Fótboltaaðdáendur samvaxnir við sófann Viggó Ingimar Jónasson skrifar 20. október 2011 20:00 FIFA 12 er frábær þó að gagnrýnandi vilji fara að sjá róttækari breytingar á leiknum sem fyrst. Tölvuleikur. FIFA 12. EA Sports. Þegar leikjasería hefur komið út á hverju ári í nærri tuttugu ár hlýtur að fara að koma að því að hún renni sitt skeið á enda. Fyrsti FIFA-leikurinn kom út árið 1994 og síðan þá hafa EA Sports-menn varið óteljandi klukkustundum í að bæta leikinn á hverju ári, allt í því skyni að halda lífi í gamalmenninu. Þetta árið hefur mesta púðrið verið sett í nýja animation-vél sem gerir alla pústra á milli leikmanna enn raunverulegri. Nú breytast allir leikmenn í Cristiano Ronaldo sem fljúga um loftið við minnstu snertingu og rúlla sér síðan í grasinu eins og nýveiddur lax. Þó svo að þetta kerfi bæti engu sérstöku við sjálfa spilun leiksins kryddar það aðeins stemninguna og gerir það ennþá meira fullnægjandi þegar maður straujar Fernando Torres á miðjunni. Annað sem hefur verið eytt púðri í er varnarkerfi leiksins sem á að vera gjörbreytt. Nú eiga menn að geta varist með mun taktískari hætti sem ætti að skila sér í fleiri sigrum og færri klaufamörkum. Hinn óumflýjanlegi sannleikur varðandi FIFA 12 er sá að þetta er góður leikur sem ætti að þóknast öllum fótboltasjúkum tölvuleikjaaðdáendum. Hann býður upp á raunverulega spilun sem getur sogað menn að sér og haldið þeim föstum dögum saman, samvaxnir við sófann fyrir framan sjónvarpið. Það sem undirritaður skilur ekki er af hverju er þetta ennþá svona skemmtilegt? Burtséð frá öllum þessum árlegu skylduviðbótum hefur FIFA-serían voðalega lítið breyst síðustu tvö til þrjú ár. Það eina sem menn fá er ný liðsskipun og nýjustu búningar liðanna. Þessu hefði verið hægt að koma áleiðis með smávægilegri uppfærslu, ekki nýjum leik. Svo að maður taki þetta saman. Já, FIFA 12 er frábær leikur. Og já, það er orðið rosalega þreytt að finnast sem maður sé alltaf að hjakka í sama farinu. Kannski koma róttækar breytingar á næsta ári. Niðurstaða: Stórskemmtilegur fótboltaleikur en eftir tæp 20 ár fer maður að verða leiður á árlegum smá uppfærslum í gervi nýs tölvuleiks. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tölvuleikur. FIFA 12. EA Sports. Þegar leikjasería hefur komið út á hverju ári í nærri tuttugu ár hlýtur að fara að koma að því að hún renni sitt skeið á enda. Fyrsti FIFA-leikurinn kom út árið 1994 og síðan þá hafa EA Sports-menn varið óteljandi klukkustundum í að bæta leikinn á hverju ári, allt í því skyni að halda lífi í gamalmenninu. Þetta árið hefur mesta púðrið verið sett í nýja animation-vél sem gerir alla pústra á milli leikmanna enn raunverulegri. Nú breytast allir leikmenn í Cristiano Ronaldo sem fljúga um loftið við minnstu snertingu og rúlla sér síðan í grasinu eins og nýveiddur lax. Þó svo að þetta kerfi bæti engu sérstöku við sjálfa spilun leiksins kryddar það aðeins stemninguna og gerir það ennþá meira fullnægjandi þegar maður straujar Fernando Torres á miðjunni. Annað sem hefur verið eytt púðri í er varnarkerfi leiksins sem á að vera gjörbreytt. Nú eiga menn að geta varist með mun taktískari hætti sem ætti að skila sér í fleiri sigrum og færri klaufamörkum. Hinn óumflýjanlegi sannleikur varðandi FIFA 12 er sá að þetta er góður leikur sem ætti að þóknast öllum fótboltasjúkum tölvuleikjaaðdáendum. Hann býður upp á raunverulega spilun sem getur sogað menn að sér og haldið þeim föstum dögum saman, samvaxnir við sófann fyrir framan sjónvarpið. Það sem undirritaður skilur ekki er af hverju er þetta ennþá svona skemmtilegt? Burtséð frá öllum þessum árlegu skylduviðbótum hefur FIFA-serían voðalega lítið breyst síðustu tvö til þrjú ár. Það eina sem menn fá er ný liðsskipun og nýjustu búningar liðanna. Þessu hefði verið hægt að koma áleiðis með smávægilegri uppfærslu, ekki nýjum leik. Svo að maður taki þetta saman. Já, FIFA 12 er frábær leikur. Og já, það er orðið rosalega þreytt að finnast sem maður sé alltaf að hjakka í sama farinu. Kannski koma róttækar breytingar á næsta ári. Niðurstaða: Stórskemmtilegur fótboltaleikur en eftir tæp 20 ár fer maður að verða leiður á árlegum smá uppfærslum í gervi nýs tölvuleiks.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira