Óvænta kreppuráðið Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Er hægt að stunda ókeypis sport þar sem hverjum og einum er frjálst að gera nákvæmlega eftir eigin getu og fá um leið dagsskammt af nauðsynlegu, fersku lofti? Svarið er já. Einn fjölmennasti íþróttaviðburður ársins opnar iðulega augu ótal margra. Svo var raunin með sjálfa mig. Ég hafði áður borið óttablandna virðingu fyrir liðinu sem varla varð þverfótað fyrir á göngustígunum fyrir Reykjavíkurmaraþonið og velt því fyrir mér hvort það að hlaupa væri eitthvað fyrir mig. Hvort ég ætti kannski að taka bara þátt í þessu blessaða hlaupi sem var fram undan? Hlaut það ekki að segja manni eitthvað að á hverju ári ykist aðsóknin – var þar með ekki augljóslega eitthvað fútt í þessu? Ég viðurkenni þó að innst inni óttaðist ég ofurhressu hlaupagarpana í sínum spandex-göllum, léttfættir og rauðir í kinnum. Yrðu þeir þarna í þúsundatali, yrði þetta gjörsamlega yfirþyrmandi – myndi ég drukkna í spandex? Kæmist ég yfirhöfuð alla leið? Við ákváðum á endanum að hætta þessu rugli og slógum til þrjú úr fjölskyldunni. Það sem byrjaði sem nokkurs konar grín og hálfgert kreppuráð (dýrt að fara í hefðbundna líkamsrækt/rándýrt að sækja námskeið) endaði með allsherjar uppgötvun: Það er einfaldlega frábært að stunda hreyfingu dagsins úti við en vera ekki inni, til dæmis á loftlausri líkamsræktarstöð. Það er frábært að láta hugann reika meðan hlaupið er og safna sér saman eftir daginn, koma endurnærð inn úr súrefninu en ekki með snert af hausverk eftir sveitt loft, hávaða og yfirþyrmandi magn af sjónvarpsskjáum upp um alla veggi. Og þá á alveg eftir að nefna hvað það er einfalt að fara út að hlaupa (þ.e. þegar maður er búinn að koma sér upp því sem þarf: Kaupa sér hlaupaskó – sem óneitanlega er stofnkostnaður): Bara að láta sig detta út úr dyrunum heima hjá sér. Talandi um að spara tíma… Á Íslandi úir og grúir af alls kyns almenningshlaupum sem hægt er að taka þátt í. Það hafði ég ekki græna glóru um áður. Þau sem komist hafa á bragðið í Reykjavíkurmaraþoninu geta með öðrum orðum skemmt sér við að skrá sig í margvísleg hlaup. Það getur skapað stemningu og haldið fólki við efnið. Síðan er ágætt að muna að markmiðið þarf síður en svo að vera afrekshlaup – það er líka hægt að fara út að hlaupa bara af því að það er gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Er hægt að stunda ókeypis sport þar sem hverjum og einum er frjálst að gera nákvæmlega eftir eigin getu og fá um leið dagsskammt af nauðsynlegu, fersku lofti? Svarið er já. Einn fjölmennasti íþróttaviðburður ársins opnar iðulega augu ótal margra. Svo var raunin með sjálfa mig. Ég hafði áður borið óttablandna virðingu fyrir liðinu sem varla varð þverfótað fyrir á göngustígunum fyrir Reykjavíkurmaraþonið og velt því fyrir mér hvort það að hlaupa væri eitthvað fyrir mig. Hvort ég ætti kannski að taka bara þátt í þessu blessaða hlaupi sem var fram undan? Hlaut það ekki að segja manni eitthvað að á hverju ári ykist aðsóknin – var þar með ekki augljóslega eitthvað fútt í þessu? Ég viðurkenni þó að innst inni óttaðist ég ofurhressu hlaupagarpana í sínum spandex-göllum, léttfættir og rauðir í kinnum. Yrðu þeir þarna í þúsundatali, yrði þetta gjörsamlega yfirþyrmandi – myndi ég drukkna í spandex? Kæmist ég yfirhöfuð alla leið? Við ákváðum á endanum að hætta þessu rugli og slógum til þrjú úr fjölskyldunni. Það sem byrjaði sem nokkurs konar grín og hálfgert kreppuráð (dýrt að fara í hefðbundna líkamsrækt/rándýrt að sækja námskeið) endaði með allsherjar uppgötvun: Það er einfaldlega frábært að stunda hreyfingu dagsins úti við en vera ekki inni, til dæmis á loftlausri líkamsræktarstöð. Það er frábært að láta hugann reika meðan hlaupið er og safna sér saman eftir daginn, koma endurnærð inn úr súrefninu en ekki með snert af hausverk eftir sveitt loft, hávaða og yfirþyrmandi magn af sjónvarpsskjáum upp um alla veggi. Og þá á alveg eftir að nefna hvað það er einfalt að fara út að hlaupa (þ.e. þegar maður er búinn að koma sér upp því sem þarf: Kaupa sér hlaupaskó – sem óneitanlega er stofnkostnaður): Bara að láta sig detta út úr dyrunum heima hjá sér. Talandi um að spara tíma… Á Íslandi úir og grúir af alls kyns almenningshlaupum sem hægt er að taka þátt í. Það hafði ég ekki græna glóru um áður. Þau sem komist hafa á bragðið í Reykjavíkurmaraþoninu geta með öðrum orðum skemmt sér við að skrá sig í margvísleg hlaup. Það getur skapað stemningu og haldið fólki við efnið. Síðan er ágætt að muna að markmiðið þarf síður en svo að vera afrekshlaup – það er líka hægt að fara út að hlaupa bara af því að það er gaman.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun