Minna er meira Trausti Júlíusson skrifar 14. september 2011 10:00 Tónlist. We Sink. Sóley. Sóley Stefánsdóttir er hljómborðsleikari í hljómsveitunum Seabear og Sin Fang. Í fyrra steig hún fram sem sólólistamaður þegar hún sendi frá sér EP-plötuna Theater Island sem vakti mikla og verðskuldaða athygli. Á henni voru sex píanódrifin, róleg og stemningsfull lög. Nú er fyrsta platan hennar í fullri lengd komin út. Hún heitir We Sink og er gefin út af Kimi Records á Íslandi, en þýska fyrirtækið Morr Music gefur hana út á alþjóðamarkaði og dreifir henni út um allan heim. Þegar þetta er skrifað er Sóley á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu. Það eru þrettán lög á plötunni, tíu ný lög og þrjú sem voru á Theater Island. We Sink er í sama anda og fyrri platan, en lögin eru fjölbreytilegri. Eitt af einkennum We Sink er mínímalískar útsetningar. Söngurinn er mjög framarlega í mixinu, en á bak við hann er gjarnan píanóleikur, hljómborð, raddir, stundum smá gítar og bassi eða önnur hljóðfæri og svo mjög útpældur ásláttur sem er ólíkur á milli laga. Sums staðar er þetta lófaklapp eða hikandi rafbank, en annars staðar heilt trommusett og svo allt þar á milli. Eins og fyrr segir eru útsetningarnar misjafnar frá einu lagi til þess næsta. Í laginu Bad Dream er til dæmis eingöngu smá gítarundirleikur. Einkenni flestra útsetninganna er ákveðin naumhyggja. Hér sannast að stundum er minna meira. Margar lagasmíðanna á We Sink eru melódískar og grípandi og textarnir eru skemmtilegir. Sóley semur öll lög og texta. Hún syngur og spilar á flest hljóðfærin og tekur plötuna upp ásamt Sindra Má Sigfússyni, Héðni Finnssyni og Birgi Jóni Birgissyni. Nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar koma við sögu. Öll vinnsla plötunnar; söngur, spilamennska og hljómur eru til fyrirmyndar. Það eru mörg frábær lög á We Sink þar á meðal má nefna I'll Drown, Smashed Birds, Kill the Clown, Pretty Face, And Leave og svo hið magnaða Theater Island. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á lagið Theater Island sem aðdáandi Sóleyjar setti inn á YouTube. We Sink er á heildina litið mjög góð plata. Sóleyju hefur tekist að búa til einstaka stemningu sem heldur þessari annars fjölbreyttu plötu saman. Theater Island EP platan gaf fögur fyrirheit og We Sink stendur við þau að fullu. Niðurstaða: Melódísk og grípandi lög og einfaldar en hugmyndaríkar útsetningar einkenna þessa frábæru fyrstu plötu Sóleyjar í fullri lengd. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. We Sink. Sóley. Sóley Stefánsdóttir er hljómborðsleikari í hljómsveitunum Seabear og Sin Fang. Í fyrra steig hún fram sem sólólistamaður þegar hún sendi frá sér EP-plötuna Theater Island sem vakti mikla og verðskuldaða athygli. Á henni voru sex píanódrifin, róleg og stemningsfull lög. Nú er fyrsta platan hennar í fullri lengd komin út. Hún heitir We Sink og er gefin út af Kimi Records á Íslandi, en þýska fyrirtækið Morr Music gefur hana út á alþjóðamarkaði og dreifir henni út um allan heim. Þegar þetta er skrifað er Sóley á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu. Það eru þrettán lög á plötunni, tíu ný lög og þrjú sem voru á Theater Island. We Sink er í sama anda og fyrri platan, en lögin eru fjölbreytilegri. Eitt af einkennum We Sink er mínímalískar útsetningar. Söngurinn er mjög framarlega í mixinu, en á bak við hann er gjarnan píanóleikur, hljómborð, raddir, stundum smá gítar og bassi eða önnur hljóðfæri og svo mjög útpældur ásláttur sem er ólíkur á milli laga. Sums staðar er þetta lófaklapp eða hikandi rafbank, en annars staðar heilt trommusett og svo allt þar á milli. Eins og fyrr segir eru útsetningarnar misjafnar frá einu lagi til þess næsta. Í laginu Bad Dream er til dæmis eingöngu smá gítarundirleikur. Einkenni flestra útsetninganna er ákveðin naumhyggja. Hér sannast að stundum er minna meira. Margar lagasmíðanna á We Sink eru melódískar og grípandi og textarnir eru skemmtilegir. Sóley semur öll lög og texta. Hún syngur og spilar á flest hljóðfærin og tekur plötuna upp ásamt Sindra Má Sigfússyni, Héðni Finnssyni og Birgi Jóni Birgissyni. Nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar koma við sögu. Öll vinnsla plötunnar; söngur, spilamennska og hljómur eru til fyrirmyndar. Það eru mörg frábær lög á We Sink þar á meðal má nefna I'll Drown, Smashed Birds, Kill the Clown, Pretty Face, And Leave og svo hið magnaða Theater Island. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á lagið Theater Island sem aðdáandi Sóleyjar setti inn á YouTube. We Sink er á heildina litið mjög góð plata. Sóleyju hefur tekist að búa til einstaka stemningu sem heldur þessari annars fjölbreyttu plötu saman. Theater Island EP platan gaf fögur fyrirheit og We Sink stendur við þau að fullu. Niðurstaða: Melódísk og grípandi lög og einfaldar en hugmyndaríkar útsetningar einkenna þessa frábæru fyrstu plötu Sóleyjar í fullri lengd.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira