Ríghaldið í pilsfaldinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. október 2011 07:00 The Thing - kvikmynd 2011 - Mary Elizabeth Winstead Bíó, The Thing Leikstjórn: Matthijs van Heijningen Jr. Aðalhlutverk: Mary Elizabeth Winstead, Joel Edgerton, Ulrich Thomsen, Adewale Akinnuoye-Agbaje, Eric Christian Olsen The Thing er sett fram sem eins konar formáli hinnar klassísku myndar The Thing, sem leikstjórinn John Carpenter gerði árið 1982. Hugmyndaauðgin er ekki meiri en þetta í Hollywood. Báðar myndir bera nákvæmlega sama nafn. Fljótlega rennur þó upp fyrir manni hvers vegna myndirnar heita það sama, því að þótt myndin sé markaðssett sem formáli er hún ekkert annað en endurgerð. Í stuttu máli fylgjumst við með norskum og bandarískum vísindamönnum á Suðurskautslandinu sem finna óvæntan glaðning í ísnum, illskeytta veru úr geimnum sem getur breytt sér í aðrar verur, þar á meðal fólk, og þannig náð að útrýma gervöllu mannkyni, nái hún að dreifa sér óhindrað. Til að byrja með er takturinn hægur og stígandi og andrúmsloftið ógnvekjandi en um miðbik fer myndin út af sporinu og hin dulda ógn afhjúpar sig algjörlega sem sá tölvuteiknaði kjánaskapur sem hún er. Stemningin er afrituð beint eftir mynd Carpenters, sem var vissulega ekki fullkomin, en hún hafði mikla sál og hana vantar hér. Enn og aftur spyr maður sig um tilgang kvikmyndagerðar af þessu tagi. Í stað þess að gera flotta forsögu á eigin forsendum rígheldur kvikmyndagerðarfólkið í pilsfald móður sinnar, gamallar B-hrollvekju sem kostaði mun minna en var þeim mun betri. Niðurstaða: Enn ein tilgangslausa endurgerðin. Leigið frekar myndirnar frá 1951 og 1982. Lífið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó, The Thing Leikstjórn: Matthijs van Heijningen Jr. Aðalhlutverk: Mary Elizabeth Winstead, Joel Edgerton, Ulrich Thomsen, Adewale Akinnuoye-Agbaje, Eric Christian Olsen The Thing er sett fram sem eins konar formáli hinnar klassísku myndar The Thing, sem leikstjórinn John Carpenter gerði árið 1982. Hugmyndaauðgin er ekki meiri en þetta í Hollywood. Báðar myndir bera nákvæmlega sama nafn. Fljótlega rennur þó upp fyrir manni hvers vegna myndirnar heita það sama, því að þótt myndin sé markaðssett sem formáli er hún ekkert annað en endurgerð. Í stuttu máli fylgjumst við með norskum og bandarískum vísindamönnum á Suðurskautslandinu sem finna óvæntan glaðning í ísnum, illskeytta veru úr geimnum sem getur breytt sér í aðrar verur, þar á meðal fólk, og þannig náð að útrýma gervöllu mannkyni, nái hún að dreifa sér óhindrað. Til að byrja með er takturinn hægur og stígandi og andrúmsloftið ógnvekjandi en um miðbik fer myndin út af sporinu og hin dulda ógn afhjúpar sig algjörlega sem sá tölvuteiknaði kjánaskapur sem hún er. Stemningin er afrituð beint eftir mynd Carpenters, sem var vissulega ekki fullkomin, en hún hafði mikla sál og hana vantar hér. Enn og aftur spyr maður sig um tilgang kvikmyndagerðar af þessu tagi. Í stað þess að gera flotta forsögu á eigin forsendum rígheldur kvikmyndagerðarfólkið í pilsfald móður sinnar, gamallar B-hrollvekju sem kostaði mun minna en var þeim mun betri. Niðurstaða: Enn ein tilgangslausa endurgerðin. Leigið frekar myndirnar frá 1951 og 1982.
Lífið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira