldrei aftur heim. Lögin eru skemmtilega útsett og flutt. Þetta er mátulega hrátt til þess að það virki með textunum sem Skúli syngur vel og í karakter. Bakraddirnar setja líka skemmtilegan svip á útkomuna og blásararnir auka á fjölbreytnina. Á heildina litið er þetta skemmtileg plata sem sérstaklega er hægt að mæla með fyrir þá sem hafa gaman af góðum íslenskum textum. Niðurstaða: Vel útfærð tónlist og flottir textar. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Búgí! Skúli mennski. Skúli mennski er listamannsnafn Ísfirðingsins Skúla Þórðarsonar. Búgí! er önnur platan hans, en sú fyrsta kom út í fyrra. Það er hljómsveitin Grjót sem sér um undirleikinn með hjálp blásara og bakraddasöngvara, en Skúli sjálfur syngur ásamt Þórunni Önnu Kristjánsdóttur. Aðal styrkur Búgí felst í skemmtilegum textum. Skúli deilir með okkur mjög húmorískri sýn á tilveruna. Ástin er oft viðfangsefnið, séð með karlkyns augum, en ekki alltaf. Einn besti textinn er Ég hlusta (á vínylplöturnar hans pabba) sem dregur upp skemmtilega mynd af fráskildum pabba sem er fluttur með gömlu plöturnar sínar í pínu kompu úti í bæ þar sem hann „situr stjarfur í eina stólnum sem hann á og drekkur af stút" á meðan sonurinn hlustar á vínylplötunar hans. Þessi lína kom manni til að brosa: „Ég hlusta á Bubba og Bó/og HLH…" Skúli er ekkert stórskáld, en þó að textarnir séu frekar einfaldir þá eru þeir vel skrifaðir og fullir af lúmskum húmor. Tónlistin er skemmtilega útfærð. Lögin eru að mestu byggð á margnotuðum slögurum, gömlu rokki, búgí og ryþmablús. Lagahöfunda er ekki getið (einhvern tímann voru það nú lágmarksupplýsingar!), en maður hefur oft áður heyrt lög eins og Leggir, Ball, Sökudólgabúgí og Aldrei aftur heim. Lögin eru skemmtilega útsett og flutt. Þetta er mátulega hrátt til þess að það virki með textunum sem Skúli syngur vel og í karakter. Bakraddirnar setja líka skemmtilegan svip á útkomuna og blásararnir auka á fjölbreytnina. Á heildina litið er þetta skemmtileg plata sem sérstaklega er hægt að mæla með fyrir þá sem hafa gaman af góðum íslenskum textum. Niðurstaða: Vel útfærð tónlist og flottir textar.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira