Bein tenging krónu og evru verði skoðuð 27. október 2011 05:00 forsetinn Gylfi Arnbjörnsson sagði líkur á að kaupmáttarforsendur kjarasamninga myndu standa, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Endurskoðun kjarasamninga fer fram í janúar.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru. Skoða þarf hvort stuðningur fæst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norrænu ríkjunum við slíka tengingu. „Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda,“ segir Gylfi. Gylfi hélt ræðu á formannafundi ASÍ í gær. Þar sagði hann ýmislegt hafa áunnist eftir hrun. Tekist hefði að verja kaupmátt þeirra tekjulægstu og með kjarasamningum í vor hefði uppbygging kaupmáttar almennra launamanna hafist. Mikilvægar réttarbætur hefðu náðst fyrir fólk í miklum greiðsluerfiðleikum og tekist hefði að verja viðkvæmustu hluta heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfisins, þótt óhjákvæmilegur niðurskurður hefði komið við alla landsmenn. Þá hefði, öfugt við þróun í öðrum löndum, tekist að lengja réttinn til atvinnuleysisbóta tímabundið í fjögur ár. „Það sem ekki hefur tekist á þessari vegferð er að koma gangverki atvinnulífsins í gang, að skapa störf og auka tekjur okkar félagsmanna.“ Gylfi sagði allar líkur á því að kaupmáttarákvæði kjarasamninga næðust, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum. Hún sagði fjölmargt hafa áunnist frá hruni og þar bæri hæst viðsnúning á ríkisfjármálum. Árið 2008 hefði verið 222 milljarða króna halli á ríkissjóði en á næsta ári yrði 40 milljarða króna afgangur. Þetta væri viðsnúningur upp á 260 milljarða sem hefði að mestu, eða 54 prósentum, náðst með samdrætti í útgjöldum. Forsætisráðherra sagði risavaxin verkefni blasa við. Stærsta umbótaverkefnið fram undan væri umsókn að Evrópusambandinu. Þá væri mikilvægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggja það að þjóðin nyti arðs af auðlindum sínum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru. Skoða þarf hvort stuðningur fæst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norrænu ríkjunum við slíka tengingu. „Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda,“ segir Gylfi. Gylfi hélt ræðu á formannafundi ASÍ í gær. Þar sagði hann ýmislegt hafa áunnist eftir hrun. Tekist hefði að verja kaupmátt þeirra tekjulægstu og með kjarasamningum í vor hefði uppbygging kaupmáttar almennra launamanna hafist. Mikilvægar réttarbætur hefðu náðst fyrir fólk í miklum greiðsluerfiðleikum og tekist hefði að verja viðkvæmustu hluta heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfisins, þótt óhjákvæmilegur niðurskurður hefði komið við alla landsmenn. Þá hefði, öfugt við þróun í öðrum löndum, tekist að lengja réttinn til atvinnuleysisbóta tímabundið í fjögur ár. „Það sem ekki hefur tekist á þessari vegferð er að koma gangverki atvinnulífsins í gang, að skapa störf og auka tekjur okkar félagsmanna.“ Gylfi sagði allar líkur á því að kaupmáttarákvæði kjarasamninga næðust, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum. Hún sagði fjölmargt hafa áunnist frá hruni og þar bæri hæst viðsnúning á ríkisfjármálum. Árið 2008 hefði verið 222 milljarða króna halli á ríkissjóði en á næsta ári yrði 40 milljarða króna afgangur. Þetta væri viðsnúningur upp á 260 milljarða sem hefði að mestu, eða 54 prósentum, náðst með samdrætti í útgjöldum. Forsætisráðherra sagði risavaxin verkefni blasa við. Stærsta umbótaverkefnið fram undan væri umsókn að Evrópusambandinu. Þá væri mikilvægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggja það að þjóðin nyti arðs af auðlindum sínum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun