Gísli Pálmi, Gaukur á Stöng.
Rapparinn Gísli Pálmi hefur vakið nokkra athygli fyrir myndbönd sín á Youtube og því var nokkur eftirvænting eftir þessum fyrstu tónleikum hans á Airwaves. Slatti af ungu fólki var samankominn á Gauknum og varð það ekki fyrir vonbrigðum með sinn mann.
Gísla virtist líða vel á sviðinu og náði hann upp góðri stemningu ásamt kollega sínum, sérstaklega í laginu Set mig í gang. Svo heitur var Gísli að ein stúlknanna reyndi að rífa hann úr að ofan, sem hann á endanum sá sjálfur um. Lögin voru flest hver fín, taktarnir svalir og rappromsur þeirra félaga margar hverjar ansi snaggaralegar.- fb
Gísli Pálmi á Iceland Airwaves: Sjóðheitt og snaggaralegt
