Hvar eru þeir nú? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 26. september 2011 08:00 Komið hefur fram að á 139. löggjafarþingi hafi Pétur Blöndal borið höfuð og herðar yfir aðra þingmenn í því að láta ljós sitt skína í ræðustól. Eftir hrunið setur hann ekki ljós sitt undir mæliker heldur lætur það lýsa frá hæðum, eins og frelsarinn bauð okkur að gera. Pétur talaði í rúmlega 35 klukkustundir á þessu þingi, hélt 194 ræður og gerði 636 athugasemdir. Um hvað ætli hann sé alltaf að tala? Um að hann hafi rétt fyrir sér. Pétur er ekki málþófsmaður. Þegar maður heyrir til hans – sem erfitt er að komast hjá þegar maðurinn talar í rúmlega 35 klukkustundir – er hann alltaf að hamra á einhverri skoðun sinni og fer ekki á milli mála að hann telur að öllum skjátlist nema sér –tryggingastærðfræðingnum. Það er megineinkenni á Pétri Blöndal sem ræðumanni: hann er alltaf búinn að reikna þetta. Og hann er alltaf svo viss í sinni sök. Sem er engin. Sum sé: Hann er búinn að tala í mörg mannár og þá fer ekki hjá því að til verði eftirminnilegur frasi. Pétur er maðurinn sem manna best orðaði réttlætinguna fyrir því að taka verðmæti úr almannaeigu og færa þau til einstaklinga. Hann skrifaði grein í Moggann árið 1994 undir hinu fræga heiti „Fé án hirðis“ þar sem hann rökstuddi hvers vegna ætti að færa eigur almennings til auðmanna. Þar segir: „Við verðum að finna góðu fjárhirðana. Hirða sem setja heill eigendafjárins ofar öðru og gæta ætíð fyrst og fremst að arðsemi fjárfestinga og láta annarlega hagsmuni eða þrýstihópa ekki hafa áhrif á gerðir sínar. Góðu hirðarnir finnast, sé þess gætt að eigandinn geti og muni líta til með eign sinni og að hirðirinn beri ábyrgð gagnvart eigandanum.“ Við vitum hvernig fór. Góði hirðirinn reyndist óði hirðirinn. Smalinn stal öllu. Enginn frýr Pétri Blöndal vits og ekki mun hann heldur grunaður um græsku. En honum skjátlaðist. Stefna hans var röng, færði farsæl þjóðþrifafyrirtæki, sparisjóðina, í ræningjahendur. Hann ofmat jákvæð áhrif þess að setja verðmæti í einkaeigu. Hann setur varnagla í mál sitt: „… sé þess gætt að eigandinn geti og muni líta til með eign sinni og að hirðirinn beri ábyrgð gagnvart eigandanum.“ Hvorugt gerðist. Nýtt AlþingiOkkur getur öllum skjátlast, meira að segja tryggingastærðfræðingum. Næstur Pétri kom Ásbjörn Óttarsson sem talaði í 28 klukkustundir, hélt 117 ræður og gerði 353 athugasemdir. Hann varð frægur á sínum tíma sem holdtekja þeirra útgerðarmanna sem alltaf reka starfsemi sína með stórtapi en greiða sér svimandi arð af henni engu að síður. Þegar DV upplýsti um þessi lögbrot kom hann í sjónvarpið þar sem Helgi Seljan þjarmaði svo að honum að hann játaði með semingi að hafa brotið lög en sagðist ekki hafa gert það „viljandi“ og virtist aldrei hafa verið til fákænni maður um rekstur fyrirtækja og tilhögun arðgreiðslna. Eftir þetta var honum svo létt að næst sást til hans í ræðustól Alþingis þar sem hann spurði hortugur hvers vegna listamenn fengju sér ekki almennilega vinnu. Sjálft arðskáldið. Og er síðan í ræðustól Alþingis, þegar hann kemst þar að fyrir Pétri Blöndal. Þeir eru þarna enn. Svo vissir í sinni sök. Sem er engin. Og enn er Árni Johnsen að rótast í fornminjagerð á þjóðhelgum stöðum fyrir fé úr almannasjóðum sem honum hefur áskotnast eftir einhverjum fjáraukaleiðum – framhjá öllu. Þrátt fyrir framúrskarandi Rannsóknarskýrslu Alþingis er eins og við höfum enn ekki náð að bregðast á réttan hátt við hruninu. Geir Haarde hefur verið dreginn fyrir eitthvert dularfullt dómstig frá söguöld þar sem maður á hálfpartinn von á að heyra menn fara að tala um að lýsa lýriti og lýsa lögriti eins og í Njálu. Það er eins og þurfi hálfpartinn að spinna þetta allt saman jafnharðan og maður fær ekki þá tilfinningu að verið sé að fullnægja réttlæti, í skilningi laga eða almenns siðferðis, sem er auðvitað óbærileg staða fyrir einn mann. Það er eins og Geir eigi einn að bera burt syndir íslenska lýðveldisins. Hann framfylgdi vissulega stefnu sem reyndist þjóðinni hrapallega. Hann er líka fulltrúi valdakerfis sem stjórnaði Íslandi alla tuttugustu öldina og vel hægt að tengja við hann og félaga hans ýmsa ósiði sem komu okkur á endanum í koll. Við eigum að horfast í augu við mistökin, afglöpin, óstjórnina og ósiðina. Kerfið var slæmt, stefnan röng. Geir var hluti af því kerfi og fylgdi þeirri stefnu. Gott og vel: við skulum þá ekki kjósa hann aftur til að vera forsætisráðherra. En hitt er fráleitt að setja hann í tukthús, frekar en Pétur Blöndal sem olli hruni Sparisjóðanna með stefnu sinni eða Ásbjörn Óttarsson sem braut lög með arðgreiðslum úr fyrirtæki sínu. Við þurfum nýtt Alþingi. Nýtt fólk, nýja sýn, nýja stefnu, nýjan trúnað við málefni og þjóðarhagsmuni. Við eigum að bregðast við hruninu með algjörri uppstokkun stjórnmálanna. Best væri að fyrir næstu alþingiskosningar myndu allir stjórnmálaflokkarnir endurnýja sig eins og þeir geta og sem allra flest ný öfl koma fram. Kjósendur bera líka sína ábyrgð. Þeir verða að hætta að senda okkur menn á þeim forsendum einum að þeir skaffi vel í héraði eða séu frekastir og háværastir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Komið hefur fram að á 139. löggjafarþingi hafi Pétur Blöndal borið höfuð og herðar yfir aðra þingmenn í því að láta ljós sitt skína í ræðustól. Eftir hrunið setur hann ekki ljós sitt undir mæliker heldur lætur það lýsa frá hæðum, eins og frelsarinn bauð okkur að gera. Pétur talaði í rúmlega 35 klukkustundir á þessu þingi, hélt 194 ræður og gerði 636 athugasemdir. Um hvað ætli hann sé alltaf að tala? Um að hann hafi rétt fyrir sér. Pétur er ekki málþófsmaður. Þegar maður heyrir til hans – sem erfitt er að komast hjá þegar maðurinn talar í rúmlega 35 klukkustundir – er hann alltaf að hamra á einhverri skoðun sinni og fer ekki á milli mála að hann telur að öllum skjátlist nema sér –tryggingastærðfræðingnum. Það er megineinkenni á Pétri Blöndal sem ræðumanni: hann er alltaf búinn að reikna þetta. Og hann er alltaf svo viss í sinni sök. Sem er engin. Sum sé: Hann er búinn að tala í mörg mannár og þá fer ekki hjá því að til verði eftirminnilegur frasi. Pétur er maðurinn sem manna best orðaði réttlætinguna fyrir því að taka verðmæti úr almannaeigu og færa þau til einstaklinga. Hann skrifaði grein í Moggann árið 1994 undir hinu fræga heiti „Fé án hirðis“ þar sem hann rökstuddi hvers vegna ætti að færa eigur almennings til auðmanna. Þar segir: „Við verðum að finna góðu fjárhirðana. Hirða sem setja heill eigendafjárins ofar öðru og gæta ætíð fyrst og fremst að arðsemi fjárfestinga og láta annarlega hagsmuni eða þrýstihópa ekki hafa áhrif á gerðir sínar. Góðu hirðarnir finnast, sé þess gætt að eigandinn geti og muni líta til með eign sinni og að hirðirinn beri ábyrgð gagnvart eigandanum.“ Við vitum hvernig fór. Góði hirðirinn reyndist óði hirðirinn. Smalinn stal öllu. Enginn frýr Pétri Blöndal vits og ekki mun hann heldur grunaður um græsku. En honum skjátlaðist. Stefna hans var röng, færði farsæl þjóðþrifafyrirtæki, sparisjóðina, í ræningjahendur. Hann ofmat jákvæð áhrif þess að setja verðmæti í einkaeigu. Hann setur varnagla í mál sitt: „… sé þess gætt að eigandinn geti og muni líta til með eign sinni og að hirðirinn beri ábyrgð gagnvart eigandanum.“ Hvorugt gerðist. Nýtt AlþingiOkkur getur öllum skjátlast, meira að segja tryggingastærðfræðingum. Næstur Pétri kom Ásbjörn Óttarsson sem talaði í 28 klukkustundir, hélt 117 ræður og gerði 353 athugasemdir. Hann varð frægur á sínum tíma sem holdtekja þeirra útgerðarmanna sem alltaf reka starfsemi sína með stórtapi en greiða sér svimandi arð af henni engu að síður. Þegar DV upplýsti um þessi lögbrot kom hann í sjónvarpið þar sem Helgi Seljan þjarmaði svo að honum að hann játaði með semingi að hafa brotið lög en sagðist ekki hafa gert það „viljandi“ og virtist aldrei hafa verið til fákænni maður um rekstur fyrirtækja og tilhögun arðgreiðslna. Eftir þetta var honum svo létt að næst sást til hans í ræðustól Alþingis þar sem hann spurði hortugur hvers vegna listamenn fengju sér ekki almennilega vinnu. Sjálft arðskáldið. Og er síðan í ræðustól Alþingis, þegar hann kemst þar að fyrir Pétri Blöndal. Þeir eru þarna enn. Svo vissir í sinni sök. Sem er engin. Og enn er Árni Johnsen að rótast í fornminjagerð á þjóðhelgum stöðum fyrir fé úr almannasjóðum sem honum hefur áskotnast eftir einhverjum fjáraukaleiðum – framhjá öllu. Þrátt fyrir framúrskarandi Rannsóknarskýrslu Alþingis er eins og við höfum enn ekki náð að bregðast á réttan hátt við hruninu. Geir Haarde hefur verið dreginn fyrir eitthvert dularfullt dómstig frá söguöld þar sem maður á hálfpartinn von á að heyra menn fara að tala um að lýsa lýriti og lýsa lögriti eins og í Njálu. Það er eins og þurfi hálfpartinn að spinna þetta allt saman jafnharðan og maður fær ekki þá tilfinningu að verið sé að fullnægja réttlæti, í skilningi laga eða almenns siðferðis, sem er auðvitað óbærileg staða fyrir einn mann. Það er eins og Geir eigi einn að bera burt syndir íslenska lýðveldisins. Hann framfylgdi vissulega stefnu sem reyndist þjóðinni hrapallega. Hann er líka fulltrúi valdakerfis sem stjórnaði Íslandi alla tuttugustu öldina og vel hægt að tengja við hann og félaga hans ýmsa ósiði sem komu okkur á endanum í koll. Við eigum að horfast í augu við mistökin, afglöpin, óstjórnina og ósiðina. Kerfið var slæmt, stefnan röng. Geir var hluti af því kerfi og fylgdi þeirri stefnu. Gott og vel: við skulum þá ekki kjósa hann aftur til að vera forsætisráðherra. En hitt er fráleitt að setja hann í tukthús, frekar en Pétur Blöndal sem olli hruni Sparisjóðanna með stefnu sinni eða Ásbjörn Óttarsson sem braut lög með arðgreiðslum úr fyrirtæki sínu. Við þurfum nýtt Alþingi. Nýtt fólk, nýja sýn, nýja stefnu, nýjan trúnað við málefni og þjóðarhagsmuni. Við eigum að bregðast við hruninu með algjörri uppstokkun stjórnmálanna. Best væri að fyrir næstu alþingiskosningar myndu allir stjórnmálaflokkarnir endurnýja sig eins og þeir geta og sem allra flest ný öfl koma fram. Kjósendur bera líka sína ábyrgð. Þeir verða að hætta að senda okkur menn á þeim forsendum einum að þeir skaffi vel í héraði eða séu frekastir og háværastir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun