Kominn tími á erlendan þjálfara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2011 08:00 Bjarni Jóhannsson gerði ÍBV tvisvar að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum. Fylkir varð bikarmeistari undir hans stjórn auk þess sem hann kom Breiðabliki og Stjörnunni upp í efstu deild. Mynd/Daníel Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu. Bjarni Jóhannsson hefur verið lengur en tvævetur í boltanum og komið víða við. Hann fór með Stjörnuna upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili með liðið 2008 og hefur fest liðið í sessi í efstu deild. Leiðin að árangrinum hefur verið sóknarknattspyrna. Hægir og kraftlausir menn enda bara í utandeildinni„Það eru ábyggilega fá lið sem hafa komið upp með svoleiðis krafti því yfirleitt hafa nýliðar í gegnum tíðina lagst í vörn og stólað á að fá á sig fá mörk og halda þannig sæti sínu í deildinni. Þannig hefur það þó ekki verið í Stjörnunni," segir Bjarni. Hann segir það mannskapnum sem hann hafi í höndunum að þakka að hann þori að blása til sóknar. „Það er bara sálin í þessum drengjum. Meira að segja varnarmennirnir eru sóknarhugsandi og tímasetningin er líka þrælgóð því fótboltinn er að breytast mikið. Þeir sem hafa ekki hraða og kraft fram á við enda bara í utandeildinni." Undanfarin tvö tímabil hefur Stjarnan raðað inn mörkunum en einnig fengið haug af mörkum á sig. Breyting hefur orðið á því í sumar, ekki í markaskorun en í fjölda marka sem liðið hefur fengið á sig. Bjarni segir nokkrar ástæður fyrir því. „Varnarleikur manna framarlega á vellinum hefur gengið betur, pressan hefur tekist oftar. Svo eru þessir strákar árunum eldri og við erum tilbúnari í þennan líkamlega leik. Svo hefur liðið þroskast þokkalega og við erum betri í að halda bolta. Við töpum boltanum sjaldnar." Bæta þarf aðstöðuna í GarðabæFramtíðin virðist björt hjá Garðbæingum. Bjarni segir yngri flokka Stjörnunnar meðal þeirra bestu á landinu, karlaliðið hafi fest sig í sessi í efstu deild og kvennaliðið sé fremst meðal jafningja. Yngri flokkarnir eigi góðar fyrirmyndir og nú þurfi allir að leggjast á eitt og byggja á því góða. Aðstaða knattspyrnufólks í Garðabænum sé hins vegar stórt vandamál. „Það eru um sex hundruð iðkendur í fótboltanum og aðalvöllur félagsins er einnig aðalæfingavöllur félagsins á árs grundvelli. Það þarf að verða algjör bylting í aðstöðumálum hér í Garðabæ ef menn ætla að halda þessum dampi og taka skrefið fram á við," segir Bjarni. Garðabær gefi sig út fyrir að vera mikill íþróttabær og stjórnmálamenn hafi gefið út að menn eigi að fá að æfa við bestu aðstæður. „Nýjasta dæmið um það er bygging fimleikahallarinnar sem er á heimsmælikvarða. Það er ekki hægt að gera upp á milli íþróttagreina. Það verða allar íþróttagreinar að fá það besta og þannig eiga menn að hugsa hér í Garðabænum. Næsta skref er auðvitað bylting í aðstöðumálum fyrir knattspyrnuna." Ráða á erlendan landsliðsþjálfaraKSÍ hefur gefið út að samningur Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara verði ekki endurnýjaður. Bjarni segir nálægðina á Íslandi hafa slæm áhrif á umgjörð íslenska landsliðsins. „Ég hef horft upp á eina fjóra eða fimm Íslendinga hálshöggna út af lélegum árangri. Það er alltaf auðveldast að reka þjálfarann en ég tel að stærstum hluta þjálfarann ekki mesta vandamálið. Tengslin milli KSÍ og stóru félaganna hér á landi eru sterk og starfsfólkið í kringum landsliðið alltof tengt félögunum," segir Bjarni. Hann segir tengslin gera það að verkum að upp komi viðkvæm og óþægileg mál sem hafi klárlega áhrif á val á leikmönnum í landsliðið. Bjarni, sem var aðstoðarmaður Eyjólfs Sverrissonar á tíma hans með landsliðið, segist myndu taka við starfinu yrði leitað til hans. Hann er þó á þeirri skoðun að tímabært sé að leita út fyrir landsteinana. „Við eigum hiklaust, með fullri virðingu fyrir mér og öðrum kollegum mínum á Íslandi, að ráða erlendan þjálfara og hrista almennilega upp í þessu. Knattspyrnusambandið verður að taka gjörsamlega nýjan kúrs í umgjörð landsliðsins og allri hugmyndafræði frá a til ö." Bjarni segir KSÍ ekki geta borið fyrir sig peningaskort þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. „Mér er sama hvað það kostar. Ef menn telja sig ekki hafa efni á því þá búa þeir til nefnd sem nær í þessa peninga til þess að hafa ofan í sig og á. Það verður að lyfta grettistaki í málum landsliðsins." Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu. Bjarni Jóhannsson hefur verið lengur en tvævetur í boltanum og komið víða við. Hann fór með Stjörnuna upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili með liðið 2008 og hefur fest liðið í sessi í efstu deild. Leiðin að árangrinum hefur verið sóknarknattspyrna. Hægir og kraftlausir menn enda bara í utandeildinni„Það eru ábyggilega fá lið sem hafa komið upp með svoleiðis krafti því yfirleitt hafa nýliðar í gegnum tíðina lagst í vörn og stólað á að fá á sig fá mörk og halda þannig sæti sínu í deildinni. Þannig hefur það þó ekki verið í Stjörnunni," segir Bjarni. Hann segir það mannskapnum sem hann hafi í höndunum að þakka að hann þori að blása til sóknar. „Það er bara sálin í þessum drengjum. Meira að segja varnarmennirnir eru sóknarhugsandi og tímasetningin er líka þrælgóð því fótboltinn er að breytast mikið. Þeir sem hafa ekki hraða og kraft fram á við enda bara í utandeildinni." Undanfarin tvö tímabil hefur Stjarnan raðað inn mörkunum en einnig fengið haug af mörkum á sig. Breyting hefur orðið á því í sumar, ekki í markaskorun en í fjölda marka sem liðið hefur fengið á sig. Bjarni segir nokkrar ástæður fyrir því. „Varnarleikur manna framarlega á vellinum hefur gengið betur, pressan hefur tekist oftar. Svo eru þessir strákar árunum eldri og við erum tilbúnari í þennan líkamlega leik. Svo hefur liðið þroskast þokkalega og við erum betri í að halda bolta. Við töpum boltanum sjaldnar." Bæta þarf aðstöðuna í GarðabæFramtíðin virðist björt hjá Garðbæingum. Bjarni segir yngri flokka Stjörnunnar meðal þeirra bestu á landinu, karlaliðið hafi fest sig í sessi í efstu deild og kvennaliðið sé fremst meðal jafningja. Yngri flokkarnir eigi góðar fyrirmyndir og nú þurfi allir að leggjast á eitt og byggja á því góða. Aðstaða knattspyrnufólks í Garðabænum sé hins vegar stórt vandamál. „Það eru um sex hundruð iðkendur í fótboltanum og aðalvöllur félagsins er einnig aðalæfingavöllur félagsins á árs grundvelli. Það þarf að verða algjör bylting í aðstöðumálum hér í Garðabæ ef menn ætla að halda þessum dampi og taka skrefið fram á við," segir Bjarni. Garðabær gefi sig út fyrir að vera mikill íþróttabær og stjórnmálamenn hafi gefið út að menn eigi að fá að æfa við bestu aðstæður. „Nýjasta dæmið um það er bygging fimleikahallarinnar sem er á heimsmælikvarða. Það er ekki hægt að gera upp á milli íþróttagreina. Það verða allar íþróttagreinar að fá það besta og þannig eiga menn að hugsa hér í Garðabænum. Næsta skref er auðvitað bylting í aðstöðumálum fyrir knattspyrnuna." Ráða á erlendan landsliðsþjálfaraKSÍ hefur gefið út að samningur Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara verði ekki endurnýjaður. Bjarni segir nálægðina á Íslandi hafa slæm áhrif á umgjörð íslenska landsliðsins. „Ég hef horft upp á eina fjóra eða fimm Íslendinga hálshöggna út af lélegum árangri. Það er alltaf auðveldast að reka þjálfarann en ég tel að stærstum hluta þjálfarann ekki mesta vandamálið. Tengslin milli KSÍ og stóru félaganna hér á landi eru sterk og starfsfólkið í kringum landsliðið alltof tengt félögunum," segir Bjarni. Hann segir tengslin gera það að verkum að upp komi viðkvæm og óþægileg mál sem hafi klárlega áhrif á val á leikmönnum í landsliðið. Bjarni, sem var aðstoðarmaður Eyjólfs Sverrissonar á tíma hans með landsliðið, segist myndu taka við starfinu yrði leitað til hans. Hann er þó á þeirri skoðun að tímabært sé að leita út fyrir landsteinana. „Við eigum hiklaust, með fullri virðingu fyrir mér og öðrum kollegum mínum á Íslandi, að ráða erlendan þjálfara og hrista almennilega upp í þessu. Knattspyrnusambandið verður að taka gjörsamlega nýjan kúrs í umgjörð landsliðsins og allri hugmyndafræði frá a til ö." Bjarni segir KSÍ ekki geta borið fyrir sig peningaskort þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. „Mér er sama hvað það kostar. Ef menn telja sig ekki hafa efni á því þá búa þeir til nefnd sem nær í þessa peninga til þess að hafa ofan í sig og á. Það verður að lyfta grettistaki í málum landsliðsins."
Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn