Dikta á Iceland Airwaves: Stemningsleysi 14. október 2011 15:00 Dikta spilaði á miðvikudagskvöld. Iceland Airwaves. Dikta. Norðurljós í Hörpu Þrátt fyrir að Dikta sé þekkt sem ein besta tónleikasveit landsins átti hún í mestu vandræðum með að ná upp stemningu í Norðurljósasalnum. Kannski var sveitin þreytt eftir tónleikaferð sína um Þýskaland. Ekki hjálpaði samt til að helmingur tónleikagestanna sat á miðju gólfinu nánast allan tímann á meðan hinn helmingurinn stóð allt í kring. Aðeins nokkrar hræður stóðu uppi við sviðið og langmesta lífið var í þeim. Stórundarlegt svo ekki sé meira sagt. Einnig hafði það sín áhrif að meginuppistaðan í tónleikadagskránni voru gömul og margspiluð Diktu-lög. Ferskleikann vantaði og þegar áhorfendur eru farnir að hrópa á sveitina að spila ný lög er ljóst að breytinga er þörf. Tvö ný lög fengu þó að fljóta með og þau voru fín, sér í lagi það fyrra, og lofa þau góðu fyrir væntanlega plötu. -fb Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Iceland Airwaves. Dikta. Norðurljós í Hörpu Þrátt fyrir að Dikta sé þekkt sem ein besta tónleikasveit landsins átti hún í mestu vandræðum með að ná upp stemningu í Norðurljósasalnum. Kannski var sveitin þreytt eftir tónleikaferð sína um Þýskaland. Ekki hjálpaði samt til að helmingur tónleikagestanna sat á miðju gólfinu nánast allan tímann á meðan hinn helmingurinn stóð allt í kring. Aðeins nokkrar hræður stóðu uppi við sviðið og langmesta lífið var í þeim. Stórundarlegt svo ekki sé meira sagt. Einnig hafði það sín áhrif að meginuppistaðan í tónleikadagskránni voru gömul og margspiluð Diktu-lög. Ferskleikann vantaði og þegar áhorfendur eru farnir að hrópa á sveitina að spila ný lög er ljóst að breytinga er þörf. Tvö ný lög fengu þó að fljóta með og þau voru fín, sér í lagi það fyrra, og lofa þau góðu fyrir væntanlega plötu. -fb
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira