Ben Stiller endurgerir sígilda kvikmynd á Íslandi 16. september 2011 07:00 Leitaði á Seltjarnarnesi Ben Stiller gerði sér ferð út á Seltjarnarnes og skoðaði þar Plútóbrekkuna frægu í von um að finna hentugan tökustað. Hann hefur í hyggju að endurgera kvikmynd hér á landi.NordicPhotos/Getty Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira