Píkan sem varð útundan Sigga Dögg skrifar 28. október 2011 20:00 Það vantar eitthvað. Píkan er ekki eins og hún á sér að vera. Hún undirbjó sig í níu mánuði undir átök sem aldrei komu. Eins og hlauparinn sem var settur á hliðarlínuna þegar hann var við það að klára maraþonið og fékk svo verðlaunapening sendan í pósti. Píkan undirbjó sig andlega undir útvíkkun, rembing, þrýsting og strekkingu. Hún lærði haföndun, styrkti grindarbotnsvöðvana og æfði stellingar sem opnuðu grindina. Allt kom fyrir ekki. Þessi nýja kunnátta píkunnar fékk ekki að njóta sín og hún er svekkt. Því það vantar eitthvað. Það er undarleg upplifun að „missa“ af fæðingu. Allt ferlið sem verðandi móðir les um og hlakkar til með kvíðablandinni eftirvæntingu. Hugsanir um hvernig það verði að missa vatnið og hvort hríðirnar hefjist í fjölmennum stað. Svo ekki sé nú talað um tilfinninguna að finna hvenær allt fer af stað. Öll þessi dulúð sem einkennir góða sögu er klippt út, líkt og hlé í bíósýningu á hápunkti spennunnar. Píkunni var kippt úr hringiðunni. Þess vegna vantar eitthvað. Sagan er ekki heil, frásögnin er ekki lengur í fyrstu persónu og hluta atburðarásarinnar vantar. Keisaraskurður er framkvæmdur tvisvar í viku svo þú getur valið dag. Þér er úthlutað númer og biðstofa. Teymi sérfræðinga kynnir sig og potar, stingur og nuddar. Engin heitur pottur, kertaljós eða jógatónlist. Skapabarmahárin eru rökuð, barnsfaðir boðinn velkominn og því næst ertu skorin. Píkan hefur verið kæld niður fyrir frostmark og treystir hún því á sögumanninn til að segja sér hvað sé að gerast hverju sinni. Engar myndavélar og enginn spegill. Bara lýsing sérfræðings við höfuðs þér. Einn fótur og svo annar. Tíu tær og tíu fingur. Píkan liggur þægilega hreyfingarlaus þegar fyrsta ópið kemur í heiminn og nýbökuð móðir fellir stolt nokkur tár. Barnið fæddist þá leið sem það kaus og viðstaddir fagna fallega rúnuðu höfuðlagi keisaraynjunnar. Sumir segja píkuna heppna að losna við þessar kvalir. Segja skurð vera lúxus sem ekki sé hægt að kvarta yfir. Ekkert vesen, bara hreinn og beinn saumur og leggöngin haldast stinn. Vissulega kveið hún fyrir mögulegum breytingum og hvort og hvar og hvernig hún myndi rifna en þessu átti hún ekki von á, neitað um hlutverk sem hún var fædd í. Hún er óbreyttur borgari en ekki hluti af elítunni sem tárast yfir fegurð taktfasts rembings. Leiðirnar að markmiðinu geta verið margar og leiðin sjálf skiptir kannski ekki höfuðmáli svo lengi sem markmiðið næst. Innganga fékkst í klúbb mæðra þrátt fyrir að hafa verið neitað um vígsluathöfnina. Píkan er nú aukapersóna sem jafnar sig með tíð og tíma, hennar andlegu sár gróa eflaust á svipuðum hraða og læknasaumarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Það vantar eitthvað. Píkan er ekki eins og hún á sér að vera. Hún undirbjó sig í níu mánuði undir átök sem aldrei komu. Eins og hlauparinn sem var settur á hliðarlínuna þegar hann var við það að klára maraþonið og fékk svo verðlaunapening sendan í pósti. Píkan undirbjó sig andlega undir útvíkkun, rembing, þrýsting og strekkingu. Hún lærði haföndun, styrkti grindarbotnsvöðvana og æfði stellingar sem opnuðu grindina. Allt kom fyrir ekki. Þessi nýja kunnátta píkunnar fékk ekki að njóta sín og hún er svekkt. Því það vantar eitthvað. Það er undarleg upplifun að „missa“ af fæðingu. Allt ferlið sem verðandi móðir les um og hlakkar til með kvíðablandinni eftirvæntingu. Hugsanir um hvernig það verði að missa vatnið og hvort hríðirnar hefjist í fjölmennum stað. Svo ekki sé nú talað um tilfinninguna að finna hvenær allt fer af stað. Öll þessi dulúð sem einkennir góða sögu er klippt út, líkt og hlé í bíósýningu á hápunkti spennunnar. Píkunni var kippt úr hringiðunni. Þess vegna vantar eitthvað. Sagan er ekki heil, frásögnin er ekki lengur í fyrstu persónu og hluta atburðarásarinnar vantar. Keisaraskurður er framkvæmdur tvisvar í viku svo þú getur valið dag. Þér er úthlutað númer og biðstofa. Teymi sérfræðinga kynnir sig og potar, stingur og nuddar. Engin heitur pottur, kertaljós eða jógatónlist. Skapabarmahárin eru rökuð, barnsfaðir boðinn velkominn og því næst ertu skorin. Píkan hefur verið kæld niður fyrir frostmark og treystir hún því á sögumanninn til að segja sér hvað sé að gerast hverju sinni. Engar myndavélar og enginn spegill. Bara lýsing sérfræðings við höfuðs þér. Einn fótur og svo annar. Tíu tær og tíu fingur. Píkan liggur þægilega hreyfingarlaus þegar fyrsta ópið kemur í heiminn og nýbökuð móðir fellir stolt nokkur tár. Barnið fæddist þá leið sem það kaus og viðstaddir fagna fallega rúnuðu höfuðlagi keisaraynjunnar. Sumir segja píkuna heppna að losna við þessar kvalir. Segja skurð vera lúxus sem ekki sé hægt að kvarta yfir. Ekkert vesen, bara hreinn og beinn saumur og leggöngin haldast stinn. Vissulega kveið hún fyrir mögulegum breytingum og hvort og hvar og hvernig hún myndi rifna en þessu átti hún ekki von á, neitað um hlutverk sem hún var fædd í. Hún er óbreyttur borgari en ekki hluti af elítunni sem tárast yfir fegurð taktfasts rembings. Leiðirnar að markmiðinu geta verið margar og leiðin sjálf skiptir kannski ekki höfuðmáli svo lengi sem markmiðið næst. Innganga fékkst í klúbb mæðra þrátt fyrir að hafa verið neitað um vígsluathöfnina. Píkan er nú aukapersóna sem jafnar sig með tíð og tíma, hennar andlegu sár gróa eflaust á svipuðum hraða og læknasaumarnir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun