Höfum við ekkert lært? Jón Steinsson skrifar 19. október 2011 06:00 Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu. Þetta leiddi til þess að þegar óveðursský hrönnuðust upp á árunum 2006-2008 voru einstaklingar með mjög takmarkaða menntun, þekkingu eða skilning á fjármálum í lykilstöðum. Við þekkjum afleiðingarnar. Og maður hefði haldið að það gerði það að verkum að viðhorf hefðu breyst. Nú er hins vegar Páll Magnússon ráðinn til þess að stýra Bankasýslu ríkisins þrátt fyrir að hafa enga menntun né sérþekkingu á sviði banka- og fjármálastarfsemi þótt lög um Bankasýslu kveði á um að forstjóri stofnunarinnar skuli hafa þá eiginleika. Páll var tekinn fram yfir þrjá aðra umsækjendur – sem allir hafa víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. Stjórn Bankasýslunnar rökstyður ráðninguna með vísun í að valdir umsækjendur hafi verið látnir taka persónuleikaprófið OPQ32, huglægt getupróf, raunhæft verkefni, stærðfræðipróf og ítarleg viðtöl og að Páll hafi staðið sig best eða næstbest á sumum af þessum prófum en verr í öðrum. Í fyrstu veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En síðan byrjar maður fljótlega að gráta. Þetta er leikhús fáránleikans. Ferli af þessu tagi veitir stjórninni nánast ótakmarkað frelsi til þess að velja hvern sem henni þóknast. Hún þarf einungis að ákveða eftir á að þeir mælikvarðar sem viðkomandi umsækjandi stóð sig vel á vegi þyngra en hinir. Stjórn Bankasýslunnar heldur því einnig fram að Páll hafi uppfyllt lágmarksskilyrði um menntun og sérþekkingu á banka- og fjármálum. Ef þau komast upp með þann skilning hafa þau nánast fullkomlega gengisfellt þetta ákvæði laga. Reynum að setja þetta í samhengi. Nú fyrir nokkrum dögum var nýr dómari skipaður við Hæstarétt. Hvernig fyndist mönnum ef Páll Magnússon hefði verið skipaður í þá stöðu með svipuðum rökstuðningi? Ha, er það allt annað mál? Einungis ef menn bera litla sem enga virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í banka- og fjármálum en mun meiri virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í lögfræði. Einhverra hluta vegna virðist það vera landlægt á Íslandi. Páll Magnússon er jafn óhæfur til þess að vera forstjóri Bankasýslunnar og hann er óhæfur til þess að vera dómari við Hæstarétt. Og mitt mat er að meiri hætta skapist fyrir samfélagið við það að hafa hann forstjóra Bankasýslunnar en dómara við Hæstarétt (þar sem hann hefði þó meðdómara með sér). Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og fjölda annarra banka og sparisjóða. Hún á að sjá til þess að stjórnendur þessara banka fari eftir eigendastefnu ríkisins – þ.e. vaka yfir stjórnendum bankanna og gæta hagsmuna ríkisins. Hefur reynsla okkar síðustu ár ekki kennt okkur hversu auðvelt það er að afvegaleiða reynslu- og skilningsrýra eftirlitsaðila þegar bankar eru annars vegar? Og hefur reynsla okkar ekki einnig kennt okkur að slíkt getur verið okkur ansi dýrt? Hvernig má þá vera að flestir yppi öxlum við þessa ráðningu? Bankasýslan á einnig að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Nánast öll sín fullorðinsár hefur Páll starfað í umboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er eins hápólitískur og hugsast getur. Það sem meira er, skuggalega margir vinir og vandamenn formanna og varaformanna Framsóknarflokksins hafa einhverra hluta vegna auðgast verulega af viðskiptum sem tengdust sölu eða úthlutun á ríkis- og þjóðareignum. Getur verið að við séum að leika okkur með eld með því að ráða Pál Magnússon til þess að „vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins“ í Landsbankanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu. Þetta leiddi til þess að þegar óveðursský hrönnuðust upp á árunum 2006-2008 voru einstaklingar með mjög takmarkaða menntun, þekkingu eða skilning á fjármálum í lykilstöðum. Við þekkjum afleiðingarnar. Og maður hefði haldið að það gerði það að verkum að viðhorf hefðu breyst. Nú er hins vegar Páll Magnússon ráðinn til þess að stýra Bankasýslu ríkisins þrátt fyrir að hafa enga menntun né sérþekkingu á sviði banka- og fjármálastarfsemi þótt lög um Bankasýslu kveði á um að forstjóri stofnunarinnar skuli hafa þá eiginleika. Páll var tekinn fram yfir þrjá aðra umsækjendur – sem allir hafa víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. Stjórn Bankasýslunnar rökstyður ráðninguna með vísun í að valdir umsækjendur hafi verið látnir taka persónuleikaprófið OPQ32, huglægt getupróf, raunhæft verkefni, stærðfræðipróf og ítarleg viðtöl og að Páll hafi staðið sig best eða næstbest á sumum af þessum prófum en verr í öðrum. Í fyrstu veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En síðan byrjar maður fljótlega að gráta. Þetta er leikhús fáránleikans. Ferli af þessu tagi veitir stjórninni nánast ótakmarkað frelsi til þess að velja hvern sem henni þóknast. Hún þarf einungis að ákveða eftir á að þeir mælikvarðar sem viðkomandi umsækjandi stóð sig vel á vegi þyngra en hinir. Stjórn Bankasýslunnar heldur því einnig fram að Páll hafi uppfyllt lágmarksskilyrði um menntun og sérþekkingu á banka- og fjármálum. Ef þau komast upp með þann skilning hafa þau nánast fullkomlega gengisfellt þetta ákvæði laga. Reynum að setja þetta í samhengi. Nú fyrir nokkrum dögum var nýr dómari skipaður við Hæstarétt. Hvernig fyndist mönnum ef Páll Magnússon hefði verið skipaður í þá stöðu með svipuðum rökstuðningi? Ha, er það allt annað mál? Einungis ef menn bera litla sem enga virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í banka- og fjármálum en mun meiri virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í lögfræði. Einhverra hluta vegna virðist það vera landlægt á Íslandi. Páll Magnússon er jafn óhæfur til þess að vera forstjóri Bankasýslunnar og hann er óhæfur til þess að vera dómari við Hæstarétt. Og mitt mat er að meiri hætta skapist fyrir samfélagið við það að hafa hann forstjóra Bankasýslunnar en dómara við Hæstarétt (þar sem hann hefði þó meðdómara með sér). Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og fjölda annarra banka og sparisjóða. Hún á að sjá til þess að stjórnendur þessara banka fari eftir eigendastefnu ríkisins – þ.e. vaka yfir stjórnendum bankanna og gæta hagsmuna ríkisins. Hefur reynsla okkar síðustu ár ekki kennt okkur hversu auðvelt það er að afvegaleiða reynslu- og skilningsrýra eftirlitsaðila þegar bankar eru annars vegar? Og hefur reynsla okkar ekki einnig kennt okkur að slíkt getur verið okkur ansi dýrt? Hvernig má þá vera að flestir yppi öxlum við þessa ráðningu? Bankasýslan á einnig að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Nánast öll sín fullorðinsár hefur Páll starfað í umboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er eins hápólitískur og hugsast getur. Það sem meira er, skuggalega margir vinir og vandamenn formanna og varaformanna Framsóknarflokksins hafa einhverra hluta vegna auðgast verulega af viðskiptum sem tengdust sölu eða úthlutun á ríkis- og þjóðareignum. Getur verið að við séum að leika okkur með eld með því að ráða Pál Magnússon til þess að „vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins“ í Landsbankanum?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun