Bíll á breskum númerum tilbúinn til smygls á úrum 27. október 2011 03:30 Blaðamannafundur lögreglu, vopnað rán, Frank Michelsen úrsmiði Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent