Gunnar Nelson er að undirbúa sig fyrir sterkasta glímumót heims Kristján Hjálmarsson skrifar 3. september 2011 06:30 Tveir keppa í glímu án galla þar til annar nær að yfirbuga andstæðinginn með lás eða hengingartaki og þvingar hann til uppgjafar. Mynd/Stefán Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur. Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur.
Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira