Að meta víðerni Árni Páll Árnason skrifar 16. september 2011 06:00 Kaupsamningur kínversks athafnamanns, Huangs Nobu, við hluta eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum hefur orðið mörgum umfjöllunarefni á undanförnum vikum. Þar vill hann skapa aðstöðu fyrir gesti til að kynnast fásinninu og hinu stórbrotna og hrjúfa landslagi sem staðurinn býður upp á. Einn angi þessa máls hefur lítið verið ræddur. Hann er sá að með kauptilboðinu hefur myndast vísir að verði á þeim víðernum sem Ísland hefur að geyma. Hingað til hefur verð á bújörðum að mestu endurspeglað afrakstursgetu jarðanna í þágu landbúnaðar. Verð jarða á svæðum í námunda við höfuðborgina hefur þó spennst upp á undanförnum árum vegna áhuga betur stæðra einstaklinga – innlendra og erlendra – á að eiga jarðnæði sér til hugarhægðar og skemmtunar. Verð á ósnortnum víðernum hefur hins vegar í engu breyst og er lítið sem ekkert. Fyrir vikið hefur verðmæti náttúrunnar – heiða, hrauns og sanda – verið skipulega vanmetið. Vegagerðin hefur litlar áhyggjur þurft að hafa af því að spilla ósnortnu landi undir vegstæði, því verðmæti þess hefur verið lítið þegar komið hefur til eignarnáms. Í mati á umhverfisáhrifum stórframkvæmda hefur verðmæti víðerna, útsýnis og landslagsheilda verið vanmetið, á meðan efnahagslegur ávinningur af framkvæmd í þágu orkusölu hefur verið augljós og óumdeildur. Fyrir vikið hallar alltaf á náttúruna í mati á því hvort stórframkvæmdir sem kalla á miklar fórnir ósnortinna víðerna séu réttlætanlegar. Vilji Huangs Nobu til að kaupa gagnslítil víðerni háu verði er því sérstakt ánægjuefni fyrir þau okkar sem höfum viljað að menn tækju tillit til mikilvægis auðnanna og víðernanna við mat á arðsemi stórframkvæmda og mun, ef af samningum verður, draga úr ágengni framkvæmdaaðila gagnvart víðernum í framtíðinni. Og kannski er það eftir öðru að það þyrfti útlending til að hjálpa Íslendingum að meta til sannvirðis víðerni í náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Kaupsamningur kínversks athafnamanns, Huangs Nobu, við hluta eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum hefur orðið mörgum umfjöllunarefni á undanförnum vikum. Þar vill hann skapa aðstöðu fyrir gesti til að kynnast fásinninu og hinu stórbrotna og hrjúfa landslagi sem staðurinn býður upp á. Einn angi þessa máls hefur lítið verið ræddur. Hann er sá að með kauptilboðinu hefur myndast vísir að verði á þeim víðernum sem Ísland hefur að geyma. Hingað til hefur verð á bújörðum að mestu endurspeglað afrakstursgetu jarðanna í þágu landbúnaðar. Verð jarða á svæðum í námunda við höfuðborgina hefur þó spennst upp á undanförnum árum vegna áhuga betur stæðra einstaklinga – innlendra og erlendra – á að eiga jarðnæði sér til hugarhægðar og skemmtunar. Verð á ósnortnum víðernum hefur hins vegar í engu breyst og er lítið sem ekkert. Fyrir vikið hefur verðmæti náttúrunnar – heiða, hrauns og sanda – verið skipulega vanmetið. Vegagerðin hefur litlar áhyggjur þurft að hafa af því að spilla ósnortnu landi undir vegstæði, því verðmæti þess hefur verið lítið þegar komið hefur til eignarnáms. Í mati á umhverfisáhrifum stórframkvæmda hefur verðmæti víðerna, útsýnis og landslagsheilda verið vanmetið, á meðan efnahagslegur ávinningur af framkvæmd í þágu orkusölu hefur verið augljós og óumdeildur. Fyrir vikið hallar alltaf á náttúruna í mati á því hvort stórframkvæmdir sem kalla á miklar fórnir ósnortinna víðerna séu réttlætanlegar. Vilji Huangs Nobu til að kaupa gagnslítil víðerni háu verði er því sérstakt ánægjuefni fyrir þau okkar sem höfum viljað að menn tækju tillit til mikilvægis auðnanna og víðernanna við mat á arðsemi stórframkvæmda og mun, ef af samningum verður, draga úr ágengni framkvæmdaaðila gagnvart víðernum í framtíðinni. Og kannski er það eftir öðru að það þyrfti útlending til að hjálpa Íslendingum að meta til sannvirðis víðerni í náttúru Íslands.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun