Púður óskast Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2011 00:01 Borgríki. Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson. Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Björn Thors, Björn Hlynur Haraldsson, Jonathan Pryce, Philip Jackson. Það tók íslenska kvikmyndagerðarmenn dágóðan tíma að ná tökum á spennumyndagerð en á endanum tókst það. Eftir nokkra skrambi vel heppnaða þrillera þyrstir landann í meira, en um leið gerir hann meiri kröfur. Borgríki er nýjasta kvikmynd leikstjórans Ólafs de Fleur, en hann leikstýrði Stóra planinu fyrir nokkrum árum, skemmtilega furðulegri mynd sem skiptar skoðanir voru um. Boginn er spenntur hærra í Borgríki og skartar myndin fjölmörgum frábærum leikurum, innlendum jafnt sem alþjóðlegum. Siggi Sigurjóns er góður í hlutverki spillta lögreglumannsins Margeirs, en hann hefur reyndar ágætt forskot því persóna hans er áhugaverðust. Aðrar persónur eru fremur flatar og af þeim sökum var mér nokkuð sama um afdrif þeirra, sem og framvindu sögunnar. Leikhópurinn, með örfáum undantekningum, stendur sig þó ágætlega, enda virðist sem vandamálið liggi frekar í handritinu en hjá leikurunum sjálfum. Ágústa Eva hefur til dæmis mikla og góða nærveru sem leikkona og hefði persóna hennar verið bitastæðari er ég viss um að myndinni hefði fyrirgefist margt annað. Handritið er stórt í sniðum, persónurnar eru margar, og meira að segja er flakkað eilítið til og frá í tíma, en púðrið vantar. Myndin gefur sér lítinn tíma til að skapa tengsl við áhorfandann og steypir sér þess í stað beint í hasarinn, en sökkullinn er veikbyggður og myndin fellur því undan eigin þunga. Þetta er mikil synd því að djúpt í iðrum Borgríkis leynist saga sem ég hefði gaman af því að sjá og heyra. Myndin er þó laus við töffarastælana og rembinginn sem einkenndi íslenskar spennumyndir allt of lengi, og því ber að hrósa. Niðurstaða: Góður mannskapur nær ekki að bjarga losaralegu handritinu. Borgríki er því töluverð vonbrigði. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Borgríki. Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson. Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Björn Thors, Björn Hlynur Haraldsson, Jonathan Pryce, Philip Jackson. Það tók íslenska kvikmyndagerðarmenn dágóðan tíma að ná tökum á spennumyndagerð en á endanum tókst það. Eftir nokkra skrambi vel heppnaða þrillera þyrstir landann í meira, en um leið gerir hann meiri kröfur. Borgríki er nýjasta kvikmynd leikstjórans Ólafs de Fleur, en hann leikstýrði Stóra planinu fyrir nokkrum árum, skemmtilega furðulegri mynd sem skiptar skoðanir voru um. Boginn er spenntur hærra í Borgríki og skartar myndin fjölmörgum frábærum leikurum, innlendum jafnt sem alþjóðlegum. Siggi Sigurjóns er góður í hlutverki spillta lögreglumannsins Margeirs, en hann hefur reyndar ágætt forskot því persóna hans er áhugaverðust. Aðrar persónur eru fremur flatar og af þeim sökum var mér nokkuð sama um afdrif þeirra, sem og framvindu sögunnar. Leikhópurinn, með örfáum undantekningum, stendur sig þó ágætlega, enda virðist sem vandamálið liggi frekar í handritinu en hjá leikurunum sjálfum. Ágústa Eva hefur til dæmis mikla og góða nærveru sem leikkona og hefði persóna hennar verið bitastæðari er ég viss um að myndinni hefði fyrirgefist margt annað. Handritið er stórt í sniðum, persónurnar eru margar, og meira að segja er flakkað eilítið til og frá í tíma, en púðrið vantar. Myndin gefur sér lítinn tíma til að skapa tengsl við áhorfandann og steypir sér þess í stað beint í hasarinn, en sökkullinn er veikbyggður og myndin fellur því undan eigin þunga. Þetta er mikil synd því að djúpt í iðrum Borgríkis leynist saga sem ég hefði gaman af því að sjá og heyra. Myndin er þó laus við töffarastælana og rembinginn sem einkenndi íslenskar spennumyndir allt of lengi, og því ber að hrósa. Niðurstaða: Góður mannskapur nær ekki að bjarga losaralegu handritinu. Borgríki er því töluverð vonbrigði.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira