Meiri steypa? Sighvatur Björgvinsson skrifar 1. september 2011 06:00 Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna viðfangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir tilstilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélagið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfsfólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangsefna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Húsnæðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús. Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátæknisjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall og um sumt úreltur búnaður t.d. til geislalækninga, rannsókna og skoðana hangir nánast saman fyrir vana, engir fjármunir fást til eðlilegs viðhalds og enn síður til endurnýjunar. Þar sem treysta verður á gjafir utan úr bæ til kaupa á ódýrari „hátæknibúnaði“ (sic!) eins og sjónvarpsskjáum, ómskoðunartækjum – já jafnvel borðum og stólum til þess að sitja á eða rúmum til þess að hvílast í! Þar sem tugum sjúkrarúma, jafnvel heilu deildunum á Landspítalanum, þarf að loka ýmist tímabundið eða til langframa vegna þess að ekki eru til fjármunir til þess að borga starfsfólki laun? Í landi þar sem sérfræðingar, jafnvel í grunnþjónustugreinum hefðbundins spítalareksturs, fást ekki lengur til starfa og þeir, sem fengist hafa, eru margir hverjir sagðir vera á förum? Í borg þar sem ekki hefur verið hægt að tryggja allt að þriðjungi borgarbúa grunnþjónustu heimilislæknis? Ætlar þetta ríki að fara að kaupa steinsteypu fyrir hið minnsta fjörutíu þúsund milljónir króna til þess að byggja hátæknisjúkrahús? Umgjörð úr steinsteypu – utan um hvað? Íslendingar virðast vilja leysa öll sín vandamál með því að kaupa steypu. Í ríki þar sem ekki eru til nokkrar milljónir króna til þess að tryggja rekstur eins framhaldsskóla eru vandamál menningar og mennta leyst með því að kaupa svo mikið af steinsteypu á hafnarbakkann í Reykjavík að hið opinbera þarf að skuldbinda sig til langrar framtíðar um 800 milljónir króna á ári til byggingarinnar – og er þá sjálfur reksturinn eftir. Þetta stórvirki segir blaðamaður Observer vera verðugan minnisvarða um óráðsíu Íslendinga fyrir hrun og líkir því við 60 tommu skjá í hjólhýsi. Stór hluti byggingarkostnaðarins var þó fenginn að láni frá erlendum bönkum og hvarf í djúpið með gjaldþroti lántakans, hins stórhuga fyrirtækis framkvæmdaaðilans íslenska. Þriðjungur „Hörpu“ gefinn af Deutsche Bank! Enginn útlendur banki mun fást til þess að endurtaka þann leik við byggingu „hátæknisjúkrahússins“. Þann kostnað allan verðum við sjálf því að borga. Þann minnisvarða um að hrunið breytti engu á Íslandi munum við því reisa ein og óstudd. Tveir 60 tommu flatskjáir í einu og sama hjólhýsinu! Sama stillimyndin í báðum! Sagt hefur verið að alla þessa steinsteypu eigi að kaupa til þess að skapa byggingamönnum atvinnu. Hátæknisjúkrahús á því ekki að reisa sem umgjörð um hátækniþjónustu við sjúklinga – þjónustu, sem naumast er til – heldur til þess að leysa atvinnuvanda byggingamanna. Þeirra hinna sömu og byggðu allan þann fjölda íbúða, sem nú standa auðar í Reykjavík og nágrenni og bíða eftir því að þörf verði fyrir þær. Þeirra hinna sömu og skráðir eru á atvinnuleysisskrá en ekki hefur samt tekist að fá til starfa við þær framkvæmdir sem þó er verið að sinna – jafnvel þó ítrekað sé eftir því leitað. Mörg og brýn verkefni bíða úrlausnar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það eina, sem þar alls ekki vantar, er meiri steypa. Betur færi á því að gera heldur eitthvað í málum þeirrar steinsteypu, sem þar er að grotna niður. Að byggja Potemkin-tjöld upp á fjörutíu þúsund milljónir króna utan um þjónustu, sem sum hver er ekki til en önnur gæti vel hætt að vera til ef svo heldur fram sem horfir, er dýr skemmtun. Skemmtun við hæfi Hörpu – óupplýstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna viðfangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir tilstilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélagið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfsfólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangsefna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Húsnæðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús. Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátæknisjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall og um sumt úreltur búnaður t.d. til geislalækninga, rannsókna og skoðana hangir nánast saman fyrir vana, engir fjármunir fást til eðlilegs viðhalds og enn síður til endurnýjunar. Þar sem treysta verður á gjafir utan úr bæ til kaupa á ódýrari „hátæknibúnaði“ (sic!) eins og sjónvarpsskjáum, ómskoðunartækjum – já jafnvel borðum og stólum til þess að sitja á eða rúmum til þess að hvílast í! Þar sem tugum sjúkrarúma, jafnvel heilu deildunum á Landspítalanum, þarf að loka ýmist tímabundið eða til langframa vegna þess að ekki eru til fjármunir til þess að borga starfsfólki laun? Í landi þar sem sérfræðingar, jafnvel í grunnþjónustugreinum hefðbundins spítalareksturs, fást ekki lengur til starfa og þeir, sem fengist hafa, eru margir hverjir sagðir vera á förum? Í borg þar sem ekki hefur verið hægt að tryggja allt að þriðjungi borgarbúa grunnþjónustu heimilislæknis? Ætlar þetta ríki að fara að kaupa steinsteypu fyrir hið minnsta fjörutíu þúsund milljónir króna til þess að byggja hátæknisjúkrahús? Umgjörð úr steinsteypu – utan um hvað? Íslendingar virðast vilja leysa öll sín vandamál með því að kaupa steypu. Í ríki þar sem ekki eru til nokkrar milljónir króna til þess að tryggja rekstur eins framhaldsskóla eru vandamál menningar og mennta leyst með því að kaupa svo mikið af steinsteypu á hafnarbakkann í Reykjavík að hið opinbera þarf að skuldbinda sig til langrar framtíðar um 800 milljónir króna á ári til byggingarinnar – og er þá sjálfur reksturinn eftir. Þetta stórvirki segir blaðamaður Observer vera verðugan minnisvarða um óráðsíu Íslendinga fyrir hrun og líkir því við 60 tommu skjá í hjólhýsi. Stór hluti byggingarkostnaðarins var þó fenginn að láni frá erlendum bönkum og hvarf í djúpið með gjaldþroti lántakans, hins stórhuga fyrirtækis framkvæmdaaðilans íslenska. Þriðjungur „Hörpu“ gefinn af Deutsche Bank! Enginn útlendur banki mun fást til þess að endurtaka þann leik við byggingu „hátæknisjúkrahússins“. Þann kostnað allan verðum við sjálf því að borga. Þann minnisvarða um að hrunið breytti engu á Íslandi munum við því reisa ein og óstudd. Tveir 60 tommu flatskjáir í einu og sama hjólhýsinu! Sama stillimyndin í báðum! Sagt hefur verið að alla þessa steinsteypu eigi að kaupa til þess að skapa byggingamönnum atvinnu. Hátæknisjúkrahús á því ekki að reisa sem umgjörð um hátækniþjónustu við sjúklinga – þjónustu, sem naumast er til – heldur til þess að leysa atvinnuvanda byggingamanna. Þeirra hinna sömu og byggðu allan þann fjölda íbúða, sem nú standa auðar í Reykjavík og nágrenni og bíða eftir því að þörf verði fyrir þær. Þeirra hinna sömu og skráðir eru á atvinnuleysisskrá en ekki hefur samt tekist að fá til starfa við þær framkvæmdir sem þó er verið að sinna – jafnvel þó ítrekað sé eftir því leitað. Mörg og brýn verkefni bíða úrlausnar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það eina, sem þar alls ekki vantar, er meiri steypa. Betur færi á því að gera heldur eitthvað í málum þeirrar steinsteypu, sem þar er að grotna niður. Að byggja Potemkin-tjöld upp á fjörutíu þúsund milljónir króna utan um þjónustu, sem sum hver er ekki til en önnur gæti vel hætt að vera til ef svo heldur fram sem horfir, er dýr skemmtun. Skemmtun við hæfi Hörpu – óupplýstrar.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun