Gefur frumsmíðinni ekkert eftir Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2011 16:00 Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira