Manchester og Hafnarfjörður Trausti Júlíusson skrifar 27. ágúst 2011 11:00 Ruddinn - I Need A Vacation. Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum. Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum.
Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira