Möffins-ógnin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. ágúst 2011 06:00 Eins og meðalmennskan er nú útbreidd hér á landi og sýnist stundum allsráðandi þá má það merkilegt heita að það er stundum eins og vanti alveg meðalhóf í íslenskt samfélag, eitthvert milliregistur sem er að finna meðal fjölmennari þjóða en á erfitt uppdráttar hér: einhverja skynsemi. Íslendingum er stjórnað af fólki sem bannar kökubasara. Það gerðist í sumar að nokkrar konur á Akureyri hugðust efna til samkeppni um það hver bakaði bestu möffins-kökurnar. Voru konur hvattar til að senda inn muffur til að velja úr og átti síðan að setja þær á basar þar sem þær skyldu seldar við vægu verði. Allt átti þetta skemmtilega framtak að verða til þess að styrkja eitthvert gott málefni þar nyrðra. Ónei! Engan svona möffins-ósóma – hér var ógn sem þurfti snarlega að bægja frá ef ekki átti illa að fara. Heilbrigðisyfirvöld bönnuðu stranglega að seld væru matvæli sem ekki væru framleidd í sérstökum og vottuðum eldhúsum með sérstökum og vottuðum búnaði og þegar reynt var að tala við talsmann Heilbrigðiseftirlits Norðurlands svaraði hann fimlega með lagaspeki og tilvísunum í paragröf, og gott ef hann vísaði ekki til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem jafnan reynist óbrigðult ráð fyrir lögfræðinga í vandræðum. Heimabökuð vandræðiNú er það kunnara en frá þurfi að segja að þótt svo ólíklega kunni að fara að Íslendingar gangi einhvern tímann í Evrópusambandið þá mun að minnsta kosti Jón Bjarnason ekki fylgja með í þann félagsskap – né hans ráðuneyti heldur munu þeir eflaust flýja til fjalla og stunda þaðan skæruhernað. Óneitanlega hvarflar að manni að þessi ósveigjanlega og fáránlega regla um kökubasara í höfuðstað Norðurlands kunni að vera runnin undan rifjum manna í landbúnaðarráðuneyti til þess að telja þjóðinni trú um að svona sé nú einu sinni reglufarganið sem fylgi Evrópusambandinu. En það er sem sé ekki svo. G. Pétur Matthíasson, fyrrum fréttamaður á sjónvarpinu, tók sig til og grennslaðist einfaldlega fyrir um þetta og þá kom hið rétta á daginn, í ESB eru engar slíkar reglur – það eru íslenskir reglumenn sem banna kökukeppni, muffusölu á vegum góðgerðarfélaga, vöffluát utan heimilis, basara þar sem boðið er upp á eitthvað að snæða. Fólk sem hefur komið til Evrópu þekkir líka þá miklu hefð sem þar er fyrir ómiðstýrðri framleiðslu á mat þar sem aldagamlar staðbundnar hefðir í matargerð fá að njóta sín. Því er ekki að heilsa hér á landi. Hér má ekki framleiða ost nema samkvæmt réttilega útfylltum og "vottuðum" aðferðum. Ekki má prófa sig áfram með og framleiða til sölu mat nema að undangenginni smásmugulegri rannsókn þar sem gengið er út frá því sem gefnu að viðkomandi hyggist byrla almenningi ólyfjan. Á meðan förum við um landið og snæðum smurolíuborgara og kjúklingabita sem bragðast eins og djúpsteiktur pappi. Það er gott að bannaÍslendingum er stjórnað af fólki sem bannar kökubasara. Hvers vegna? Það er náttúrlega hugsanlegt að það sé af ótta við sjúkdóma og sýkla því að sóðaskapur sé hér landlægur í eldhúsum landsmanna og almennt miklu meiri en tíðkast meðal þjóða á meginlandi Evrópu. Það kann að vera runnið undan rifjum þeirra sem vilja telja okkur trú um að við fáum öll gin- og klaufaveiki ef leyft verður að flytja inn kjöt frá útlöndum. Það kann líka að hugsast að bannið sé til komið vegna óttablandinnar virðingar embættismanna í Gin- og Klaufaráðuneytinu fyrir þeim lagabókstaf sem þeim er gert að starfa eftir og daglegs ótta við að aðhafast eitthvað sem kunni að fara í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Svo má líka vera að það sé hreinlega gaman að banna, sé maður á annað borð í aðstöðu til þess. Þá finnur maður vald sitt. Þá ræður maður. Ekki er gott að segja. Hitt stendur eftir, að þetta bann við möffinsbakstri til að selja á basar er eitt af þessum íslenskum skringibönnum sem heimsfræg hafa orðið: í flokki með bjórbanninu og hundabanninu sem heimurinn er enn að tala um. Hingað mun þyrpast fólk til að sjá með eigin augum þjóðina sem bannar kökubasara, hunda og bjór. Það er sem sé stundum eins og vanti hér eitthvert meðalhóf. Það skal ýmist alfrjálst eða alkúgað. Við bjuggum hér við heimsmet í bankafrelsi um hríð, sem fólst í því að bankastjórar máttu búa til peninga að vild – og greiða sér í laun meiripartinn af því – en á meðan er fólki bannað að selja vöfflur til styrktar fyrir sjötta flokk í blaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Eins og meðalmennskan er nú útbreidd hér á landi og sýnist stundum allsráðandi þá má það merkilegt heita að það er stundum eins og vanti alveg meðalhóf í íslenskt samfélag, eitthvert milliregistur sem er að finna meðal fjölmennari þjóða en á erfitt uppdráttar hér: einhverja skynsemi. Íslendingum er stjórnað af fólki sem bannar kökubasara. Það gerðist í sumar að nokkrar konur á Akureyri hugðust efna til samkeppni um það hver bakaði bestu möffins-kökurnar. Voru konur hvattar til að senda inn muffur til að velja úr og átti síðan að setja þær á basar þar sem þær skyldu seldar við vægu verði. Allt átti þetta skemmtilega framtak að verða til þess að styrkja eitthvert gott málefni þar nyrðra. Ónei! Engan svona möffins-ósóma – hér var ógn sem þurfti snarlega að bægja frá ef ekki átti illa að fara. Heilbrigðisyfirvöld bönnuðu stranglega að seld væru matvæli sem ekki væru framleidd í sérstökum og vottuðum eldhúsum með sérstökum og vottuðum búnaði og þegar reynt var að tala við talsmann Heilbrigðiseftirlits Norðurlands svaraði hann fimlega með lagaspeki og tilvísunum í paragröf, og gott ef hann vísaði ekki til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem jafnan reynist óbrigðult ráð fyrir lögfræðinga í vandræðum. Heimabökuð vandræðiNú er það kunnara en frá þurfi að segja að þótt svo ólíklega kunni að fara að Íslendingar gangi einhvern tímann í Evrópusambandið þá mun að minnsta kosti Jón Bjarnason ekki fylgja með í þann félagsskap – né hans ráðuneyti heldur munu þeir eflaust flýja til fjalla og stunda þaðan skæruhernað. Óneitanlega hvarflar að manni að þessi ósveigjanlega og fáránlega regla um kökubasara í höfuðstað Norðurlands kunni að vera runnin undan rifjum manna í landbúnaðarráðuneyti til þess að telja þjóðinni trú um að svona sé nú einu sinni reglufarganið sem fylgi Evrópusambandinu. En það er sem sé ekki svo. G. Pétur Matthíasson, fyrrum fréttamaður á sjónvarpinu, tók sig til og grennslaðist einfaldlega fyrir um þetta og þá kom hið rétta á daginn, í ESB eru engar slíkar reglur – það eru íslenskir reglumenn sem banna kökukeppni, muffusölu á vegum góðgerðarfélaga, vöffluát utan heimilis, basara þar sem boðið er upp á eitthvað að snæða. Fólk sem hefur komið til Evrópu þekkir líka þá miklu hefð sem þar er fyrir ómiðstýrðri framleiðslu á mat þar sem aldagamlar staðbundnar hefðir í matargerð fá að njóta sín. Því er ekki að heilsa hér á landi. Hér má ekki framleiða ost nema samkvæmt réttilega útfylltum og "vottuðum" aðferðum. Ekki má prófa sig áfram með og framleiða til sölu mat nema að undangenginni smásmugulegri rannsókn þar sem gengið er út frá því sem gefnu að viðkomandi hyggist byrla almenningi ólyfjan. Á meðan förum við um landið og snæðum smurolíuborgara og kjúklingabita sem bragðast eins og djúpsteiktur pappi. Það er gott að bannaÍslendingum er stjórnað af fólki sem bannar kökubasara. Hvers vegna? Það er náttúrlega hugsanlegt að það sé af ótta við sjúkdóma og sýkla því að sóðaskapur sé hér landlægur í eldhúsum landsmanna og almennt miklu meiri en tíðkast meðal þjóða á meginlandi Evrópu. Það kann að vera runnið undan rifjum þeirra sem vilja telja okkur trú um að við fáum öll gin- og klaufaveiki ef leyft verður að flytja inn kjöt frá útlöndum. Það kann líka að hugsast að bannið sé til komið vegna óttablandinnar virðingar embættismanna í Gin- og Klaufaráðuneytinu fyrir þeim lagabókstaf sem þeim er gert að starfa eftir og daglegs ótta við að aðhafast eitthvað sem kunni að fara í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Svo má líka vera að það sé hreinlega gaman að banna, sé maður á annað borð í aðstöðu til þess. Þá finnur maður vald sitt. Þá ræður maður. Ekki er gott að segja. Hitt stendur eftir, að þetta bann við möffinsbakstri til að selja á basar er eitt af þessum íslenskum skringibönnum sem heimsfræg hafa orðið: í flokki með bjórbanninu og hundabanninu sem heimurinn er enn að tala um. Hingað mun þyrpast fólk til að sjá með eigin augum þjóðina sem bannar kökubasara, hunda og bjór. Það er sem sé stundum eins og vanti hér eitthvert meðalhóf. Það skal ýmist alfrjálst eða alkúgað. Við bjuggum hér við heimsmet í bankafrelsi um hríð, sem fólst í því að bankastjórar máttu búa til peninga að vild – og greiða sér í laun meiripartinn af því – en á meðan er fólki bannað að selja vöfflur til styrktar fyrir sjötta flokk í blaki.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun