Beach House, Hafnarhúsið.
Dúettinn Beach House var tríó á sviði Hafnarhússins á fimmtudagskvöld. Hljómsveitin byrjaði á lögum af einni af plötum ársins 2008, hinni stórkostlegu Devotion, og dáleiddi áhorfendur, sem voru ennþá sveittir eftir stórkostlega tónleika Retro Stefson.
Beach House flutti eldra efni í bland við nýtt og gerði það nánast óaðfinnanlega. Rödd söngkonunnar Victoriu Legrand fyllti Hafnarhúsið og áhorfendur voru vel með á nótunum. Frábærir tónleikar með frábærri hljómsveit, sem mætti snúa aftur til Íslands sem fyrst og koma fram í minni sal með stólum. -afb
Beach House á Iceland Airwaves: Dáleiðandi flutningur
