Apple-guðfræðin Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 28. október 2011 10:00 Steve Jobs, hugmaðurinn á bak við Apple, er nýlátinn. Hann var snjall og þorði að hugsa. Hann kom tækjum í hendur á fólki, sem hafa gagnast vel og eigendurnir telja þau falleg líka. Á heimilum margra okkur eru einhver I-tæki frá Apple. Þessir bakþankar eru skrifaðir á Apple-tölvu og kannski lestu þá á I-pöddu. Einhver nartaði í Apple-lógið. Eplið minnir okkur á Edensöguna. Mannfólkið vill vita meira og nýta möguleika. Þekkingarsókn er stórkostleg, skikkan skaparans, sem við þurfum að fara vel með og með ábyrgð til að hún verði til góðs. Þegar við skiljum mikið vitum við, að ávextir lífs eru hverfulir. Það lærði Steve Jobs líka og varð fyrir áföllum. Hann hraktist frá fyrirtækinu, sem hann stofnaði. Hann veiktist og bjó sig undir dauðann á miðjum aldri. Í ræðu, sem Steve Jobs flutti í Stanford-háskóla sagði hann, að það sem virtist ógn væri kannski fremur tækifæri. Hann dró ályktanir af eigin reynslu og ráðlagði: „Tíminn er takmarkaður og sóaðu honum ekki í að reyna að lifa lífi annarra. Láttu ekki hugmyndir annarra fjötra þig … Hið mikilvæga er að vera svo hugrakkur að hlusta og hlýða sinni eigin, innri rödd." Jobs skildi baráttuna milli innri manns og ytri ávirkni, milli þrár og eyðingar, milli lífs og dauða. Hann hafði ekki aðeins auga fyrir ávaxtakörfunni í sýndarheimum. Hann skildi, að menn lifa á mærum vona og hverfulleika. „Enginn vill deyja … enginn hefur þó sloppið. Þannig á það að vera því dauðinn er kannski besta uppgötvun lífsins – breytihvati þess. Ryður hinu gamla burt og innleiðir hið nýja." Vegna þessa hvatti Steve Jobs fólk til að virða eigið líf, heiðra innri mann. Hann var kannski enginn engill, en hvatti til að menn lifðu vel og virtu takmarkanir sínar til góðs. Bitinn af eplinu verður þeim til visku, sem staldra við og gera upp. Apple-jöfurinn sagði eitt sinn, að þegar hann var sautján ára hefði hann lært þá visku að líta á hvern nýjan dag sem hinn síðasta. Hvað hentar best til lífshamingju? Er kannski fleira í boði en epli, jafnvel heil ávaxtaparadís? Að lifa vel er að virða gerð okkar og tengjast hinu himneska neti. Lífið fær samband – ekki við sýndarveruleika, heldur raunveruleikann. Hvernig förum við best með ávexti lífstrésins? Standa eplabitarnir í okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Steve Jobs, hugmaðurinn á bak við Apple, er nýlátinn. Hann var snjall og þorði að hugsa. Hann kom tækjum í hendur á fólki, sem hafa gagnast vel og eigendurnir telja þau falleg líka. Á heimilum margra okkur eru einhver I-tæki frá Apple. Þessir bakþankar eru skrifaðir á Apple-tölvu og kannski lestu þá á I-pöddu. Einhver nartaði í Apple-lógið. Eplið minnir okkur á Edensöguna. Mannfólkið vill vita meira og nýta möguleika. Þekkingarsókn er stórkostleg, skikkan skaparans, sem við þurfum að fara vel með og með ábyrgð til að hún verði til góðs. Þegar við skiljum mikið vitum við, að ávextir lífs eru hverfulir. Það lærði Steve Jobs líka og varð fyrir áföllum. Hann hraktist frá fyrirtækinu, sem hann stofnaði. Hann veiktist og bjó sig undir dauðann á miðjum aldri. Í ræðu, sem Steve Jobs flutti í Stanford-háskóla sagði hann, að það sem virtist ógn væri kannski fremur tækifæri. Hann dró ályktanir af eigin reynslu og ráðlagði: „Tíminn er takmarkaður og sóaðu honum ekki í að reyna að lifa lífi annarra. Láttu ekki hugmyndir annarra fjötra þig … Hið mikilvæga er að vera svo hugrakkur að hlusta og hlýða sinni eigin, innri rödd." Jobs skildi baráttuna milli innri manns og ytri ávirkni, milli þrár og eyðingar, milli lífs og dauða. Hann hafði ekki aðeins auga fyrir ávaxtakörfunni í sýndarheimum. Hann skildi, að menn lifa á mærum vona og hverfulleika. „Enginn vill deyja … enginn hefur þó sloppið. Þannig á það að vera því dauðinn er kannski besta uppgötvun lífsins – breytihvati þess. Ryður hinu gamla burt og innleiðir hið nýja." Vegna þessa hvatti Steve Jobs fólk til að virða eigið líf, heiðra innri mann. Hann var kannski enginn engill, en hvatti til að menn lifðu vel og virtu takmarkanir sínar til góðs. Bitinn af eplinu verður þeim til visku, sem staldra við og gera upp. Apple-jöfurinn sagði eitt sinn, að þegar hann var sautján ára hefði hann lært þá visku að líta á hvern nýjan dag sem hinn síðasta. Hvað hentar best til lífshamingju? Er kannski fleira í boði en epli, jafnvel heil ávaxtaparadís? Að lifa vel er að virða gerð okkar og tengjast hinu himneska neti. Lífið fær samband – ekki við sýndarveruleika, heldur raunveruleikann. Hvernig förum við best með ávexti lífstrésins? Standa eplabitarnir í okkur?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun