Bauðstu góðan daginn? Marta María Friðriksdóttir skrifar 2. september 2011 06:00 Góðan daginn–dagurinn var í Reykjavík í gær. Þetta vissi ég ekki fyrr en langt var liðið á dag. Þá rakst ég óvart á myndband af borgarstjóra með risanef bjóða okkur góðan daginn. Í myndbandinu óskar hann okkur til hamingju með daginn og hálfpartinn stærir sig af því hversu vel tókst til í fyrra. Góðan daginn–dagurinn er enda algjörlega uppfinning borgarstjóra okkar og í slúðurmola sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. júní á síðasta ári kemur fram að Jón Gnarr hafi tekið við sem borgarstjóri daginn áður og hafi flutt af því tilefni tímamótaræðu í borgarstjórn. Hann sagðist meðal annars vilja hafa svokallaðan “góðann daginn–dag” árlega þar sem borgarbúar myndu bjóða hver öðrum góðan daginn og brosa. Góðan daginn–dagurinn var sem sagt haldinn hátíðlegur í annað sinn í gær. Ég uppgötvaði ekki hvaða “merkisdagur” var fyrr en seint og síðar meir. Það er svo sem eftir öðrum vinnubrögðum þessarar borgarstjórnar, mikilvægir atburðir falla í skugga skrípaláta. Meira hefur farið fyrir fréttum af ýmsum uppátækjum og skrýtnum viðburðum sem meirihluti borgarstjórnar hefur staðið fyrir heldur en raunverulegum afrekum. Ég hef til dæmis tekið eftir fréttum af borgarstjóra okkar koma fram klæddur eins og kona, umræðu um ísbjörn í Húsdýragarðinn og læknisferð borgarstjóra eftir húðflúrun skjaldamerkis Reykjavíkur á framhandlegginn. Hvar voru hins vegar frásagnir og efnislegar umræður um þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í febrúar síðastliðnum, mánuðinum þegar átti að skila henni? Meirihluti borgarstjórnar hefur reyndar útskýrt þessa hálfs árs töf á þann hátt að flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til borgar og óvissa um fjármögnun á málaflokknum sé um að kenna. Borgarmálin, borgarstjórinn og besti flokkurinn voru meðal annars umræðuefni mín og vinkonu minnar þegar við hittumst í okkar mánaðarlegu kaffihúsaferð um daginn. Henni verður að orði að það sé nú alla vega ágætt að það séu bara tvö ár eftir af kjörtímabilinu. Ég leit undrandi á hana og segi: “Tvö ár? Meinarðu ekki tæp þrjú ár?” Hún áttaði sig strax á mistökunum. Leikaraskapur og skrípalæti eru góð tilbreyting í stjórnmálunum við og við. Kosningabaráttan á síðasta ári var til að mynda ágætis skemmtun og góðan daginn–deginum fylgir jákvæður boðskaður en þrátt fyrir uppátækin verður líka að huga að alvarlegri málum. Þangað til borgarstjóri ákveður að takast á við erfiðari málin tel ég niður dagana til næstu kosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun
Góðan daginn–dagurinn var í Reykjavík í gær. Þetta vissi ég ekki fyrr en langt var liðið á dag. Þá rakst ég óvart á myndband af borgarstjóra með risanef bjóða okkur góðan daginn. Í myndbandinu óskar hann okkur til hamingju með daginn og hálfpartinn stærir sig af því hversu vel tókst til í fyrra. Góðan daginn–dagurinn er enda algjörlega uppfinning borgarstjóra okkar og í slúðurmola sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. júní á síðasta ári kemur fram að Jón Gnarr hafi tekið við sem borgarstjóri daginn áður og hafi flutt af því tilefni tímamótaræðu í borgarstjórn. Hann sagðist meðal annars vilja hafa svokallaðan “góðann daginn–dag” árlega þar sem borgarbúar myndu bjóða hver öðrum góðan daginn og brosa. Góðan daginn–dagurinn var sem sagt haldinn hátíðlegur í annað sinn í gær. Ég uppgötvaði ekki hvaða “merkisdagur” var fyrr en seint og síðar meir. Það er svo sem eftir öðrum vinnubrögðum þessarar borgarstjórnar, mikilvægir atburðir falla í skugga skrípaláta. Meira hefur farið fyrir fréttum af ýmsum uppátækjum og skrýtnum viðburðum sem meirihluti borgarstjórnar hefur staðið fyrir heldur en raunverulegum afrekum. Ég hef til dæmis tekið eftir fréttum af borgarstjóra okkar koma fram klæddur eins og kona, umræðu um ísbjörn í Húsdýragarðinn og læknisferð borgarstjóra eftir húðflúrun skjaldamerkis Reykjavíkur á framhandlegginn. Hvar voru hins vegar frásagnir og efnislegar umræður um þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í febrúar síðastliðnum, mánuðinum þegar átti að skila henni? Meirihluti borgarstjórnar hefur reyndar útskýrt þessa hálfs árs töf á þann hátt að flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til borgar og óvissa um fjármögnun á málaflokknum sé um að kenna. Borgarmálin, borgarstjórinn og besti flokkurinn voru meðal annars umræðuefni mín og vinkonu minnar þegar við hittumst í okkar mánaðarlegu kaffihúsaferð um daginn. Henni verður að orði að það sé nú alla vega ágætt að það séu bara tvö ár eftir af kjörtímabilinu. Ég leit undrandi á hana og segi: “Tvö ár? Meinarðu ekki tæp þrjú ár?” Hún áttaði sig strax á mistökunum. Leikaraskapur og skrípalæti eru góð tilbreyting í stjórnmálunum við og við. Kosningabaráttan á síðasta ári var til að mynda ágætis skemmtun og góðan daginn–deginum fylgir jákvæður boðskaður en þrátt fyrir uppátækin verður líka að huga að alvarlegri málum. Þangað til borgarstjóri ákveður að takast á við erfiðari málin tel ég niður dagana til næstu kosninga.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun