Sinead O'Connor á Iceland Airwaves: Spilað á allan tilfinningaskalann 17. október 2011 11:30 Sinead O'Connor. Sinead O'Connor. Fríkirkjan. Það var mikil stemning í Fríkirkjunni þegar írska stjarnan Sinéad O'Connor spilaði þar á föstudagskvöldið með tveimur aðstoðarmönnum, gítarleikara og hljómborðsleikara. Sinéad var í fínu formi og náði mjög sterkum tengslum við tónleikagesti, sérstaklega þegar leið á tónleikana. Hún er frábær söngkona og textahöfundur og flutti lögin sín af mikilli tilfinningu sem kallaði marg oft fram gæsahúð hjá áhorfendum sem fylltu kirkjuna. Trúarbrögðin hafa verið Sinéad hugleikin allan ferilinn. Samband hennar við kaþólsku kirkjuna hefur alltaf verið erfitt, ekki síst eftir að hún reif mynd af Páfanum í beinni útsendingu í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live árið 1992 til þes að mótæla kynferðislegri misnotkun sem var látin viðgangast innan kirkjunnar. Það var greinilega sérstök upplifun fyrir Sinéad að spila í kirkju og hún vísaði oft til þess í kynningum á milli laga. Sinéad spilaði lög frá öllum ferlinum á tónleikunum í Fríkirkjunni, t.d. lög af væntanlegri plötu sem kemur út í febrúar, lög af plötunni Theology sem kom út 2007 og eldri lög, m.a. The Emperor's New Clothes, Three Babies, Black Boys on Mopeds og ofursmellinn Nothing Compares To U sem hún tileinkaði yngsta syni sínum sem hún sagði að kallaði það alltaf The Backyard Song. Tónleikar Sinéad O'Connor áttu að standa yfir í klukkutíma, en hún spilaði í tvo. Hún var mjög persónuleg í kynningum og spilaði inn á allan tilfinnningaskalann, bæði með söng og kynningum. Þegar á leið grínaðist hún mikið og salurinn fylgdi henni algjörlega, veltist um af hlátri og klappaði og stappaði. Sinéad O'Connor er einstök listakona. Hún hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu síðustu ár, en hún sýndi það á tónleikunum í Fríkirkjunni að hún á svo sannarlega enn heima þar. -tj Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Sinead O'Connor. Fríkirkjan. Það var mikil stemning í Fríkirkjunni þegar írska stjarnan Sinéad O'Connor spilaði þar á föstudagskvöldið með tveimur aðstoðarmönnum, gítarleikara og hljómborðsleikara. Sinéad var í fínu formi og náði mjög sterkum tengslum við tónleikagesti, sérstaklega þegar leið á tónleikana. Hún er frábær söngkona og textahöfundur og flutti lögin sín af mikilli tilfinningu sem kallaði marg oft fram gæsahúð hjá áhorfendum sem fylltu kirkjuna. Trúarbrögðin hafa verið Sinéad hugleikin allan ferilinn. Samband hennar við kaþólsku kirkjuna hefur alltaf verið erfitt, ekki síst eftir að hún reif mynd af Páfanum í beinni útsendingu í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live árið 1992 til þes að mótæla kynferðislegri misnotkun sem var látin viðgangast innan kirkjunnar. Það var greinilega sérstök upplifun fyrir Sinéad að spila í kirkju og hún vísaði oft til þess í kynningum á milli laga. Sinéad spilaði lög frá öllum ferlinum á tónleikunum í Fríkirkjunni, t.d. lög af væntanlegri plötu sem kemur út í febrúar, lög af plötunni Theology sem kom út 2007 og eldri lög, m.a. The Emperor's New Clothes, Three Babies, Black Boys on Mopeds og ofursmellinn Nothing Compares To U sem hún tileinkaði yngsta syni sínum sem hún sagði að kallaði það alltaf The Backyard Song. Tónleikar Sinéad O'Connor áttu að standa yfir í klukkutíma, en hún spilaði í tvo. Hún var mjög persónuleg í kynningum og spilaði inn á allan tilfinnningaskalann, bæði með söng og kynningum. Þegar á leið grínaðist hún mikið og salurinn fylgdi henni algjörlega, veltist um af hlátri og klappaði og stappaði. Sinéad O'Connor er einstök listakona. Hún hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu síðustu ár, en hún sýndi það á tónleikunum í Fríkirkjunni að hún á svo sannarlega enn heima þar. -tj
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira