Konan kennd við ryðdallinn Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. september 2011 06:00 Meistaraverk!“ hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég batt með punkti enda á fræðigrein sem ég vann að. Það skrölti í Rúmfatalagers-skrifborðsstólnum mínum er ég hallaði mér kotroskin aftur og hóf að láta mig dreyma um þá vegsemd sem biði mín í kjölfar vel unnins verks. Í höfði mér glumdi lófatak og fyrir augum mér svifu fálkaorður. Sigurvímunnar fékk ég hins vegar ekki að njóta lengi. Ég komst nefnilega að því að aðeins sjö manns lesa að meðaltali hverja birta fræðigrein. Sjö manns! Ef ég gerði ráð fyrir að pabbi og mamma væru tveir þessara einstaklinga, eiginmaðurinn einn, bræðurnir… ja, þeir myndu líklega bara bíða eftir kvikmyndaútgáfunni… þá voru fjórir eftir. Heimurinn er fullur af vangoldnum viðurkenningum á borð við lofsyrði sem aldrei hrökk af vörum yfirmannsins fyrir óvenjufagurlega orðuðu skýrsluna um skuldabréfavísitöluna; þakkir eiginkonunnar sem ekki heyrðust er eiginmaðurinn fór út með ruslið óumbeðinn. Öll sækjumst við eftir viðurkenningu á verkum okkar. Flest verðum við hins vegar að láta okkur nægja að ylja okkur við einstaka skylduhrós frá mömmu og vandræðalegt algleymið sem fylgir því að fá „læk“ á Facebook fyrir sköpunarverk á borð við ódýran brandara um megrun Sigmundar Davíðs. Sumir setja þó markið hærra. Fréttir bárust af því í liðinni viku að rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson hefði óskað þess – handan grafar og dauða í gegnum „skyggnigáfumann“ – að nafni Hringbrautar yrði breytt í Þórbergsstræti. Ekki eru allir svo djarfir að taka sénsinn á að bíða með slíkar hugmyndir um vegtyllur þar til að sér liðnum. Hið rótgróna Comedy Theatre í London gengst undir nafnabreytingu í næsta mánuði. Við ýmis tækifæri reifaði breska leikskáldið Harold Pinter, sem lést árið 2008, þá hugmynd að leikhúsið yrði kennt við sig. Kollega hans, Tom Stoppard, þótti hugmyndin drambsöm og lagði til að ef hann vildi bera sama nafn og leikhúsið gæti hann breytt nafni sínu í Harold Comedy. Pinter var ekki skemmt. Jón Gnarr hefur sent erindið um Þórbergsstræti til skipulagsstjóra borgarinnar. Af því tilefni er ef til vill ástæða til að minna á að ekkert bólar enn á styttunni af Hallveigu Fróðadóttur, eiginkonu Ingólfs Arnarsonar, sem borgarbúum var lofuð. Meðan eiginmaður hennar fær styttu á besta stað er helsta vegsemd sem landnámskonunni hefur verið sýnd togari sem Bæjarútgerð Reykjavíkur nefndi eftir henni um miðja síðustu öld. Ef fyrsta landnámskonan á ekki skilið merkari vegtyllu en ryðdall er lítil von fyrir okkur hinar. Guði sé lof fyrir „læk“ takkann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Meistaraverk!“ hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég batt með punkti enda á fræðigrein sem ég vann að. Það skrölti í Rúmfatalagers-skrifborðsstólnum mínum er ég hallaði mér kotroskin aftur og hóf að láta mig dreyma um þá vegsemd sem biði mín í kjölfar vel unnins verks. Í höfði mér glumdi lófatak og fyrir augum mér svifu fálkaorður. Sigurvímunnar fékk ég hins vegar ekki að njóta lengi. Ég komst nefnilega að því að aðeins sjö manns lesa að meðaltali hverja birta fræðigrein. Sjö manns! Ef ég gerði ráð fyrir að pabbi og mamma væru tveir þessara einstaklinga, eiginmaðurinn einn, bræðurnir… ja, þeir myndu líklega bara bíða eftir kvikmyndaútgáfunni… þá voru fjórir eftir. Heimurinn er fullur af vangoldnum viðurkenningum á borð við lofsyrði sem aldrei hrökk af vörum yfirmannsins fyrir óvenjufagurlega orðuðu skýrsluna um skuldabréfavísitöluna; þakkir eiginkonunnar sem ekki heyrðust er eiginmaðurinn fór út með ruslið óumbeðinn. Öll sækjumst við eftir viðurkenningu á verkum okkar. Flest verðum við hins vegar að láta okkur nægja að ylja okkur við einstaka skylduhrós frá mömmu og vandræðalegt algleymið sem fylgir því að fá „læk“ á Facebook fyrir sköpunarverk á borð við ódýran brandara um megrun Sigmundar Davíðs. Sumir setja þó markið hærra. Fréttir bárust af því í liðinni viku að rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson hefði óskað þess – handan grafar og dauða í gegnum „skyggnigáfumann“ – að nafni Hringbrautar yrði breytt í Þórbergsstræti. Ekki eru allir svo djarfir að taka sénsinn á að bíða með slíkar hugmyndir um vegtyllur þar til að sér liðnum. Hið rótgróna Comedy Theatre í London gengst undir nafnabreytingu í næsta mánuði. Við ýmis tækifæri reifaði breska leikskáldið Harold Pinter, sem lést árið 2008, þá hugmynd að leikhúsið yrði kennt við sig. Kollega hans, Tom Stoppard, þótti hugmyndin drambsöm og lagði til að ef hann vildi bera sama nafn og leikhúsið gæti hann breytt nafni sínu í Harold Comedy. Pinter var ekki skemmt. Jón Gnarr hefur sent erindið um Þórbergsstræti til skipulagsstjóra borgarinnar. Af því tilefni er ef til vill ástæða til að minna á að ekkert bólar enn á styttunni af Hallveigu Fróðadóttur, eiginkonu Ingólfs Arnarsonar, sem borgarbúum var lofuð. Meðan eiginmaður hennar fær styttu á besta stað er helsta vegsemd sem landnámskonunni hefur verið sýnd togari sem Bæjarútgerð Reykjavíkur nefndi eftir henni um miðja síðustu öld. Ef fyrsta landnámskonan á ekki skilið merkari vegtyllu en ryðdall er lítil von fyrir okkur hinar. Guði sé lof fyrir „læk“ takkann.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun