Brugðist við óvæntum sveiflum í rjúpnastofninum Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum. Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýrastofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomulagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörðunin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þegar umhverfisráðuneytinu bárust ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helming á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt. Sérfræðingar NÍ og Umhverfisstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. september, þar sem UST lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiðidaga. Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því óskaði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnananna tveggja lá fyrir 29. september og voru lögboðnir hagsmunaaðilar þá þegar boðaðir á fund um málið. Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fuglavernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust sneru allar að breytingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins legðu til að horfið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar við endanlega ákvörðun, sem kynnt var 5. október. Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara samstarfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að handstýra ákvörðun um rjúpnaveiðar svo skömmu fyrir veiðitímabilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hagsmunaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausnir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálfbæran hátt um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum. Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýrastofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomulagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörðunin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þegar umhverfisráðuneytinu bárust ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helming á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt. Sérfræðingar NÍ og Umhverfisstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. september, þar sem UST lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiðidaga. Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því óskaði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnananna tveggja lá fyrir 29. september og voru lögboðnir hagsmunaaðilar þá þegar boðaðir á fund um málið. Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fuglavernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust sneru allar að breytingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins legðu til að horfið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar við endanlega ákvörðun, sem kynnt var 5. október. Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara samstarfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að handstýra ákvörðun um rjúpnaveiðar svo skömmu fyrir veiðitímabilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hagsmunaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausnir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálfbæran hátt um ókomna tíð.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun