Sorgir og sigrar gröns-goðsagna Freyr Bjarnason skrifar 23. september 2011 15:00 Bíó. Twenty Pearl Jam. Háskólabíó 20. september. Háskólabíó var yfirfullt af íslenskum grönsurum og Pearl Jam-aðdáendum á þriðjudagskvöld þegar heimildarmyndin Twenty var þar sýnd í fyrsta og eina skiptið. Blandað var saman myndefni frá tuttugu ára ferli sveitarinnar, þar á meðal tónleikaupptökum og viðtölum við hljómsveitarmeðlimi. Pearl Jam var stofnuð af fyrrverandi meðlimum Mother Love Bone. Sú sveit hætti eftir fráfall söngvarans Andrews Wood en hinn feimni Eddie Vedder, plagaður af föðurmissi, hljóp í skarðið og meistaraverkið Ten varð að veruleika. Sorginni í kringum dauða Woods og undrasnöggum uppgangi Pearl Jam innan grönssenunnar í Seattle voru gerð góð skil í fyrri hluta myndarinnar, sem var töluvert skemmtilegri en sá síðari. Seinni parturinn var fínn en snerist um ráðsettu rokkarana í Pearl Jam, baráttu þeirra við Ticketmaster, harmleikinn á Hróarskelduhátíðinni og hvernig þeir reyndu að draga sig út úr sviðsljósinu og gera hlutina á eigin forsendum án nokkurra málamiðlana. Hápunktur síðari hlutans og kannski myndarinnar var tilfinningaríkur og snilldarlega samanklipptur „samsöngur" Vedders og Woods í Crown of Thorns, lagi Mother Love Bone. Wood var einn af mörgum grönsurum sem urðu fíkninni að bráð langt fyrir aldur fram á meðan Vedder hefur, þrátt fyrir lífshættulega klifurtilburði sína á tónleikum, staðið allt af sér og stendur nú uppi sem einn virtasti rokksöngvari samtímans.Freyr Bjarnason Niðurstaða:Áhugaverð og vel gerð heimildarmynd um sorgir og sigra merkrar rokksveitar. Tengdar fréttir Magni táraðist á Twenty Aðdáendur Pearl Jam flykktust í Háskólabíó á þriðjudagskvöld til að sjá heimildarmyndina Twenty sem fjallar um tuttugu ára feril bandarísku grönssveitarinnar. Rokkarinn Magni Ásgeirsson var einn þeirra. 22. september 2011 10:00 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bíó. Twenty Pearl Jam. Háskólabíó 20. september. Háskólabíó var yfirfullt af íslenskum grönsurum og Pearl Jam-aðdáendum á þriðjudagskvöld þegar heimildarmyndin Twenty var þar sýnd í fyrsta og eina skiptið. Blandað var saman myndefni frá tuttugu ára ferli sveitarinnar, þar á meðal tónleikaupptökum og viðtölum við hljómsveitarmeðlimi. Pearl Jam var stofnuð af fyrrverandi meðlimum Mother Love Bone. Sú sveit hætti eftir fráfall söngvarans Andrews Wood en hinn feimni Eddie Vedder, plagaður af föðurmissi, hljóp í skarðið og meistaraverkið Ten varð að veruleika. Sorginni í kringum dauða Woods og undrasnöggum uppgangi Pearl Jam innan grönssenunnar í Seattle voru gerð góð skil í fyrri hluta myndarinnar, sem var töluvert skemmtilegri en sá síðari. Seinni parturinn var fínn en snerist um ráðsettu rokkarana í Pearl Jam, baráttu þeirra við Ticketmaster, harmleikinn á Hróarskelduhátíðinni og hvernig þeir reyndu að draga sig út úr sviðsljósinu og gera hlutina á eigin forsendum án nokkurra málamiðlana. Hápunktur síðari hlutans og kannski myndarinnar var tilfinningaríkur og snilldarlega samanklipptur „samsöngur" Vedders og Woods í Crown of Thorns, lagi Mother Love Bone. Wood var einn af mörgum grönsurum sem urðu fíkninni að bráð langt fyrir aldur fram á meðan Vedder hefur, þrátt fyrir lífshættulega klifurtilburði sína á tónleikum, staðið allt af sér og stendur nú uppi sem einn virtasti rokksöngvari samtímans.Freyr Bjarnason Niðurstaða:Áhugaverð og vel gerð heimildarmynd um sorgir og sigra merkrar rokksveitar.
Tengdar fréttir Magni táraðist á Twenty Aðdáendur Pearl Jam flykktust í Háskólabíó á þriðjudagskvöld til að sjá heimildarmyndina Twenty sem fjallar um tuttugu ára feril bandarísku grönssveitarinnar. Rokkarinn Magni Ásgeirsson var einn þeirra. 22. september 2011 10:00 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Magni táraðist á Twenty Aðdáendur Pearl Jam flykktust í Háskólabíó á þriðjudagskvöld til að sjá heimildarmyndina Twenty sem fjallar um tuttugu ára feril bandarísku grönssveitarinnar. Rokkarinn Magni Ásgeirsson var einn þeirra. 22. september 2011 10:00