Of Monsters and Men. Norðurljós í Hörpu.
Of Monsters and Men sýndi í Norðurljósasalnum af hverju hún er vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir.
Fullt var út úr dyrum eins og búast mátti við og stemningin var eftir því. Tíu manns voru á sviðinu og spilamennskan var þétt og hljómurinn einkar góður. Hið gríðarvinsæla Little Talks fékk bestu viðtökurnar en önnur lög voru ekki síðri.
Sveitin spilaði eins og hún hefði verið starfandi í áraraðir og mátti varla á milli sjá hvort þarna væri á ferðinni frægt erlent band eða krakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni. - fb
Of Monsters and Men á Iceland Airwaves: Varla feilnóta
