Ótvíræður árangur hjá ríkisstjórninni 29. október 2011 03:30 Steingrímur J. sigfússon Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. „Þá blasir við að það hefur unnist vel úr erfiðri, sumir sögðu vonlausri, stöðu Íslands. Hagvöxtur er genginn í garð. Skerðing lífskjara hefur verið stöðvuð og kaupmáttur er farinn að aukast,“ sagði Steingrímur sem ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann bætti síðar við að nú þyrfti meira að fara að gerast í fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa. Steingrímur rifjaði upp erfiða stöðu landsins í kjölfar bankahrunsins og viðvörunarorð Vinstri grænna árin á undan. Hann sagði baráttu ríkisstjórnarinnar hafa snúist um endurheimt efnahagslegs sjálfstæðis og framtíð velferðarsamfélagsins. Sú barátta ynnist ekki án fórna og þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði ríkisfjármála hefðu verið sársaukafullur hefðu þær verið óumflýjanlegar. Steingrímur sagði breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu hafa verið í samræmi við pólitíska stefnumótun flokksins. Þær hefðu miðast við meiri tekjujöfnun og græna skatta, svo eitthvað sé nefnt. Þá benti hann á að helmingur hjóna greiddi nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þar með talinn fjármagnstekjuskatt, en árið 2008. Loks fjallaði Steingrímur um valkosti Íslendinga í peningamálum. Hann sagði íslensku krónuna hafa reynst okkur vel á erfiðum tímum og sagðist sannfærður um að atvinnuleysi hefði farið í háa tveggja stafa prósentutölu ef Íslendingar hefðu ekki haft eigin gjaldmiðil síðustu ár. Þá hefði reynsla annarra þjóða sýnt að alveg eins væri hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum.- mþl Fréttir Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. „Þá blasir við að það hefur unnist vel úr erfiðri, sumir sögðu vonlausri, stöðu Íslands. Hagvöxtur er genginn í garð. Skerðing lífskjara hefur verið stöðvuð og kaupmáttur er farinn að aukast,“ sagði Steingrímur sem ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann bætti síðar við að nú þyrfti meira að fara að gerast í fjárfestingu, uppbyggingu og fjölgun starfa. Steingrímur rifjaði upp erfiða stöðu landsins í kjölfar bankahrunsins og viðvörunarorð Vinstri grænna árin á undan. Hann sagði baráttu ríkisstjórnarinnar hafa snúist um endurheimt efnahagslegs sjálfstæðis og framtíð velferðarsamfélagsins. Sú barátta ynnist ekki án fórna og þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði ríkisfjármála hefðu verið sársaukafullur hefðu þær verið óumflýjanlegar. Steingrímur sagði breytingar ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu hafa verið í samræmi við pólitíska stefnumótun flokksins. Þær hefðu miðast við meiri tekjujöfnun og græna skatta, svo eitthvað sé nefnt. Þá benti hann á að helmingur hjóna greiddi nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þar með talinn fjármagnstekjuskatt, en árið 2008. Loks fjallaði Steingrímur um valkosti Íslendinga í peningamálum. Hann sagði íslensku krónuna hafa reynst okkur vel á erfiðum tímum og sagðist sannfærður um að atvinnuleysi hefði farið í háa tveggja stafa prósentutölu ef Íslendingar hefðu ekki haft eigin gjaldmiðil síðustu ár. Þá hefði reynsla annarra þjóða sýnt að alveg eins væri hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum.- mþl
Fréttir Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira