Hefur skapað afleitar samkeppnisaðstæður 26. október 2011 04:00 Skýrslankynnt Páll Gunnar Pálsson ásamt Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, þegar skýrslan „Samkeppni eftir hrun“ var kynnt. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það niðurstöðu rannsóknar eftirlitsins að endurskipulagning fyrirtækja hafi ekki gengið nógu hratt og að bankarnir og aðrir sem að málinu koma þurfi að gera mun betur. Þessi niðurstaða sé sett fram á mjög skýran hátt í skýrslunni „Samkeppni eftir hrun“ sem kynnt var síðasta sumar. „Ályktunin sem við drógum af rannsókn á þessum 120 fyrirtækjum er sú að það væri ekki verið að reka nægilega mörg þeirra með arðsemissjónarmið að leiðarljósi. Við höfum líka áhyggjur af því að bankarnir hafi yfirráð yfir fleiri fyrirtækjum en þeir hafa tilkynnt til okkar og erum að skoða það hvort svo sé. Þegar við fórum að rannsaka þetta þá sló það okkur hversu stór hluti fyrirtækja hefur ekki farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þótt þau hafi greinilega þurft á því að halda. Það er ekki búið að taka yfir fyrirtækin heldur eru þau rekin áfram á óljósum grundvelli. Í þeim tilvikum er ekki búið að taka nægilega til né taka þær ákvarðanir sem gera fyrirtækjunum kleift að starfa sjálfstætt á samkeppnismarkaði. Við erum því með umhverfi þar sem hætta er á að fyrirtæki séu rekin lifandi dauð. Það er engum til góðs og skapar afleitar samkeppnisaðstæður.“ Vont fyrir samkeppniSamkeppniseftirlitið hefur sett bönkunum ströng skilyrði sem þeir verða að fylgja þegar þeir taka yfir fyrirtæki. Fyrstu ákvarðanirnar voru teknar í mars í fyrra. Að sögn Páls Gunnars voru þar sett ítarleg skilyrði, meðal annars varðandi það hversu lengi bankarnir mættu eiga þessi fyrirtæki sem þeir tóku yfir. „Þar voru auk þess sett fram skilyrði um hvernig bankinn má koma fram sem eigandi, um armslengdarsjónarmið og reynt að búa þannig um hnútana að þessi erfiða og vonda staða fyrir samkeppnina, sem í felst að banki er bæði eigandi og lánveitandi tiltekins fyrirtækis, verði bætt á meðan á eignarhaldinu stendur. Síðan þá höfum við sett bönkum fjölmörg sambærileg skilyrði. Frá því í mars í fyrra og þar til í dag eru ákvarðanirnar 27 talsins. Af þeim eru 17 ákvarðanir enn virkar, en tíu ekki lengur virkar vegna breytinga á eignarhaldi.“ Ekki farið eftir skilyrðumPáll Gunnar segir að eftirlitið hafi lagt mikla áherslu á eftirfylgni þessara skilyrða. „Sú eftirfylgni er í höndum óháðra aðila, til dæmis innri endurskoðenda eða utanaðkomandi aðila, sem er með völd til að skila okkur skýrslum um það sem aflaga hefur farið. Við höfum verið að taka við slíkum skýrslum og í þeim hafa komið fram ýmis atriði sem gefa til kynna að það sé ekki farið eftir skilyrðunum. Í þeim tilvikum höfum við gripið inn í og sagt bönkunum að bæta úr. Við höfum ekki sektað bankana vegna þessa enn sem komið er, en við höfum sektað skilanefnd Landsbankans vegna þess að hún tilkynnti okkur ekki með réttum hætti um yfirtöku á fyrirtæki.“ Fréttir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það niðurstöðu rannsóknar eftirlitsins að endurskipulagning fyrirtækja hafi ekki gengið nógu hratt og að bankarnir og aðrir sem að málinu koma þurfi að gera mun betur. Þessi niðurstaða sé sett fram á mjög skýran hátt í skýrslunni „Samkeppni eftir hrun“ sem kynnt var síðasta sumar. „Ályktunin sem við drógum af rannsókn á þessum 120 fyrirtækjum er sú að það væri ekki verið að reka nægilega mörg þeirra með arðsemissjónarmið að leiðarljósi. Við höfum líka áhyggjur af því að bankarnir hafi yfirráð yfir fleiri fyrirtækjum en þeir hafa tilkynnt til okkar og erum að skoða það hvort svo sé. Þegar við fórum að rannsaka þetta þá sló það okkur hversu stór hluti fyrirtækja hefur ekki farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þótt þau hafi greinilega þurft á því að halda. Það er ekki búið að taka yfir fyrirtækin heldur eru þau rekin áfram á óljósum grundvelli. Í þeim tilvikum er ekki búið að taka nægilega til né taka þær ákvarðanir sem gera fyrirtækjunum kleift að starfa sjálfstætt á samkeppnismarkaði. Við erum því með umhverfi þar sem hætta er á að fyrirtæki séu rekin lifandi dauð. Það er engum til góðs og skapar afleitar samkeppnisaðstæður.“ Vont fyrir samkeppniSamkeppniseftirlitið hefur sett bönkunum ströng skilyrði sem þeir verða að fylgja þegar þeir taka yfir fyrirtæki. Fyrstu ákvarðanirnar voru teknar í mars í fyrra. Að sögn Páls Gunnars voru þar sett ítarleg skilyrði, meðal annars varðandi það hversu lengi bankarnir mættu eiga þessi fyrirtæki sem þeir tóku yfir. „Þar voru auk þess sett fram skilyrði um hvernig bankinn má koma fram sem eigandi, um armslengdarsjónarmið og reynt að búa þannig um hnútana að þessi erfiða og vonda staða fyrir samkeppnina, sem í felst að banki er bæði eigandi og lánveitandi tiltekins fyrirtækis, verði bætt á meðan á eignarhaldinu stendur. Síðan þá höfum við sett bönkum fjölmörg sambærileg skilyrði. Frá því í mars í fyrra og þar til í dag eru ákvarðanirnar 27 talsins. Af þeim eru 17 ákvarðanir enn virkar, en tíu ekki lengur virkar vegna breytinga á eignarhaldi.“ Ekki farið eftir skilyrðumPáll Gunnar segir að eftirlitið hafi lagt mikla áherslu á eftirfylgni þessara skilyrða. „Sú eftirfylgni er í höndum óháðra aðila, til dæmis innri endurskoðenda eða utanaðkomandi aðila, sem er með völd til að skila okkur skýrslum um það sem aflaga hefur farið. Við höfum verið að taka við slíkum skýrslum og í þeim hafa komið fram ýmis atriði sem gefa til kynna að það sé ekki farið eftir skilyrðunum. Í þeim tilvikum höfum við gripið inn í og sagt bönkunum að bæta úr. Við höfum ekki sektað bankana vegna þessa enn sem komið er, en við höfum sektað skilanefnd Landsbankans vegna þess að hún tilkynnti okkur ekki með réttum hætti um yfirtöku á fyrirtæki.“
Fréttir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun