Dagbækur Tryggva studdu ákvörðunina 8. október 2011 04:15 Auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra sátu blaðamannafundinn Valgerður María Sigurðardóttir (lengst t.v.) sem starfar með hinum nýja starfshópi, Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og dr. Jón Friðrik Sigurðsson yfirsálfræðingur á Landspítala, sem báðir eiga sæti í starfshópnum.Frettabladid/Stefán Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins.jss@frettabladid.is Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins.jss@frettabladid.is
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira