Ekki líta undan Sigurður Árni Þórðarson skrifar 18. október 2011 06:00 Fyrir liðlega þrjátíu árum gengum við fjórir félagar um Hornstrandir. Áður en við lögðum upp fórum við á sunnudegi til messu í Staðarkirkju í Aðalvík. Prestur var kominn að sunnan og við sem vorum í kirkju hlustuðum á hann prédika um huliðshjálm, það sem væri hulið og það sem væri opinbert. Ræða hans um það sem ekki sést barst inn í eyrun og út yfir hvannastóð og fíflabreiður. Þetta var svo sérkennileg ræða að við, þrír prestlingar og einn tæknimenntaður, ræddum um prestinn Huliðshjálm alla leiðina austur í Horn. Orðið huliðshjálmur dregur síðan fram í hug mér myndina af honum sem lagði út af þessu orði sem ekki er til í Biblíunni. Það var Ólafur Skúlason. Nú hefur dóttir hans lyft huliðshjálmi og sýnt hann í nýju ljósi. En sjálf hefur Guðrún Ebba Ólafsdóttir komið úr villum og felum og losnað úr álagafjötrum. Sjónvarpsviðtal við hana fyrir liðlega viku var lamandi. Síðan las ég harmsögu hennar, sem er sögð af sláandi og þroskuðu æðruleysi og líka virðingu fyrir ástvinum. En tilgangurinn er augljóslega að láta gott af leiða og hjálpa þolendum og samfélagi til vitundar um kynferðisofbeldi og hvað er til ráða. Í nánum samskiptum fólks á heimilum kremur ofbeldi. Í stofnunum, íþróttafélögum og skólum líka verður fólk fyrir illsku. Í öllum lögum og stofnunum samfélagsins verður fólk fyrir ólíðandi framkomu. Ofbeldismenn leita valds og aðstæðna sem auðvelda þeim illvirki. Þar sem velvilji og traust ríkir eins og í trúfélögum og kirkjum geta slíkir menn nýtt aðstæður sínar til misnotkunar á fólki. En fólk á að geta treyst kirkjum. Prestar eru ekki fullkomnir menn, en gera á ríkar kröfur til andlegrar heilbrigði þeirra og persónuþroska. Þjóðkirkjan verður að skerpa enn skimunarferla prestsefna og skoða reglulega þjóna kirkjunnar. Hið sama ætti að gera varðandi starfsfólk skóla og tómstundafélaga. Ég trúi Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og vil þakka henni þá hetjudáð að segja sögu sína. Skaðar sagan kirkjuna? Nei, fórnarlömb skaða ekki heldur aðeins gerendur. Jesús Kristur leysti álög og stóð alltaf með þolendum. Kirkja hans á alltaf að berjast fyrir að þeir fái notið réttlætis. Guðrún Ebba hefur orðið okkur fyrirmynd um að hægt er að lyfta huliðshjálmi. Og skilaboðin eru skýr um að við megum ekki firra okkur ábyrgð og láta sem ekkert sé: Ekki líta undan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun
Fyrir liðlega þrjátíu árum gengum við fjórir félagar um Hornstrandir. Áður en við lögðum upp fórum við á sunnudegi til messu í Staðarkirkju í Aðalvík. Prestur var kominn að sunnan og við sem vorum í kirkju hlustuðum á hann prédika um huliðshjálm, það sem væri hulið og það sem væri opinbert. Ræða hans um það sem ekki sést barst inn í eyrun og út yfir hvannastóð og fíflabreiður. Þetta var svo sérkennileg ræða að við, þrír prestlingar og einn tæknimenntaður, ræddum um prestinn Huliðshjálm alla leiðina austur í Horn. Orðið huliðshjálmur dregur síðan fram í hug mér myndina af honum sem lagði út af þessu orði sem ekki er til í Biblíunni. Það var Ólafur Skúlason. Nú hefur dóttir hans lyft huliðshjálmi og sýnt hann í nýju ljósi. En sjálf hefur Guðrún Ebba Ólafsdóttir komið úr villum og felum og losnað úr álagafjötrum. Sjónvarpsviðtal við hana fyrir liðlega viku var lamandi. Síðan las ég harmsögu hennar, sem er sögð af sláandi og þroskuðu æðruleysi og líka virðingu fyrir ástvinum. En tilgangurinn er augljóslega að láta gott af leiða og hjálpa þolendum og samfélagi til vitundar um kynferðisofbeldi og hvað er til ráða. Í nánum samskiptum fólks á heimilum kremur ofbeldi. Í stofnunum, íþróttafélögum og skólum líka verður fólk fyrir illsku. Í öllum lögum og stofnunum samfélagsins verður fólk fyrir ólíðandi framkomu. Ofbeldismenn leita valds og aðstæðna sem auðvelda þeim illvirki. Þar sem velvilji og traust ríkir eins og í trúfélögum og kirkjum geta slíkir menn nýtt aðstæður sínar til misnotkunar á fólki. En fólk á að geta treyst kirkjum. Prestar eru ekki fullkomnir menn, en gera á ríkar kröfur til andlegrar heilbrigði þeirra og persónuþroska. Þjóðkirkjan verður að skerpa enn skimunarferla prestsefna og skoða reglulega þjóna kirkjunnar. Hið sama ætti að gera varðandi starfsfólk skóla og tómstundafélaga. Ég trúi Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og vil þakka henni þá hetjudáð að segja sögu sína. Skaðar sagan kirkjuna? Nei, fórnarlömb skaða ekki heldur aðeins gerendur. Jesús Kristur leysti álög og stóð alltaf með þolendum. Kirkja hans á alltaf að berjast fyrir að þeir fái notið réttlætis. Guðrún Ebba hefur orðið okkur fyrirmynd um að hægt er að lyfta huliðshjálmi. Og skilaboðin eru skýr um að við megum ekki firra okkur ábyrgð og láta sem ekkert sé: Ekki líta undan.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun