Pítsurisi í megaslag við lítinn Fiskikóng 25. október 2011 06:00 Brattur Kristján er forviða á tölvupóstinum úr herbúðum Domino‘s. Hann er samt ekki af baki dottinn – að minnsta kosti ekki enn.Fréttablaðið/stefán „Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
„Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira