Enn ríkir óvissa um úrlausn evruvandans Þorgils Jónsson skrifar 26. október 2011 03:00 ERfiðir tímarMikið hefur mætt á José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðsins, síðustu daga vegna skuldavanda evrusvæðisins.Nordicphotos/AFP Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri. Leiðtogarnir hittust á fundum um síðustu helgi þar sem aðgerðaáætlun var stungin út í grófum dráttum, en síðan þá hafa ríkin keppst við að ná samkomulagi um nákvæmar útfærslur. Bankar hækki eiginfjárhlutfallÍ grunninn eru þrjú meginatriði til umræðu. Í fyrsta lagi verður bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum í ESB-löndunum gert að auka eiginfjárhlutfall sitt talsvert, úr 6% upp í 9%, fyrir mitt næsta ár til að geta brugðist við miklum áföllum eins og að þurfa að afskrifa skuldir. Talið er líklegt að þessi ráðstöfun muni kalla á rúmlega 100 milljarða evra, en til þess að afla þess fjár þurfa bankarnir að auka hlutafé, selja eignir eða leita á náðir hins opinbera og evrópska varasjóðsins til þrautarvara. Grískar skuldir lækkaðarÍ annan stað þurfa bankarnir sennilega að gefa eftir allt upp í 60% skulda Grikklands. Það verður þó ekki gert með valdboði heldur munu bankarnir þurfa að gangast við þessum kostum af eigin vilja. Það hljómar ef til vill einkennilega en í ljósi stöðunnar, þar sem allt stefnir í að skuldir ríkissjóðs Grikklands fari upp fyrir 370 milljarða á næsta ári og nái allt að 184% af landsframleiðslu, eru lánardrottnar Grikkja í erfiðri aðstöðu. Annaðhvort taka þeir á sig niðurfellingu á skuldum eða horfa upp á gjaldþrot sem er alls óvíst hvernigþróast. Einkaaðilar utan Grikklands eiga um þriðjung af heildarskuldum landsins, þriðjungur er í höndum innlendra aðila, bæði banka og opinberra stofnana og sjóða, og þriðjungur er í höndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Evrópu og annarra Evrópuríkja. Neyðarsjóður efldurÍ þriðja lagi þarf að efla varasjóð evrusvæðisins til að hann geti þjónað hlutverki sínu, en fari allt á versta veg á Ítalíu og Spáni gætu þau lönd þurft á framlagi að halda, líkt og Írland, Grikkland og Portúgal. Í sjóðnum eru nú aðeins 250 milljarðar, sem er hvergi nærri nóg til að koma Ítalíu og Spáni til bjargar. Til að bregðast við þessu hafa tvenns konar aðgerðir verið lagðar til. Annars vegar er stefnt að því að stækka varasjóðinn úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða, að því er heimildir erlendra miðla herma. Það yrði gert með því að sjóðurinn tryggði hluta, sennilega allt að 20%, af nýstofnuðum skuldum einstakra evruríkja. Hins vegar er mælst til þess að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar þar sem fjárfestingarsjóðir ríkja utan Evrópu, svo sem Brasilíu, Kína og Katar, geti lagt inn fjármuni sem síðan séu notaðir til kaupa á ríkisskuldabréfumeinstakra evruríkja. Erfitt að mæta umbótakröfumEins og gefur að skilja fylgja framlögum úr varasjóðunum nokkrar kvaðir á þjóðríkin, til dæmis niðurskurður í ríkisútgjöldum, endurskipulagning almannatrygginga og umbætur í regluverki atvinnulífsins. Grikkir hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessum kröfum og hefur samfélagið logað í mótmælum og verkföllum síðustu mánuði. Næsta áhyggjuatriði á evrusvæðinu er Ítalía, en ríkissjóður þarf þar að endurfjármagna skuldir fyrir um 600 milljarða evra á næstu þremur árum. Silvio Berlusconi forsætisráðherra hefur verið í miklum vandræðum með að koma í gegn umbótum sem taldar eru viðunandi til að tryggja ríkisrekstur og hagvöxt til skemmri og lengri tíma. Þegar hefur niðurskurðarpakki upp á 54 milljarða evra verið samþykktur, en leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Nicolas Sarkozy og Angela Merkel, létu ekkert fara á milli mála um að Ítalir þyrftu að ganga enn lengra til að koma sínum málum á hreint. Berlusconi var kominn út á ystu nöf í umleitunum sínum í gær þar sem hann mætti mikilli andstöðu innan raða eigin stjórnar, meðal annars varðandi það að hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 árum í 67. Umberto Bossi, formaður Norðurbandalagsins og einn af helstu samstarfsmönnum Berlusconis, sagði til dæmis beint út á dögunum að ekki kæmi til greina að hrófla við eftirlaunakerfinu og því er ekkert þar í hendi. Enn mikil óvissaAð öllu þessu sögðu er hreint ekki víst að þó að allar þessar hugmyndir nái fram að ganga í dag muni þær leysa allan vanda. Fyrst um sakir er hins vegar nauðsynlegt að fram komi heildstæð lausn sem sannfæri markaði um að allt sé í himnalagi. Framvinda mála getur haft áhrif um allan heim, þar sem Bandaríkin og Kína hafa þegar hvatt til þess að gengið verði frá málunum. Síðdegis í gær var til dæmis alls óvíst hvort öll tæknileg atriði yrðu til reiðu í tæka tíð fyrir fundina. Enn var deilt bæði um afskriftir grísku skuldanna og eflingu varasjóðsins, meðal annars vegna óvissunnar um framvindu mála á Ítalíu. Á meðan þau álitamál eru enn í óvissu neita síðan hin tíu ESB-ríkin, sem standa utan evrusvæðisins, að leggja áðurnefndar kröfur um aukningu eiginfjár á sína banka. Fréttir Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri. Leiðtogarnir hittust á fundum um síðustu helgi þar sem aðgerðaáætlun var stungin út í grófum dráttum, en síðan þá hafa ríkin keppst við að ná samkomulagi um nákvæmar útfærslur. Bankar hækki eiginfjárhlutfallÍ grunninn eru þrjú meginatriði til umræðu. Í fyrsta lagi verður bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum í ESB-löndunum gert að auka eiginfjárhlutfall sitt talsvert, úr 6% upp í 9%, fyrir mitt næsta ár til að geta brugðist við miklum áföllum eins og að þurfa að afskrifa skuldir. Talið er líklegt að þessi ráðstöfun muni kalla á rúmlega 100 milljarða evra, en til þess að afla þess fjár þurfa bankarnir að auka hlutafé, selja eignir eða leita á náðir hins opinbera og evrópska varasjóðsins til þrautarvara. Grískar skuldir lækkaðarÍ annan stað þurfa bankarnir sennilega að gefa eftir allt upp í 60% skulda Grikklands. Það verður þó ekki gert með valdboði heldur munu bankarnir þurfa að gangast við þessum kostum af eigin vilja. Það hljómar ef til vill einkennilega en í ljósi stöðunnar, þar sem allt stefnir í að skuldir ríkissjóðs Grikklands fari upp fyrir 370 milljarða á næsta ári og nái allt að 184% af landsframleiðslu, eru lánardrottnar Grikkja í erfiðri aðstöðu. Annaðhvort taka þeir á sig niðurfellingu á skuldum eða horfa upp á gjaldþrot sem er alls óvíst hvernigþróast. Einkaaðilar utan Grikklands eiga um þriðjung af heildarskuldum landsins, þriðjungur er í höndum innlendra aðila, bæði banka og opinberra stofnana og sjóða, og þriðjungur er í höndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Evrópu og annarra Evrópuríkja. Neyðarsjóður efldurÍ þriðja lagi þarf að efla varasjóð evrusvæðisins til að hann geti þjónað hlutverki sínu, en fari allt á versta veg á Ítalíu og Spáni gætu þau lönd þurft á framlagi að halda, líkt og Írland, Grikkland og Portúgal. Í sjóðnum eru nú aðeins 250 milljarðar, sem er hvergi nærri nóg til að koma Ítalíu og Spáni til bjargar. Til að bregðast við þessu hafa tvenns konar aðgerðir verið lagðar til. Annars vegar er stefnt að því að stækka varasjóðinn úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða, að því er heimildir erlendra miðla herma. Það yrði gert með því að sjóðurinn tryggði hluta, sennilega allt að 20%, af nýstofnuðum skuldum einstakra evruríkja. Hins vegar er mælst til þess að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar þar sem fjárfestingarsjóðir ríkja utan Evrópu, svo sem Brasilíu, Kína og Katar, geti lagt inn fjármuni sem síðan séu notaðir til kaupa á ríkisskuldabréfumeinstakra evruríkja. Erfitt að mæta umbótakröfumEins og gefur að skilja fylgja framlögum úr varasjóðunum nokkrar kvaðir á þjóðríkin, til dæmis niðurskurður í ríkisútgjöldum, endurskipulagning almannatrygginga og umbætur í regluverki atvinnulífsins. Grikkir hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessum kröfum og hefur samfélagið logað í mótmælum og verkföllum síðustu mánuði. Næsta áhyggjuatriði á evrusvæðinu er Ítalía, en ríkissjóður þarf þar að endurfjármagna skuldir fyrir um 600 milljarða evra á næstu þremur árum. Silvio Berlusconi forsætisráðherra hefur verið í miklum vandræðum með að koma í gegn umbótum sem taldar eru viðunandi til að tryggja ríkisrekstur og hagvöxt til skemmri og lengri tíma. Þegar hefur niðurskurðarpakki upp á 54 milljarða evra verið samþykktur, en leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Nicolas Sarkozy og Angela Merkel, létu ekkert fara á milli mála um að Ítalir þyrftu að ganga enn lengra til að koma sínum málum á hreint. Berlusconi var kominn út á ystu nöf í umleitunum sínum í gær þar sem hann mætti mikilli andstöðu innan raða eigin stjórnar, meðal annars varðandi það að hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 árum í 67. Umberto Bossi, formaður Norðurbandalagsins og einn af helstu samstarfsmönnum Berlusconis, sagði til dæmis beint út á dögunum að ekki kæmi til greina að hrófla við eftirlaunakerfinu og því er ekkert þar í hendi. Enn mikil óvissaAð öllu þessu sögðu er hreint ekki víst að þó að allar þessar hugmyndir nái fram að ganga í dag muni þær leysa allan vanda. Fyrst um sakir er hins vegar nauðsynlegt að fram komi heildstæð lausn sem sannfæri markaði um að allt sé í himnalagi. Framvinda mála getur haft áhrif um allan heim, þar sem Bandaríkin og Kína hafa þegar hvatt til þess að gengið verði frá málunum. Síðdegis í gær var til dæmis alls óvíst hvort öll tæknileg atriði yrðu til reiðu í tæka tíð fyrir fundina. Enn var deilt bæði um afskriftir grísku skuldanna og eflingu varasjóðsins, meðal annars vegna óvissunnar um framvindu mála á Ítalíu. Á meðan þau álitamál eru enn í óvissu neita síðan hin tíu ESB-ríkin, sem standa utan evrusvæðisins, að leggja áðurnefndar kröfur um aukningu eiginfjár á sína banka.
Fréttir Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira