Eins manns gróði… 13. október 2011 16:56 Stærðfræðingur einn, sérlega auðmjúkur, bað eitt sinn hagfræðinginn Paul Samuelson að nefna eina hugmynd úr félagsvísindunum sem væri sönn og lægi ekki í augum uppi. Svar Samuelson var kenning Ricardo um hlutfallslega yfirburði. Þar hitti hann naglann á höfuðið! Hugmyndin snýst um að eins manns gróði sé ekki alltaf annars tap, að viðskipti geti bætt allra hag. Einföld hugmynd, oft endurtekin, en það kemur reglulega í ljós að hugmyndin á merkilega víða undir högg að sækja. Til dæmis þegar tollamúrar eru lofsamaðir eða því haldið fram að menn eins og Huang Nubo ætli sér að græða rosalega mikið „á okkar kostnað“. Viðskipti eru yfirleitt af hinu góða, ekki því vonda. Hugmyndin á hins vegar víðar við en einungis í samhengi viðskipta. Til að mynda getur samstarf bætt allra hag án þess að nokkur tapi. Þegar einstaklingar taka höndum saman, skipta með sér verkum og nýta styrkleika hver annars þá er útkoman oftar en ekki betri en ef þeir hefðu unnið hver fyrir sig. Til dæmis benti Coase á að því fylgir margvíslegur kostnaður að taka þátt í viðskiptum. Samstarf getur hins vegar lækkað þann kostnað. Þetta skýrir af hverju atvinnulífið er ekki samsett af eintómum einyrkjum, af hverju fyrirtæki spretta upp. Af nákvæmlegu sömu ástæðu er eins ríkis gróði ekki alltaf annars ríkis tap. Þvert á móti er það yfirleitt hugmyndin að baki alþjóðasamstarfi að allir þátttakendur njóti góðs af. Ríki geta til dæmis hagnast á því að setja sér sameiginlegar reglur um viðskipti og markaði með það fyrir augum að lækka viðskiptakostnað sín á milli og auka stærðarhagkvæmni. Þetta er einmitt hugmyndafræðin að baki Evrópusambandinu, þótt það hafi stundum teygt sinn inn á svið sem það ætti betur að láta í friði. Þess vegna er furðuleg hugmyndin sem er reglulega sett fram á Íslandi að eina mögulega ástæða þess að ESB vilji nokkuð með Ísland hafa sé græðgi í það sem hingað sé að sækja. „Það“ vilji græða á okkar kostnað. Það er auðvitað fráleitt að ætla að 27 sjálfstæð þjóðríki kjósi af fúsum og frjálsum vilja að taka þátt í samstarfi sem snúist um að arðræna einstök ríki. Það hljómar ekki eins og félagsskapur sem nokkurt ríki myndi vilja tilheyra og er sérdeilis slæm lýsing á því fyrirbæri sem ESB er. Þvert á móti liggur að baki ESB sú hugmynd að samstarf, líkt og viðskipti, geti bætt allra hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun
Stærðfræðingur einn, sérlega auðmjúkur, bað eitt sinn hagfræðinginn Paul Samuelson að nefna eina hugmynd úr félagsvísindunum sem væri sönn og lægi ekki í augum uppi. Svar Samuelson var kenning Ricardo um hlutfallslega yfirburði. Þar hitti hann naglann á höfuðið! Hugmyndin snýst um að eins manns gróði sé ekki alltaf annars tap, að viðskipti geti bætt allra hag. Einföld hugmynd, oft endurtekin, en það kemur reglulega í ljós að hugmyndin á merkilega víða undir högg að sækja. Til dæmis þegar tollamúrar eru lofsamaðir eða því haldið fram að menn eins og Huang Nubo ætli sér að græða rosalega mikið „á okkar kostnað“. Viðskipti eru yfirleitt af hinu góða, ekki því vonda. Hugmyndin á hins vegar víðar við en einungis í samhengi viðskipta. Til að mynda getur samstarf bætt allra hag án þess að nokkur tapi. Þegar einstaklingar taka höndum saman, skipta með sér verkum og nýta styrkleika hver annars þá er útkoman oftar en ekki betri en ef þeir hefðu unnið hver fyrir sig. Til dæmis benti Coase á að því fylgir margvíslegur kostnaður að taka þátt í viðskiptum. Samstarf getur hins vegar lækkað þann kostnað. Þetta skýrir af hverju atvinnulífið er ekki samsett af eintómum einyrkjum, af hverju fyrirtæki spretta upp. Af nákvæmlegu sömu ástæðu er eins ríkis gróði ekki alltaf annars ríkis tap. Þvert á móti er það yfirleitt hugmyndin að baki alþjóðasamstarfi að allir þátttakendur njóti góðs af. Ríki geta til dæmis hagnast á því að setja sér sameiginlegar reglur um viðskipti og markaði með það fyrir augum að lækka viðskiptakostnað sín á milli og auka stærðarhagkvæmni. Þetta er einmitt hugmyndafræðin að baki Evrópusambandinu, þótt það hafi stundum teygt sinn inn á svið sem það ætti betur að láta í friði. Þess vegna er furðuleg hugmyndin sem er reglulega sett fram á Íslandi að eina mögulega ástæða þess að ESB vilji nokkuð með Ísland hafa sé græðgi í það sem hingað sé að sækja. „Það“ vilji græða á okkar kostnað. Það er auðvitað fráleitt að ætla að 27 sjálfstæð þjóðríki kjósi af fúsum og frjálsum vilja að taka þátt í samstarfi sem snúist um að arðræna einstök ríki. Það hljómar ekki eins og félagsskapur sem nokkurt ríki myndi vilja tilheyra og er sérdeilis slæm lýsing á því fyrirbæri sem ESB er. Þvert á móti liggur að baki ESB sú hugmynd að samstarf, líkt og viðskipti, geti bætt allra hag.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun